Grímulaus spilling

Nú er þess krafist grímulaust að fjölmiðlar verndi útrásarvíkinga.

Ef lánabækur allra bankanna líta út með svipuðu móti og hjá Kaupþingi hafa lán til eignarhaldsfélaga verið yfir 4.000 milljarða. Stærsta bomban er líklegast í Landsbankanum og myndi afhjúpa útrásarvíkinga sem hafa ekki verið mikið í umræðunni.

Merkilegt að Björn Bjarnason skuli tjá að bankaleynd sé óviðeigandi. Enginn hefur lagt sig eins mikið fram um að sópa skítnum undir teppið að mínu mati og Björn. Hann réði feður bankaræningjanna til þess að rannsaka hvort grunur lægi fyrir um brot. Menn á hans vegum töfðu rannsóknir.

Dóms og lögregluvald á Íslandi er í raun bara skrípaleikur eftir setu sjálfstæðismanna í tuttugu ár. Valdastofnanir sem verja útrásarvíkinganna eru sköpunarverk sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Hendur fjölmiðla bundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sérðu líka til, sérstak(lega lat)ur saksóknari og allt þetta gervirannsóknarlið er búið að sitja á þessum upplýsingum í 10 mánuði án þess að gera neitt.

Aftur á móti þegar þarf að hylma yfir viðbjóðinn er sýslumaður kallaður út á yfirvinnutíma til að hefta tjáningarfrelsið! Og er búinn að því eftir 4-5 klukkustundir!

Annars takk fyrir hittinginn á sunnudaginn, þó stuttur væri!

Theódór Norðkvist, 1.8.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband