2009-08-01
Erlendir lánadrottnar græða á kreppunni
WSWS fjallar um það hvernig stærstu bankarnir raka upp gróða í kreppunni.
Nýleg grein í Der Spiegel undir titlinum "Græðgin snýr aftur -bankarnir enduropna alheimsspilavítið" veitir nokkra innsýn í orsakir uppgangs fjármálakerfisins. Virtur fjármálasérfræðingur segir, fyrir nokkrum árum urðu bankarnir ríkir á innistæðum viðskiptavina, síðan urðu þeir ríkir á peningum hluthafa en nú hafa bankarnir náð tökum á stærstu uppsprettu fjármagns, fjármagni skattgreiðenda.
Bankamenn eru glaðhlakkalegir og segja: skattgreiðendur eru að greiða fyrir spilapeninganna. Það getur ekki orðið betra.
Skattheimta sem er sett í fjármálakerfið á rætur sínar í Bandaríkjunum. Árið 2008 settu Bandaríkjamenn 23.7 trilljónir bandaríkjadala í bankakerfið. Það er 1.7 sinnum verg landframleiðsla Bandaríkjamanna.
Peningar sem eru settir í fjármálakerfi eru teknir úr velferðakerfinu. Sátt hefur ríkt um það lengi vel að skattheimta þjóni innri gerð samfélagsins, tryggi samgöngur, veitur, heilbrigðiskerfi og menntun.
Sífellt er að vera að einkavæða þessa þætti samfélagsþjónustu en á sama tíma hækka skattar. Almenningur þarf að greiða skatta auk þjónustugjalda sem áður voru innifalin í sköttum. Stjórnmálamenn sem fjármálakerfin hafa náð að spilla vinna að því að ræna velferðarkerfinu frá almenningi og færa það fjármálakerfinu.
Fjárhæð sem svarar 30% af vergri framleiðslu í heiminum hefur verið sett í fjármálakerfin. Þetta framlag ríkisstjórna gera fjármálakerfinu kleift að halda uppteknum hætti við spákaupmennsku og spilavítishegðun.
Ríkissjóðir eru hins vegar ofurskuldsettir og skilja eftir skuldir fyrir komandi kynslóðir að takast á við en fjármálakerfið græðir á viðskiptum með ríkisskuldabréf.
Bankarnir forðast hinsvegar að lána til atvinnuveganna, telja það of áhættusamt. Þessi staða neyðir fyrirtæki til þess að selja skuldabréf með mjög háum vöxtum og enn græða bankarnir.
Fyrirtækin tapa hins vegar. Þau dragast inn í spíral vegna hárra vaxta og verða ofurskuldsett. Fyrirtæki skulda á fyrstu sex mánuðum þessa árs (vegna útgáfu skuldabréfa) 50% meira en meðaltal síðustu þriggja ára.
Og einstaklingar í bankakerfinu græða. Laun bankastarfsmanna hafa rokið upp eða um 20 til 30% á þessu ári.
Þetta vandamál sem rakið er hér að ofan bitnar á öllum almenningi í öllum löndum en hvergi eins og á Íslandi. Fjármálakerfið á stjórnmálamenn eins og athafnir þeirra bera greinilega með sér. Stjórnmálamenn kengbeygja sig undir fjármálakerfið um leið og þeir komast til valda. Afleiðingarnar eru: veikburða atvinnulíf, veikburða velferðakerfi og aukin mismunun.
Jafnvel í löndum sem hafa haft orð á sér fyrir þróað velferðakerfi eins og t.d. Svíþjóð, er fólk farið að éta úr ruslatunnum. Á Íslandi hefur hin frjálsa markaðshyggja, sem sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt samfylkingu og framsókn hafa inleitt, leitt til aukinnar mismununar, lakari tannvernd barna, aukna ásókn almennings í hjálparstofnanir, aukið atvinnuleysi o.s.frv.
Þetta sumar er hvíldarsumar Íslendinga því ef Icesave verður samþykkt og ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður framfylgt mun hryllingurinn blasa við Íslendingum þegar líða fer á veturinn.
Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.