Er sýslumaðurinn spilltur?

Er sýslumaðurinn handrukkari fjármálakerfis sem hann síðan ver? Hér áður var það þannig að sýslumaðurinn fékk 1% af eignum sem fóru á uppboð, vanskilum, vöxtum, verðbótum, innheimtukostnaði og lögfræðikostnaði beint í eigin vasa. Það má því segja að sýslumaður hafi verið afæta á þeim sem komust í þrot. Veit ekki hvort þessi lög eru í gildi núna.

Þessi virðist hafa komið afleggjurum sínum að í fjármálakerfinu. Ekki amaleg að sitja hringinn í kring um borðið.

Getuleysi ríkisstjórnarinnar við að takast á við það ófremdarástand sem sjálfstæðisflokkur og samfylking ásamt framsókn hafa skapað hér er grátbroslegt.

Glæpamenn og sjálftökufólk í bönkunum valsar um og ver ósómann. Skilanefndir sem skipaðar voru af sjálfstæðisflokki eru enn að störfum. Friðrik Sophusson er enn að störfum (á meðan Össur bíður eftir Ingibjörgu Sólrúnu) þótt Friðrik sé búinn að setja Landsvirkjun á hausinn.

Stjórnarfar á Íslandi markast enn af fasisma. Byggðar hafa verið varnir um glæpamenn í stjórnsýslunni. Klíkuskapur ræður vali í embætti og fjöldi þeirra sem innlimaðir eru inn í vé hins fasistíka stjórnarfars sitja heima en skattgreiðendur halda þeim þar uppi á ofurlaunum (dæmi: Davíð og Jónas)

Meðan meðlimir fjórflokksins lifa af góðum launum og lítið virðist hrjá þá annað en einstaka heilabilum er almenningur og fyrirtæki mergsoginn með verðtryggingu og okurvöxtum. Verðtryggingin og okurvextirnir ásamt hinni frægu innspýtingu ríkisins (fjármögnuð af skattpíndum) fer í að byggja upp innistæður þeirra sem áttu meira en 3.5 milljónir á innlánsreikningum. Síðan á að afhenda bankanna erlendum áhættufjárfestum.

Til þess að kóróna andskotann ætlar ríkisstjórnin að taka hundruð ef ekki þúsundir milljarða að láni í loftbólugjaldeyri sem á að liggja á banka í Bandaríkjunum en skattpíndir Íslendingar þurfa að greiða tugi milljóna í gjaldeyri á hverjum degi til þess að kosta þessa heimsku.

Svo ég snúi mér nú aftur af efninu. Sýslumaðurinn virðist ekki vilja að fjölmiðlar veki athygli á ríkjandi fasisma á Íslandi. En það sem einkennir fasismann eru skyldleikatengsl í viðskiptalífi og stjórnmála og embættismannakerfi sem síðan eiga fjölmiðlanna sem mega eingöngu flytja áróður þeim þóknanlegan.

Bendi á ágætan pistil hér um heimskuáróður samfylkingarinnar

Þetta komment kom á bloggið:

Sýslumaðurinn í Reykjavík var skipaður af Birni Bjarnasyni sem ríkislögreglustjóri í Baugsmálinu vegna meints vanhæfis Haraldar Joh. Sjá hér.

Virðist vera einn af þeim innmúruðu? Allavega hleypur hann eftir tilskipunum spillingarklíkunnar og það utan skrifstofutíma.

Þessa athugasemd er að finna á blogginu hjá Agli:

Rúnar Guðjónsson er sýslumaður Reykjavíkur og tók fram hlaupaskóna til að stoppa frétt RÚV.
Sonur sýslumannsins Rúnar Guðjónssonar
er framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja SSF
http://www.sff.is/sff/starfsfolk/og yfirmaður hans í stjórn SFF er sjálfur Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings.
Hinn sonurinn Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og einn af kúlulánþegum Kaupþings
Rúnar Guðjónsson var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar.
Þetta er Ísland í dag......

Bloggfærslan er hér.


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sýslumaðurinn í Reykjavík var skipaður af Birni Bjarnasyni sem ríkislögreglustjóri í Baugsmálinu vegna meints vanhæfis Haraldar Joh. Sjá hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/01/26/runar_gudjonsson_settur_rikislogreglustjori_i_baugs/

Virðist vera einn af þeim innmúruðu? Allavega hleypur hann eftir tilskipunum spillingarklíkunnar og það utan skrifstofutíma.

Þessa athugasemd er að finna á blogginu hjá Agli:

Rúnar Guðjónsson er sýslumaður Reykjavíkur og tók fram hlaupaskóna til að stoppa frétt RÚV.
Sonur sýslumannsins Rúnar Guðjónssonar
er framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja SSF
http://www.sff.is/sff/starfsfolk/ og yfirmaður hans í stjórn SFF er sjálfur Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings.
Hinn sonurinn Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og einn af kúlulánþegum Kaupþings
Rúnar Guðjónsson var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar.
Þetta er Ísland í dag......

Bloggfærslan er hér.

Theódór Norðkvist, 2.8.2009 kl. 14:15

2 identicon

Hugzúmmið heldur áfram á Austurvelli!!! - Hægt að krota í sand eða á gangstéttarhellur! - Fréttasnúran er á sínum stað og þér er frjálst að koma þínum skoðunum á framfæri, ágætt að taka með klemmur!

- Læt vita ef sést til sýslumanns!

Tjaldborg heimilanna

Helga Björk Magnúsar Grétudóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Andrés.si

Rétt Helga. En miðað við atburðir s.l. sólarhring verður á framhaldi þess meira fjölmeni og ekki fríðsamlegt eins og það var. 

Andrés.si, 2.8.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jakobína,

gvöð hvað það hefði verið mikið stuð að hafa þig inn á Alþingi-brunalyktin hefði legið yfir kvosinni í allt sumar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Yndislega ísland og réttlæti þess.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband