Fatta hagfræðingarnir ekki hagfræði?

Ég var einu sinni sparisjóðsstjóri. Einföld bankastarfsemi er ekki flókinn. Innlán, útlán og greiðsluþjónusta. Málin fara fyrst að flækjast þegar farið er að blanda fjármála/áhættufjárfestastarfsemi almennri bankastarfsemi.

Nýju bankarnir eru einfaldir bankar. Þeir yfirtóku innlánsstarfsemi og útlánastarfsemi ásamt greiðslu og gjaldeyrisviðskiptum.

Maður skildi ætla að við yfirfærslu milli gömlu og nýju bankanna skildi hafa verði reynt að stemma af innlán og útlán. (innlán eru þá skuldir bankanna og útlán eignir bankanna) en eitthvað virðist það hafa farið úr skorðum því 270 milljörðum á að bæta inn í bankanna úr ríkissjóði okkar íslendinga.

Ég hef leitast við að átta mig á hvers vegna bankarnir þurfi þessa innspýtingu og kemst helst að þeirri niðurstöðu að bankarnir hafi tekið yfir meiri skuldir (innlán almennings í bönkunum) en eignir (útlán til fyrirtækja og almennings).

Hverju er þá verið að bjarga með innspýtingu í bankanna? Jú innlánseigendum sem áttu innistæður umfram tryggingu, þ.e. 3,5 milljónir. Og hvað á síðan að gera við bankanna? Jú það á að færa þá í hendur erlendra áhættufjárfesta.

Með því að láta skattgreiðendur bæta tap þeirra sem áttu innistæður umfram tryggingu er verið að gera ríkissjóð að tryggingafyrirtæki fyrir ríka Íslendinga. Í kjölfarið hafa Bretar og Hollendingar heimtað að ríkissjóður okkar Íslendinga verði einnig gerður að tryggingafyrirtæki fyrir ríka Breta og Hollendinga.

Það stendur reyndar í stjórnarskránni að ríkisstjórninni sé ekki heimilt að fara með tekjur ríkisins af skattheimtu á þennan hátt (að liggja þurfi fyrir lagaheimild til útgjaldanna þegar atvik eigi sér stað). Það er ekkert undarlegt að þetta sé varið í stjórnarskrá þótt stjórnvöld virðist ætla að hunsa það. Það er ekki hlutverk ríkissjóð að verja eignir einstaklinga í bönkum. Ekkert ríki í Evrópu myndi veita ríkisábyrgð af þessu tagi. Það er í andstöðu við hlutverk ríkis og það er í andstöðu við tilskipanir ESB.

Ekki veit ég hvernig Jóhanna fær það út að hún geti slegið skjaldborg um heimili sem skulda bönkum sem eru í eigu erlendra áhættufjárfesta.

Nú síðan á að styrkja krónuna með því að taka erlend lán. Þessi lán munu fleyta tugum milljóna í gjaldeyri út úr efnahagskerfinu á hverjum degi (vaxtakostnaður). Hvernig styrkir það krónuna? Þetta er í hrópandi ósamræmi við grundvallarhagfræðikenningar um framboð og eftirspurn. Lánið mun auka framboð krónunnar á gjaldeyrismarkaði og því rýra gildi hennar. En það er eins og hagfræðingarnir fatti ekki hagfræði.

En meira skal til. Ríkisstjórnin vill að íslenskir skattgreiðendur gangist í ábyrgð fyrir einkabanka sem Björgólfur Thor fékk nánast gefins. Ábyrgðin er upp að 1.000 milljörðum.

Ríkishalli er 150 milljarðar og skuldir ríkissjóðs eftir nýjustu fréttum að dæma 207 milljarðar (sennilega vegna innspýtingar á peningamarkaðsreikninga).

Ótaldar eru skuldir Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem selja orkuna (80% hennar) með tapi til erlendrar stóriðju

Erlend stóriðja skuldar sjálf milli 200 og 300 milljarða sem móðurfyrirtæki erlendis hafa fært yfir á hana og teljast þessar skuldir til skulda þjóðarbúsins.

Og ekki er allt upp talið því mörg sveitafélög eru nú stórskuldug og eru að reyna að redda sér fyrir horn með því að selja auðlindir eða leigja þær allt til hundrað ára.

Er þetta þjóðarbúið sem við viljum skila til afkomenda okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítið verður hægt að gera fyrir fjölskyldurnar því 2 af 3 bönkum fara í eigu kröfuhafa og varla fara kaupahéðnar að gefa af eigum sínum!
Nálægt 90% íbúðarhúsnæðis á Íslandi er í séreign. Það þýðir að 10% af íbúðarhúsnæði er leiguhúsnæði eða búsetahúsnæði. Ef 90% heimila í landinu er með íbúðalán, veðlán og yfirdrátt hjá bönkunum þá gefur auga leið að engin ríkisstjórn vildi fella niður eitthvað af þessum skuldum. Því þá var verið að gjaldfella bankana. Þess vegna kom skjaldborgin aldrei!
Og almenningur þarf ekki að vænta hjálpar frá verkalýðshreyfingunni því henni er að þakka lágu launin og líka þessi húsnæðisstefna. Verkalýðshreyfingin og ríkisvaldið skrifuðu undir samkomulag um að hér á landi skyldi ríkja séreignastefna í íbúðarhúsnæði, tvisvar á síðustu öld var samið um að setja íslenska launamenn í þessa ánauð.
Og Íslendingar þurfa að kaupa sér íbúð hvort sem þeir ráða við það eða ekki, en á meðan haldast þeir vinnusamir og vilja aukavinnu.

http://okurvextir.blogspot.com/2009/08/serislenskt-fyrirbri-nanast-allir.html


Svona bjargarðu laununum þínum frá skuldfærslum bankanna:
Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:

meira . . .
http://okurvextir.blogspot.com/2009/05/svona-bjargaru-laununum-fra-skuldfrslum.html

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Hagfræðingar fatta ekki pólitík.  Þetta snýst ekki um hagfræði nema að litlu leyti. Fyrir lítið lands eins og okkur er pólitíkin oft mikilvægari en hagfræðin séð utan frá.  

Við erum á barmi gjaldþrots og höfum betlað peninga hjá AGS.  Þá verður maður að spila eftir þeirra reglum.  Við höfum ekkert raunverulegt val til að bjarga okkar hagkerfi nema AGS.  Eða eins og Englendingar líta á þetta:

"Know the rules and play the game"  Þetta er einn allsherjar pólitískur leikur og Steingrímur gerði sér strax grein fyrir því.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ósammála þér hvað þetta varðar Andri Geir. Við þurfum ekki að spíta peningum inn í bankana. Við þurfum ekki að "styrkja" krónuna og við þurfum ekki að leika eftir reglum Breta.

Ég þekki nægilega vel til Breta til þess að vita að ósvífni og ruddaskapur leynist oft á undir yfirborðinu. Kann ekki við þeirra leikreglur og geri þær ekki að mínum.

Auk þess hef ég ekki tekið þátt í neinum leik með Bretum. Það gerði hins vegar Björgólfur Thor og það er hans að taka afleiðingunum.

Imperialisminn er ekki minn og ég hef engan áhuga á að þjóna honum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:52

4 identicon

Það þarf alltaf innspýtingu inn í bankana vegna þess að nýju bankarnir þurfa eigið fé. Það er alveg ófrávíkjanleg nauðsyn, og eigið fé getur ekki myndast sjálfkrafa. Ef ríkið á að eiga nýjan banka verður ríkið að leggja til þetta eigið fé.

Ef teknar eru yfir jafn háar eignir og skuldir, þá er eigið fé í núlli og þá myndi innspýting nýtast nýjum banka sem reiðufé.

Ef teknar eru yfir meiri eignir (skuldir viðskiptavina) en skuldir (innlán) þá er innspýtingin notuð til að greiða þrotabúinu mismuninn og nýr banki hefur störf með eignir umfram skuldir og jákvætt eigið fé, sem ríkið leggur til.

Að taka yfir meiri skuldir en eignir þýðir að nýi bankinn væri að taka á sig skuldir þrotabúsins að óþörfu, og innspýting myndi vera nauðsynlega til að koma eigin fé úr mínus í plús.

Það er augljóst að það síðastnefnda er ekki að gerast, millifærsla eigna og skulda frá þrotabúi í nýja bankann verður að vera í jafnvægi, þær tölur verða birtar, og sú staðreynd að um innspýtingu sé að ræða þýðir ekki sjálfkrafa að ójafnvægi sé.

 Þegar þú segir að færa eigi bankanna í hendur erlendra aðila er rétt að athuga að þeir eru nú þegar í eigu þessara erlendra aðila, þeas kröfuhafa í þrotabúin. Sú leið sem ákveðið hefur verið að fara þýðir að kröfuhafarnir munu eiga rekstur hinna nýju banka, þó að svo virðist að aðkoma þeirra að rekstrinum verði eitthvað takmörkuð fyrst um sinn. Þetta leiðir til þess að ríkið þarf ekki að leggja þremur nýjum bönkum til eigið fé sem augljóslega hefði hvergi verið hægt að fá nema með lántökum og er því verulega áhætta fólgin í rekstrinum fyrir ríkið, þar sem rekstur bankanna yrði að standa undir vaxtagreiðslunum af lánunum.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Björn Friðgeir. Röksemdarfærslur þínar standast því miður engann vegin og ætla ég að vona að þú sér ekki viðskiptafræðingur. Sparisjóðirnir hafa verið reknir í áratugi með mjög lítið eigið fé (stofnfé).  Auðvitað skiptir það máli hvernig fyrirtæki eru fjármögnuð (leverage). En eðli starfsemi fyrirtækja ræður miklu um það hvernig hlutfalli milli eigins fjárs og skulda er heppilegast að hátt. Ef bankarnir eru vel reknir mun eigið fé þeirra vaxa. Bankastarfsemi er í eðli sínu þannig að eigið fé er mjög lítið hlutfall af fjármögnun þeirra.

Nýju bankarnir eru alls ekki í eigu erlendra aðila og hafa aldrei verið.

Ef erlendir áhættufjárfestar eignast Nýju bankanna með 270 milljarða gjöf frá íslenskum skattgreiðendum þá er það af því að það er ákvörðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 23:16

6 identicon

Ef ríkið leggur ekki til eigið fé, þá er ekkert eigið fé. Það er algert lágmark að hafa 8% eigið fé skv lögum. Framtíðar væntur gróði telst ekki með.

Nýju bankarnir eru enn allir í raun í eigu kröfuhafa þar sem ekki hefur verið gengið frá yfirfærslunni úr þrotabúunum

Ef erlendir áhættufjárfestar eignast nýju bankana þá er það vegna þess að þeir ENDURGREIÐA það fé sem ætlað er að ríki greiði inn í Kaupþings og Íslandsbanka.

Allt sem ég sagði, stenst.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Ég er sammála Birni, ég get ekki skilið hvernig þú ætlar að reka banka og hagkerfið án eigin fjármagns?  Hvað varðar Breta held ég að þetta sé nú fullmikil alhæfing.  Fár þjóðir eru kurteisari en Bretar.  Breska dómsvaldið er eitt það virtasta í heimi enda var Magna Carta samin á bökkum Thames.  Ég myndi treysta breskum dómstólum betur en Hæstarétti á Íslandi.

Fáar þjóðir hafa fært meiri fórnir fyrir lýðræðið en Bretar. Vonandi ertu sammála að Bretar stóðu sig betur í seinna stríð en flestar aðrar þjóðir í Evrópu.  

Það væri gaman að heyra frá fólki hvort það heldur að íslenskar leikreglur standi betri vörð um hagsmuni almennings en breskar?  Svo væri athyglisvert að heyra hvort fólk haldi að Bretar séu ósvífnari og meiri ruddar en Íslendingar? Er Björgólfur Thor ekki íslenskur ríkisborgari?

Breska þingið samdi skýrslu um Icesave þar sem bresk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd.  Eru vinnubrögð Alþingis betri Westminster? Hvar er skýrsla Alþingis?

Læt þetta nægja að sinni.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir ég myndi treysta dómstólum í Zimbabwe betur en á Íslandi. Ég er sammmála því að Bretar eru kurteisir en það er yfirborðið. Bretar hafa farið rænandi og ruplandi um nýlenduríki og mætt síðan kurteysir heim í stofu.

Ég veit ekki hvernig hægt er að standa sig vel í stríði. Stríð eru í eðli sínu röng og maður stendur sig vel með því að taka ekki þátt í slíkum ósóma. Man ekki betur en að Bretar hafi verið forsvars menn þess að drepa saklausan almenning í Írak.

Það dugir ekki að breska þingið semji skýrslu og gagnrýni bresk stjónvöld harðlega ef þeir haga sér síðan eins og ruddar (bresk stjórnvöld). Alþingi Íslendinga hefur fram eftir vetri staðið sig afspyrnu illa en hefur þó verið að sækja í sig veðrið undanfarið með því að taka afstöðu á móti Icesave-ósómanum.

Sæll Björn Friðgeir. Framtíðar vætur gróði tels ekki með nema að hann sé færður sem goodwill. Lögin á Íslandi eru samin á alþingi og ræður ríkisstjórn á hverjum tíma hvaða lög er þar samþykkt en þú segir: Það er algert lágmark að hafa 8% eigið fé skv lögum.

Það er undir ríkisstjórninni komið hvert þetta hlutfall er. Ég endurtek það sem ég hef bent á áður. Sparisjóðirnir hafa komist af með mjög lágt hlutfall.

Nú eru óvenjulegir tímar og þeir sem þora ekki að grípa til óvenjulegra ráða eru ekki hæfir. Svo einfalt er það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.8.2009 kl. 23:51

9 identicon

Það eru alþjóðlegar reglur um eiginfjárhlutfall. 

Að ætla að reka banka á Íslandi í núverandi árferði með lágu eiginfjárhlutfalli er firra. Bankarnir eru ekki eins og lítill sparisjóður úti á landi. Það er ekki hægt að búa til goodwill si svona. Og ég hefði haldið að goodwill færslur í íslenskum fyrirtækjum síðustu ára sýndu hversu traustar þær færslur eru og þetta væri ekki til að reka traustar stoðir undir bankana.

Lestu nú athugasemdina mína upphaflegu aftur og áttaðu þig á að a) þú hafðir rangt fyrir þér um ástæðu fyrir innspýtingunni, b) innspýtingin er ekki gjöf til erlendra aðila. Þessi atriði voru þau sem ég var að leiðrétta úr færslunni þinni

Ég tek eftir því að þú telur ekki viðskiptafræði upp sem menntun.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:03

10 identicon

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 28. apríl, 2005 eftir undirritaðan

Gróði af stjórn



ÞAÐ hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum fjaðrafokið út af fyrirhugaðri sölu á Símanum. Þessi gullgæs hefur frá upphafi verpt eggjum fyrir sameiginlega sjóði og með því lækkað tekjuskattinn beint og óbeint á almenning samhliða því að vera einn af okkar þörfustu þjónum frá því að hestar voru aflagðir sem slíkir á síðustu öld.

Nú stendur til að selja gæsina góðu og fá hana til að verpa út um holt og heiðar, eða svo er sagt.

Einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að enginn einn aðili eða skyldir hagsmunaaðilar megi eiga meira en 30% atkvæða í Símanum.

Hér mætti spyrja hvað það sé sem hangi á spýtunni fyrir fjárfestana sem bíða eftirvæntingarfullir að komast yfir Símann?

Flestir eru því sammála, að til að stjórna fyrirtæki, þurfi aðilar að hafa forráð yfir meira en helmingi hlutabréfa. Sérstaklega á þetta við um lítil fyrirtæki sem fáir hluthafar eiga en ekki sjálfgefið um stóru fyrirtækin.

Þar nægir oft einum aðila að eiga 10%-15% til að stjórna því einn.

Aðrir hluthafar eru svo miklu minni og eiga því erfiðara með að halda hópinn til að gæta hagsmuna sinna.

Sem dæmi getur einn maður með milljarð króna í hlutabréfum komist í þá aðstöðu að stjórna 20 milljörðum sem eru í raun eign fjöldans innan fyrirtækisins.

"Gróði af stjórn" getur því hlaupið á tugum og upp í hundruð prósenta með alls kyns fríðindum, góðum starfslokasamningum fyrir sjálfan sig, samráði um upplýsingar af verðbréfamörkuðum, hrossakaupum við tengd fyrirtæki og síðast en ekki síst með því að ná sér í greiðslur fyrir sérstaka þjónustu. Hinir venjulegu hluthafar sjá hins vegar sjaldan hærri tölur en 5% til 15% sem tekjur af sinni fjárfestingu.

Ég tel skynsamlegast að þjóðin haldi í grunnnetið og það verði ekki selt með Símanum til að tryggja samkeppni út frá jafnræðisreglunni.

Það er full ástæða til að óttast um hag landsbyggðarinnar að hún verði látin sitja á hakanum ef gróðinn er ekki ásættanlegur fyrir milljarðamæringana eins og dæmin sanna.

Höfundur vill enda þessar vangaveltur með því að taka undir orð hæstvirts utanríkisráðherra Davíðs Oddssonar sem segir það varasamt fyrir fólk að taka lán vegna kaupa í Símanum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:14

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit ekki hverjar alþjóðlegu reglurnar eru um eiginfjárhlutfall en gæti sem best trúað að það sé ekki 8% en þú vilt kannski skýra það.

Við erum að tala um hlutfall ekki absolut tölu. Ef sparisjóður kemst af með tiltekið hlutfall þá kemst stór banki af með það líka að því gefnu að starfsemin sé áþekk.

Nei ég tel hana ekki upp en ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði. Numið hana við tvo háskóla.

Innistæðum þeirra sem áttu háar fjárhæðir í bönkunum á að bjarga með fjármunum skattgreiðenda og það er ólöglegt. Það er nú þegar búið að setja að mig minnir 200 milljarða inn á peningamarkaðsreikninga og myndi ég ætla að það gæti talist til eigin fjárs bankanna nema þá að þessir sjóðir hafi ekki verið hluti af starfsemi bankanna.

Ég veit satt að segja ekki rétt vel hvaða stöðu þessir sjóðir höfðu. Kannski hefur þessi 200 milljarða innspýting verið bein gjöf til útrásarvíkinganna.

Þú getur kannski útskýrt það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:20

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

PS. það má kannski benda á að Björgólfsfeðgar keyptu stóran hluta Landsbankans á 16 milljarða...Eigið fé hans hefur því ekki verið metið sérlega hátt á þeim tíma. Þá var Landsbankinn ríkisbankir rétt eins og þá og ég man ekki eftir að það hafi verið að flækjast fyrir mönnum hver væri eiginfjárstaða bankanna meðan þeir voru ríkisbankdar.

T.d. árið 1995.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:37

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps. aftur

Nei voru það ekki 12 milljarðar sem Björgólfsfeðgar keyptu bankann á og skulda enn 6 milljarða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:39

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Algerlega sammála því, að hókus pókus hagfræðing gangi ekki upp.

Eins og þú sagðir, getur það ekki annað en lækkað gengi krónunnar, að beita þeim aðferðum, sem ríkisstjórnin, mjög augljóslega hyggst beita.

Set inn, þá færslu um þessi mál, er ég skrifaði síðast:

-------------------------------------------------

Hægt er að auka innlendar tekjur ríkissjóðs beint, með hækkun skatta, og með því að auka hagvöxt.

  • A) Galli, heimskreppan stórlega dregur úr möguleikum til framtíðar hagvaxtar. Einnig, bendir flest til, að um nokkurt árabil í kjölfar kreppu, verði hagvöxtur skaðaður bæði á Evrusvæðinu og í Bandaríkjunum, þó meira á Evrusvæðinu. Þetta þýðir á mannamáli, að möguleikar okkar til hagvaxtar verða einnig skertir, þ.s. við getum ekki þrifist ef hagkerfin í kringum okkur, eru ekki að þrífast.
  • B) Annar galli, þ.s. ríkissjóður sjálfur hefur ekki útflutningstekjur, og við erum að tala um skuldir í erlendum gjaldeyri - verður að skipta krónutekjum í erlendan gjaldeyri. En það felur í sér þann galla, að mjög umtalsvert útstreymi af krónum er framkallað úr hagkerfinu. Annað hvort, dregur úr peningamagni í umferð, jafnt og þétt - sem væri mjög samdráttarmagnandi aðgerð - - en minna peningamagn, þýðir minna fjármagn úr að spila til að lána, og til allra hluta, einnig getur sú aðgerð orsakað verðhjöðnun - - eða að því er mætt með því að prenta krónur á móti. En, þá er verið að auka jafnt og þétt framboð af krónum, sem hefur þær afleiðingar að verðfella hana jafnt og þétt; og því meir sem þessari aðferð er beitt í meira mæli. Hætta, stjórnlaus óðaverðbólga.

Hin aðferðin er að framkalla afgang af gjaldeyrisjöfnuði, sem væri nægilegur til að borga af hinum erlendu lánum.

Kosturinn, við þá aðferð er sú, að verðgildi krónu fellur ekki. En, á hinn bóginn er nær ómögulegt, að viðhalda svo háum afgangi sem þarf, þ.e. á bilinu rúmlega 20% - rúmlega 30%.

  • A)Hafa ber í huga að slæmar hagvaxtahorfur í nágrannalöndunum, draga stórlega úr möguleikum okkar, til að viðhalda nægilegum gjaldeyristekjum.
  • B)Ísland, hefur aldrei í hagsögu landsins, haft jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð, yfir svo langt tímabil, sem þörf er á - þ.e. samfellt svo lengi.
  • C)Ísland hefur heldur aldrei í hagsögu sinni, haft gjaldeyrisjöfnuð í þeim hæðum.
  • D)Hagvöxtur, veldur alltaf neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði á Íslandi. Til að skilja af hverju, þá er hægt að benda á t.d. byggingaframkvæmdir, en til þeirra þarf að flytja allt inn, nema steypuna og mölina. Þannig, auknar framkvæmdir í steypu auka viðskiptahalla. Sama, á við um fjölmarga aðra starfsemi, í landin - starfsemi, sem yfirleitt fer í aukana, í hagvaxtarástandi.

Ég átta mig ekki alveg á, hvernig á að leysa þennan vítahring, þ.s. hið vanalega er, að halli á gjaldeyrisjöfnuði, verður sífellt meiri eftir því sem hagvöxtur eykst og þörf er á miklum hagvexti. Gengi krónu yfirleitt styrkist einnig, í hagvaxtarástandi, sem hvetur til innflutnings.

Annaðhvort stefnum við á stjórnlausa óðaverðbólgu, sbr. Þýskaland 3. áratugarins sem þá var einnig að glíma við mjög hár gjaldeyrislán, eða að einfaldlega að íta skuldunum stöðugt á undan okkur. Sú leið, er einnig leið þjóðhagslegs gjaldþrots.

En, er ekki hægt að halda krónunni einfaldlega svo lágri, að þetta reddist? 

Ef á að viðhalda einhvers konar viðvarandi lággengi krónu, eins og bent hefur verið á sem hugsanlega lausn, þá myndi það hafa mjög lamandi áhrif á alla innlenda starfsemi, og um leið skaða hagvöxt og einnig almennt atvinnustig. Þá erum við að tala um viðvarandi ástand, lágs hagvaxtar og lágs atvinnustigs, og um leið lélegra lífskjara. Menn meiga ekki gleyma, að ef lífskjör verða um langt árabil, mjög mikið skert, í því skyni að tryggja nægilegann gjaldeyrisafgang - aðferðin að tryggja hann með því að fólk hafi ekki efni á að flytja inn eða fjárfesta - þá má búast við fólksflótta úr landinu og stöðugu tapi hæfileikaríkra einstaklinga til útlanda.

Áttið ykkur á, að við erum að tala um 10 - 15 ár. Hver ykkar myndi ekki flytja úr landi, við slíka framtíðarsýn?

Athugið einnig, að þ.e. með engu móti augljóst, að með þeim hætti verði hægt að standa undir skuldum. Það er alveg eins líklegt, að þetta verði reynt um nokkurt árabil, en án þess að það takist að borga niður skuldasúpuna, þannig að hrun komi einfaldlega seinna.

Niðurstaða:

Við verðum að leita nauðasamninga við lánadrottna okkar. Ég get ekki séð annað, en það sé sennilega skásta leiðin að reyna að fá niðurfellingu skulda að hluta. Sannarlega, eru skuldunautar ekki áhugasamir um slíkt, en þ.e. betra fyrir þá að fá borgað minna heldur en ekkert. Skuldir okkar eru einfaldlega það háar að þjóðfélagslegur kostnaður Íslendinga, við það að streytast við að borga þær, verður einfaldlega of hár. Við getum staðið frammi fyrir alvarlegasta fólksflótta vanda úr landinu, síðan á árunum milli 1880 og 1890.

---------------------------------------------------

Neyðarlögin, voru sennilega mjög alvarleg mistök. Ekki síst sú ákvörðun, að ábyrgjast allar inneignir óháð upphæð. Þ.e. alveg örugglega rétt hjá þér, að bankarnir hafa síðan verið fjárhagslega í stórum mínus.

Ekki má heldur gleima, öllum zombí fyrirtækjunum, sem rekin eru af bönkunum, í veikri von um að hlutirnir batni seinna, svo ekki þurfi að afskrifa megnið af skuldum þeirra. Punkturinn, er ekki síst sá, að uppihald þetta kosta bankana mjög mikið. Getur verið skýring þess, að þeir séu reknir með "eye watering" 8 milljarða halla á mánuði. En, sá gríðarlegi halli, getur einnig stafað, af óhagstæðri gengisþróun, að stórum hluta.

Annar punktur, er sá að með þessu eru atvinnuleysistölur, í reynd falsaðar.

Einn punktur enn, þessi eigið fjár innspýting til bankanna, getur vart enst lengra en fram á mitt næsta ár, ekki einungis vegna hallans, heldur einnig vegna geigvænlegrar þarfar, fyrir afskriftir.

Ég óttast, að ríkisstjórnin, hafi aukið mjög vanda okkar með nýlegum samningum við kröfuhafa, einmitt eins og þú segir, með því að yfirtaka of mikið af slæmum lánum, en - - ekki síst vegna þess, að hinn svokallaði eignarhluti erlendra aðila, var víst alls ekki þ.s. haldið hefur verið fram, ef marka má þessa grein: <veit að AMX er íhaldið, en þeim getur ratast satt orð á tönn>

Misheppnaðir samningar við erlenda kröfuhafa nýju bankanna

Pistill eftir Ágúst Þórhallsson

http://www.amx.is/pistlar/8583/

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.8.2009 kl. 01:34

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þú ert snillingur að finna bjánana.

En bjánar eiga von.  Þetta er eins og Maríubænirnar í gamla daga.  Að lesa grein þína í 45 skipti, og Björn og Andri, þeir munu þroskast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 01:58

16 identicon

Innistæðurnar voru verndaðar með neyðarlögunum sem breyttu forgangsröð krafna í þrotabúin. Þeim er ekki verið að bjarga með þessum eiginfjárframlögum.

Gömlu ríkisbönkunum var sífellt verið að bjarga með framlögum úr ríkissjóði. Er ekki skárra að reyna að reka Landsbankann (sem verður eini ríkisbankinn) með almennilegu eigin fé og sem venjulegt fyrirtæki en að hafa það í núlli og eiga alltaf á hættu að þurfa dæla meira inn?

 Ómari Geirssyni þakka ég hrósið.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:19

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn Friðgeir ég er ekki að mæla með að bankar séu almennt reknir á núlli. Ég tel þó að það sé verið að FÓRNA allt of miklu til þess að redda bönkunum, redda krónunni og redda traustinu (sem er gervifyrirbæri) í þessu tilfelli.

Stjórnvaldið hleypur um eins og hauslausar hænur með patent lausnir AGS og vílar ekki fyrir sér að fórna því að landið verði efnahagslega býlt fyrir afkomendur okkar fyrir þessar reddingar.

Ég segi skítt með krónuna og skítt með bankanna. Ef menn fara að hrista af sér slenið og byggja upp atvinnuvegi og útflutning mun það skila sér í betri bönkum og betri krónu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 13:26

18 identicon

Eins og planið liggur fyrir verður eingöngu lagt til eigið fé í Landsbankann, jú og 13% í Kaupþingi. Það verður eign, en ekki hent út í bláinn, amk meðan bankarnir verða reknir með einhverjum hagnað.

Hvað annað sem þú ert hér að ræða hef ég ekki skoðun á sem er nógu mikilvæg til að koma á framfæri, vildi bara leiðrétta þessi tvö atriði hjá þér í upphaflegu greininni þar sem það var rangt með farið.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:50

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn Friðgeir Davíð Oddson setti 520 milljarða í Kaupþing í haust. 200 milljarðar voru settir í peningamarkaðsbréfin. Tell satt að segja að nóg hafi verið að gert og að bankarnir eigi að vinna sig upp sjálfir.

Það er í raun óþolandi hvað það er mikill ríkiskommúnismi ríkjandi meðal bankafólks.

Mín skoðun er að ef stjórnendur bankanna geti ekki byggt þá upp eigi þeir ekki rétt á sér

En ég þakka þér fyrir málefnalegt innlit en hefði þó gjarnan vilja fá svar við þeirri spurningu hverjar eru alþjóðareglurnar um eigiðfjárhlutfall almennra banka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 14:32

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Ekkert að þakka hrósið enda var það ódýrt.

En ég biðst afsökunar á orðum mínum.  

Þó taumur Andra með breskum hagsmunum sé mér ekki að skapi, þá réttlætir það ekki orð mín og þú dróst alsaklaus inn í dilkinn.

Og Andri Geir.  Það var ljótt hjá mér að segja það sem ég hugsaði.  Jón Lárusson orðaði þessa hugsun miklu smekklegri í morgun í öðrum þræði.  Öllum er vissulega í sjálfsvaldi sett að ganga fyrir björg að ótta við barsmíðar en ljótleikinn í málflutningi ykkar Borgunarsinna er sá að þið viljið henda blásaklausu fólki fyrir björgin. 

Til þess hafið þið engan rétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 16:23

21 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Það er alveg rétt að við höfum engan rétt til að henda  blásaklausu fólki fyrir björg enda höfum við aldrei lagt til þess. En við höfum rétt á okkar skoðunum alveg eins og þú.  Ég virði þínar skoðanir og les þær af yfirvegun þótt ég sé ekki sammála mörgu sem þú skrifar.  Það væri þunnt lýðræði þar sem allir væru sammála.  Ég vona svo sannarlega að "ekkiborgunarmenn" hafi gott uppbyggingarplan sem virki.  Ég hef mínar efasemdir en öll stefnum við að sama markmiði þótt leiðir séu mismunandi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 17:18

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andri.

Já, ég biðst afsökunar á bjánagang mínum.  

En því miður er grundvallarmunur á markmiðum okkar og ég get ekki að því gert að mér finnst þú ákafur talsmaður þess að fleygja saklausum fyrir björg.

Það er ekki nema ein leið í ICEsave deilunni og hún er að gera það sem er rétt samkvæmt lögum.  Og um leið þarf að virða stjórnarskrá Íslands og mannréttindi þjóðarinnar.

Núverandi ICEsave samningur er ekki bara óréttlátur, hann er líka rangur samkvæmt íslenskum lögum, samkvæmt lögum EES um rétta málsmeðferð á ágreiningsefnum (í okkar tilfelli ESA og EFTA dómstólinn), samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar þar sem einmitt er skýrt kveðið á um að aðildarríki eru ekki ábyrg fyrir innlánstryggingum, og samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu svona svo eitthvað sé talið upp sem ICEsave nauðungin brýtur gegn.

Það er aðeins ein leið fyrir íslensk stjórnvöld að löghelga þennan samning, en það er rökstuddur dómur EFTA dómstólsins eftir úrskurð ESA.  Slíkur dómur er ekki til, hvað þá að málið sé í kærumeðferð.  

Og ein að grunnforsendum siðmenningarinnar er að láta ekki undan ranglátri kúgun.  

Hvað kemur í staðinn spyrð þú.  Vonandi réttlæti og vitræn efnahagsstjórnun.  

Þú ert einn af þeim sem telur að kostnaðurinn við að hafna ICEsave sé svipaður eða meiri en að samþykkja hann.  Ég er ekki sammála þér  í því en það kemur samt málinu ekki við.  Þjóð, sem samþykkir óréttláta kúgun, til að forða sér frá tímabundnum þrengingum, getur alveg eins strax gefið eftir sjálfstæði sitt, forsenda sjálfstæði er að standa á rétti sínum. 

Og kostnaður höfnunar er allur háður mati á óvissri framtíð.  Nauðung ICEsave er þekkt stærð.  Þú fremur ekki sjálfsmorð, þó þú vitir að brennda grillkjötið þitt um helgina, getur hugsanlega valdið ólæknandi krabbameini og þjáningum seinna meir.  

Kallast heilbrigð skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 19:42

23 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Ég get tekið undir margt sem þú segir hér að ofan og ekki ætla ég að taka hanskann upp fyrir Svavari eða þessum samningi. Hann er vondur eins og ég hef margt oft sagt.

Hins vegar verð ég að líta á raunveruleikann og þá stöðu sem við erum í.  Ef við gætum farið aftur í tímann væri hægt að gera hlutina öðru vísi.  Ég er ekki sammála þér um dómstólaleiðina ekki vegna þess að hún sé ekki rétt, það er hún í fullkomnum heimi en við lifum ekki í fullkomnum heimi og getum ekki beðið eftir dómi.  Auðvita er þetta hart og það svíður, en stundum verður maður að taka hundsbiti og halda ótrauður áfram.  

Ég er einfaldlega að líta á málið frá praktískum sjónarmiðum og meta líkurnar á bestu hagfræðilegri útkomu fyrir landið næstu 10 árin.  Ég skil vel að fólk noti orð eins og "kúgun og nauð" en mér finnst þau ekki hjálpa okkur hér og nú.

Ég verð víst að segja við menn á þessu bloggi, "við erum sammála um að vera ósammála"

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 20:13

24 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Icesave er ekkert hundsbit sem gerir okkur kleift að halda áfram. Icesave er náðarhöggið og endalok þeirrar þjóðmenningar sem við þekkjum.

Þetta segi ég út frá praktískum sjónarmiðum og meta líkurnar á bestu hagfræðilegu útkomu næstu 10 árin.

Ég skal telja upp fyrir þig nokkrar hagfræðilegar stærðir:

600 milljarðar leita úr landi vegna jöklabréfa

200 milljarða skuld vegna gjaldeyrislána

600 milljarðar gjaldeyrislán

400 til 1.000 milljarðar Icesave

1.000 milljarðar skuldir sveitafélaga og orkufyrirtækja

250 til 300 milljarað skuldir stóriðjunnar

Þetta er bara það sem ég man í augnablikinu.

En það er einn hópur sem skuldar EKKERT í erlendum bönkum og það eru þeir sem borgunarsinnar vilja að borgi Icesave en það eru fjölskyldurnar í landinu

Ég tek undir með Ómari það á ekki að henda saklausu fólki fram af björgum til þess að redda sérhagsmunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 20:31

25 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Einmitt, og hvernig ætlum við að endurfjármagna þessi lán ef við höfnum Icesave?  Hvað gerum við ef lánadrottnar kalla inn sín lán eða kalla eftir meiri veðum?  

Ef við fáum engin ASG lán eða Norðurlanda lán þá mun ríkið ekki getað staðið við sínar skuldbindingar og lánstraustið félli niður í rusl.  Hvað gerist  þá með fyrirtæki eins og Landsvirkjun?  Hvernig ætlum við að byggja upp okkar efnahag án fjármagns.  Það setur enginn neinn á launaskrá nema að hafa fjármagn til að borga út um hver mánaðarmót.  Er lausnin að prenta meiri krónur eins og Þýskaland gerið á Weimer tímanum?

Það er alveg rétt hjá þér að ég er að gæta sérhagsmuna.  Nefnilega sérhagsmuna þeirra sem eru atvinnulausir og þyrstir eftir launaðri vinnu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 20:45

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andri.

Því miður þetta mál alltof alvarlegt til að menn hafi efni á því að vera sammála um að vera ósammála.

Og skoðanir mínar eða þínar koma málsmeðferð málsins ekkert við.  Málsmeðferðin er lögbundin samkvæmt EES samningnum og er hún er ekki farin þá er allir hugsanlegir samningar ólöglegir.  Og það er rangnefni, fundin upp af uppgjafarfólki, að kalla þann kafla  EES samningsins, sem fjallar um meðferð ágreiningsmála, dómstólaleið.  Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA dómstóllinn eru einar af grunnstoðum EES samningsins.  Kvarti ESA ekki og EFTA dómstóllinn fellir ekki upp úrskurð gegn íslensku lögunum um tryggingasjóðinnstæðna, þá gilda þau lög.  Og þar með eru fjárskuldbindingar allra ICEsave samninga ólöglegar. 

Og við megum heldur ekki gleyma því að Ísland skuldbatt sig við undirskrift EES samningsins að lúta ákvæðum samningsins, þar á meðal þessum kafla hér:

Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Sbr. 166. gr. Rs

32. gr.


EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu í málum er varða lausn deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja um túlkun eða beitingu EES-samningsins, samningsins um fastanefnd EFTA eða samnings þessa.

Sbr. 170. gr. Rs

33. gr.


Hlutaðeigandi EFTA-ríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómum EFTA-dómstólsins.

Aðeins bein þvingun til dæmis vopnuð árás eða ígildi hennar geta réttlætt það að íslenska ríkið brjóti EES samninginn og íslensku stjórnarskrána og samþykki einhverja lausn í ICEsave deilunni, sem er ekki samræmi við þann lagatexta sem ég benti þér á.

Og hvar er sú þvingun?????   Hvað vitum við hvort vilji stjórnvalda byggist ekki á lögmálinum um asna klyfjaða gullsekkjum????

Andri.  Lög eru lög og jafnvel áhugamenn um "bestu hagfræðilegri útkomu fyrir landið næstu 10 árin" verða að virða þau.  Eitthvað getur verið hagfræðilega skynsamlegt, til dæmis að stórauka innlenda kannabisræktun til að spara gjaldeyri, en ef það er ólöglegt, þá nær það ekki lengra.  Réttarríkið er æðra hagfræðinni..

Og þetta eiga núverandi ráðamenn að vita.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 20:52

27 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri það er aumt fyrirtæki og á ekki rétt á sér sem þarf að taka lán til að greiða laun starfsmanna. Tilgangur fyrirtækja er að viðhalda sjálfum sér og það gera þau best með því að forðast ofurskuldsetningu nema í sérstökum tilvikum.

Fyrirtæki sem eiga rétt á sér afla tekna til þess að greiða út laun.

Hvað varðar skuldir Landsvirkjunnar þarf að beina sjónum að stóriðjunni. Leynisamningar sem gerðir hafa verið við stóriðjuna af hálfu Landsvirkjunnar skila tapi. Það þarf auðvitað að byrja á því að reka forstjórann sem augjóslega hefur ekki stjórnvisku og sópa spillingunni út úr Landsvirkjun. Ráða hæfann einstakling yfir stofnunina og þá er ég ekki að meina Össur eða annan klíkuráðinn heldur aðila sem hefur vit á fjármálum.

Leysa þarf hvern vanda fyrir sig en á annan hátt en að sæta kúgun erlendra þjóðríkja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 21:53

28 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Eftir sem áður er spurningunni hvernig Ísland ætlar að endurfjármagna sig ef Icesave er fellt ósvarað.

Ómar,

Ef þetta er svona einfalt af hverju í ósköpunum hafa stjórnvöld ekki farið í mál 10 mánuðum eftir hrun?

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 22:02

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andri.

Það er ekki okkar að fara í mál.  Það er þeirra sem telja okkur hafa brotið EES samninginn.  

Og standist ekki okkar lög, þá ber ESA skyldu til að kæra okkur til EFTA dómsstólsins, sbr.  

Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að á meðan reglur réttarríkisins gilda þá er það rangt að halda því fram að Ísland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum.  Um það hefur enginn dómur fallið.

Samt fullyrtu ýmsir ráðamenn (lesist Samfylkingin) í haust að  Ísland væri skuldbundið að greiða ICEsave ábyrgðirnar.  Þetta fullyrða líka margir háskólakennarar og margir fjölmiðlamenn, þar á meðal allir ritstjórar dagblaðanna.  Loks kom þessi lygi fram í greinargerð ICEsavesamningsins, þannig að margir embættismenn eru þessarar skoðunar.

Af hverju er þetta svo??  Sagan kennir að þegar fólk heldur fram skoðunum andstæðum lögum og reglu, í máli sem varðar grundvallarhagsmuni þjóðar sinnar, og skoðun þess er til stuðnings kröfum erlendra ríkja gegn þjóð sinni, þá eru skýringarnar á slíku háttalagi aðallega tvennskonar.

Sú fyrri tengist asnanum með gullklyfjarnar og sú seinni hefur með hugmyndafræði að gera.  Ef þú samsinnar þér hugmyndafræði árásaraðilans þá eru líkindi til að þú styðjir stefnu hans eftir fremstu getu.  Slíkt gerðu til dæmis margir Finnskir kommúnistar 1939.

En af hverju þjóðin sér ekki í gegnum svikin og allt það fals sem dreift hefur verið í gegnum fjölmiðlanna, er mér óskiljanlegt.

En ef skýringin er þvingun, þá að segja hana berum orðum en ekki þessar endalausar réttlætingar á gjörðum bretanna.  Síðan er  það þjóðin ein sem getur breytt stjórnarskránni á þann veg að ICEsave Nauðungin verði lögleg samkvæmt stjórnarskránni, en hún getur aldrei gert þá gjörð löglega samkvæmt EES samningnum og þeim mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist að framfylgja.

Þannig að ég skil ekki stefnu núverandi ráðamanna en ég vona að ólögin og svikin hafi með hugmyndafræði að gera, en ekki mútur.  Það er aðeins minna aumara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 22:33

30 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri varðandi endurfjármögnun.

Lán eru til þess að greiða af þeim en ekki endurfjármagna. Ef við tökum ekki á okkur óþarfa skuldbindingar er allt eins líklegt að við þurfum ekki að endurfjármagna.

Yfirvöld forðast þessa sýn á vandamálinu. Ræða hana aldrei. Icesave samningurinn dregur úr líkum á því að standa skil á öðrum lánum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 23:31

31 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Hvernig ætla íslensk fyrirtæki að greiða upp sín lán?  Landsvirkjun getur það ekki.  Kíktu í bókhald helstu fyrirtækja landsins og líttu á sjóðsflæðið og berðu saman við skuldir á efnahagsreikningi.  

Án endurfjármögnunar fer Landsvirkjun í þrot og erlendir aðilar gera kröfu um að taka það fyrirtæki upp í skuld.  

Yfir 30,000 fjölskyldur skulda meir en þær afla.  Hvað segir þú við þetta fólk:

Lán eru til þess að greiða af þeim en ekki endurfjármagn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 07:11

32 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flott umræða. Með ykkur þremur, Jakobínu, Andra Geir og Ómari hinum norðfirska myndi ég gjarnan setjast niður og finna leiðir til að koma okkur úr þessum vanda sem okkur var komið í. Þið eruð frábær.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 10:00

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Arinbjörn.

Andri ef þetta er raunin þá eykur þú vandann með því að taka á þig ólöglegar skuldbindingar.  Þú borgar ekki Visa með Euro.  Ráði þjóðin ekki við núverandi skuldbindingar, þá semur hún um þær.

Og mér þykir það skrítin speki hjá þér að Landsvirkjun sé gjaldþrota þegar aðal röksemdin fyrir ICEsave glæpnum sé sú að Landsvirkjun fái ekki nýlán til frekari virkjanaframkvæmda vegna ICEsave deilunnar.  Hafir þú rétt fyrir þér þá er eitthvað mikið að heilabúi ráðamanna okkar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2009 kl. 11:03

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir það þýðir ekki að lufsast áfram með þetta kerfi sem búið er að sanna sig að stenst ekki.

Hvað varðar fjölskyldurnar í landinu mætti byrja á því að leiðrétta útreikningana á lánum þeirra. Það virðist ríkisstjórninni andsnúið. Nei hún ætlar að styðja áframhaldandi ólögmæta eignarupptöku hjá einstaklingum.

Það er algjör barnaskapur að halda að það að samþykkja Icesave sé stuðningur við íslenskar fjölskyldur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 14:56

35 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Þú hittir naglann á höfðið.  Venjulega borgar maður ekki Visa með Euro en Icesave er sértilfelli og hér er okkur sagt að borga Visa með Euro fyrr getum við ekki samið um okkar skuldir.   Það er alveg rétt að við munum ekki ráða við þessar skuldir sama hvort við samþykkjum Icesave eða ekki.  Hins vegar erum við ekki komin á þann tímapunkt og þar sem Visa okkar er með gildistíma til 09/09 en Euro 09/16 þá borgum við Visa með Euro og kaupum okkur tíma, betri greiðslufrest og hærri úttektarheimild.  

Auðvita er þetta ófullkomin lausn og hér er eingöngu verið að ýta vandamálinu á undan sér en annað er ekki í boði.

Ps. Takk Arinbjörn

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 16:04

36 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Andri Geir. Breska ríkisstjórnin greiddi breskum innistæðueigendum allt að 100.000 evrur úr breska ríkissjóðnum sem er fjármagnaður af breskum skattgreiðendum.

Bresku innistæðueigendurnir greiða skatt í breskan ríkissjóð og eiga þess vegna kröfu um þjónustu frá ÞESSUM ríkissjóði. Annað þarfa að sanna óvéfengjanlega.

Nú ætlar ríkisstjórn Íslands sem á að standa vörð um íslenskan ríkissjóð sem fjármagnaður af íslenskum skattgreiðendum að samþykkja að fjármagna breskan ríkissjóð vegna ákvörðunar sem bresk yfirvöld hafa tekið um að bæta breskum fjármagnseigendum langt umfram hámark, þ.e. upp að 100.000 evrum.

Engan veginn liggur fyrir hvert fjármunir sem innheimtust í gegn um Icesave hafa farið.

Er verið að gera kröfu um að Íslenskir skattgreiðendur bæti fyrir glæpi rússnesku mafíunnar?

Hvers vegna vilja Bretar ekki aðstoða við rannsókn þessa máls?

Hvers vegna ruku Bretar ekki af stað í haust með Interpool í fararbroddi til þess að afhjúpa hvert peningarnir flæddu?

Hversu stór er glæpurinn og hverjir eru þátttakendur?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 16:17

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri,,,vandinn, sem þú tekur ekki tillit til, eru ákvæði samningsins, t.d. það sem kveður á gjaldfellingu lánsins ef við lendum í vandræðum með önnur lán.

T.d. verður mjög erfiður útborgunardagur árið 2011, yfir 100 milljarða útborgun.

Einnig, það að ganga má þá að eignum í eigu Ísl. ríkisins hérlendis.

--------------------------------------

Þetta, gerir það hættulegra að samþykkja þennan samning, en að hafna honum jafnvel þó það þíddi snarlegt gjaldþrot okkar.

Því þá, værum við ekki búin að semja af okkur innlendar eignir ríkisins. Einungis, erlendar eignir þess, þ.e. í Hollandi og Bretlandi, væru hugsanlega í hættu. Þ.e. hægt að lifa það áfall af,,,en ekki hitt áfallið.

Þaðan yrði aldrei snúið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2009 kl. 17:07

38 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andri.

Beið eftir þessu svari.

Kjarni þinnar villu.  Hvað gerist ef enginn vill semja?  Vissulega fást ekki ný lán hjá gömlu lánardrottnunum en það eru fleiri fiskar í sjónum.  Þess vegna er það ekki hagsmunir þess sem lánar að íslenska ríkið og fyrirtæki þess eins og Landsvirkjun hætti að greiða.  Þess vegna semja menn.

Núverandi kröfuhöfum er alveg sama um breska áhættufíkla.  Þeir hafa aðeins áhuga á sínum lánum.  ICEsave greiðslurnar draga úr getu þjóðarbúsins til að standa í skilum með önnur lán.

Þar er vandinn!!!!!!!!!

Ef þú vilt vera skilamaður þá bætur þú ekki við lánin þegar þú ert í greiðsluerfiðleikum.

Ekki nema þú sért fífl.

Á Íslandi er samheiti þess orðs, Samfylkingarmaður.  

Því miður er heimska alltaf heimska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2009 kl. 01:37

39 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Undir venjulegum kringumstæðum er þetta rétt hjá þér en Icesave er aðeins flóknara en þetta.  Þetta er líka prófsteinn í augum alþjóðasamfélagsins hvort við stöndum við okkar alþjóðaskuldbindingar.  Það er blekking að það séu aðrir fiskar í sjónum.  Ef AGS lánar okkur ekki mun enginn annar gera það.  Til hvers ættu fjármagnseigendur að setja sitt samband sitt við ESB í uppnám til að lána til Íslands.  Hvað getur Ísland boðið fjármagnseigendum sem eru aðeins að ávaxta sitt pund eins vel og þeir geta á sem áhættuminnst hátt?  

Þjóðhagsreikningar eru ekki sambærilegir við heimilisbókhaldið.  Það sem þjóðir eru að gera núna er að dæla peningum inn í hagkerfið til að örva það.  Ef við ætlum nú eingöngu að fara að borga skuldir án endurfjármögnunar hrinur kerfið hér. 

Lán ASG og Norðurlandann er lífsnauðsynlegt svo hægt sé að halda upp lágmarks velferðarkerfi.  Vandamálið er að kostnaðurinn er gífurlegur.  

Það getur vel verið að það sé "heimska" en sú heimska að varðveita velferðarkerfið og koma hagkerfinu af stað er betri en velferðar og efnahags hrun.  

Ég kalla þetta realpolitik.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.8.2009 kl. 08:00

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andri.

Allt það sem þú segir mun gerast ef við borgum ICEsave vegna ólöglegrar kúgunar.  Bæði Jón Daníelsson og Michael Hudson hafa fært fyrir því mjög góð rök, frá mismunandi sjónarmiðum þó.

Málstaður Evrópu er enginn ef hann setur deiluna ekki í lögbundinn feril sem kveðið er á um í EES samningnum.  Og skriffinnar Brussel hafa ekki þetta ægivald sem þú talar um.  Jafnvel Bandaríkin, sem þó hefur raunverulegt ægivald, stoppar ekki viðskipti, þar með talið fjármagnsviðskipti, við lönd sem það hefur vanþóknun á.  Peningar leita alltaf þangað sem viðskipti er að fá.

Og það eru viðskipti og framleiðsla sem halda uppi velferðarkerfinu.  Ekki lántökur.  Vissulega þarf endurfjármögnun en hún mun veitast því það eru hagsmunir skuldaeiganda okkar að veita hana.  En veiti þeir hana ekki þá mun Ísland borga af lánum sínum eftir getu, ekki eftir kúgun.

Og hvernig þú færð það út að það styrki velferðarkerfið að taka út úr því gífurlegar fjárhæðir árlega vegna óþarfa fjármagnskostnaðar er mér með öllu skiljanlegt.  Lán IFM og hin lánin eiga ekki að fara í velferðarkerfið.  Þau eru hugsuð til styrkingar gjaldeyrisforðanum.  Heimskulegasta leið sem heimskir menn geta fundið upp á.  

Aðeins nettó útflutningstekjur skapa gjaldeyrisforða.  Þínl leið skapar mínus sem mun ekki gera neitt annað en að gera allan slæman vanda, óviðráðanlegan.

Andri.  Hættu að trúa á Boogie man.  Hann er aðeins þjóðsaga.  Það eru ekki eintóm skrímsli þarna úti, trúðu mér.

Og réttlæti er forsenda siðmenningarinnar.  

Og takk fyrir umræðuna.  Lokaorðin eru þín.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 5.8.2009 kl. 09:12

41 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Sömuleiðis takk fyrir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.8.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband