Skrípaleikurinn í stjórnarráðinu

Nýjustu fréttir á eyjunni:

Bretar og Hollendingar munu ekki ganga að auðlindum Íslands ef ekki tekst að greiða Icesave.

Hversu barnalegur getur formaður fjárlaganefndar verið?

Ef samningur gefur Bretum og Hollendingum tækifæri til að hirða auðlindir þá gera þeir það.

Það er ekkert að marka það sem Bretar og Hollendingar segja núna. Núna segja þeir hvað sem er til þess að fá Íslendinga til þess að undirrita samning sem þeir ætla sér eitthvað með.

Ef samningurinn opnar fyrir það að þeir geti hirt auðlindir á munu þeir gera það. Mannasiðir skipta þá engu máli þegar þeir vilja komast yfir eitthvað. Eða hefur framkoma Breta í Írak farið fram hjá einhverjum. Framkoma þessara landa á nýlendum.

Þetta eru þjóðir sem eru fátækar af auðlindum og nærast því eins og sníkjudýr á öðrum þjóðum. Það er eðli þeirra og menning.

Það er eitt að eiga viðskipti og annað að herja á önnur lönd til þess að komast yfir það sem sóst er eftir.

Ákkúrat núna er Ísland þolandi hryðjuverka árásar af hálfu AGS, Hollendinga, Breta og ESB.

Formaður fjárlaganefndar er ótrúlega barnalegur og hefur ekket í þessa erlendu valdhafa að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum enn og aftur komin að þeirri kröfu hér að það sé gengið frá þessum skuldbindingum undir og með aðstoð hlutlauss dómsstól.

Hvenær ætla ráðamenn að átta sig á þessu ?

Þá yrði þetta nelgt niður með löglegum samning.  Ekki froðusnakki.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 14:56

2 identicon

Ef ekki á að fara eftir samningunum þá...

eiga allir...

heilvitamenn...

að sjá

að þarð þarf að standa upp frá málinu...

og snúa sér að því að finna aðra lausn!

Það er í besta falli hálfvitagangur...

að halda áfram að ræða rikisábyrgð...

ef samningarnir eiga ekki að gilda eins og þeir líta út!

Samningur er ekki undirritaður, samþykktur með ríkisábyrð ef til hliðar við
hann eru yfirlýsingar um að hann gildi ekki

nema..

að hluta.

Þetta er ekkert annað en fíflagangur og blekkingar til að þröngva ríkisábyrgðinni gegnum þingið!

Hvet alla til að skrifa þingmönnum bréf og gera þeim skýra grein fyrir því að fólk lætur ekki blekkja sig með svona vitleysisgangi.

Helga (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 15:17

3 identicon

Það er verið að gera klárt að ICESAVE  samningurinn verði samþykktur á alþingi í þessum mánuði. Þetta er bara fyrsta útspilið eftir verslunarmannahelgina Stjórnmálamenn hafa hingað til ekki þurft annað en svona barnalegar yfirlýsingar til afla sér fylgis hjá landsmönnum við málefni eða til að koma sér áfram í kosningum. Því ætti það að breytast núna??

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína og takk fyrir að vekja athygli á fíflskunni. 

Þegar ég las þessi ummæli á textavarpinu núna áðan þá flaug í huga mér hvort engin takmörk væri á þeirri vitleysu sem ráðamenn geta látið út úr sér og fréttamenn RUV senda frá sér gagnrýnislaust.  

Það er innihald samningsins sem ræður, ekki orð og yfirlýsingar þeirra sem gerðu hann.  Fréttamaður, sem áttar sig ekki einu sinni á þessum grunnstaðreyndum, á ekkert erindi í sitt starf. 

Ég hélt að gagnrýnislaust endurvarp rangra yfirlýsinga ráðamanna væri eitthvað 2007.  Hrunið í haust hefði kennt fréttamönnum ný vinnubrögð.  En ég er farinn að efast um að svo sé.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.8.2009 kl. 16:39

5 identicon

Hér kemur nýjasta barna dæmið frá stjórnmálamönnunum hér fyrir neðan. Þeir hljóta að auka við fylgið sitt blessaðir þar sem þeir eru svo hreinlyndir og segja hvað þeir meina  og það skemmir ekki að þeir hafa svo  margar lausnir í farvatninu vá og vá ég kýs þá í næstu kosningum. Eða hvað? Nei takk læt ekki hafa mig að fífli takk.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Fréttablaðið stendur vaktina með þeim sem þeir telja málsmetandi hverju sinni eins og fyrri daginn.

Vísir, 03. ágú. 2009 18:43

Forkastanlegt og heimskulegt lögbann

mynd
Álfheiður Ingadóttir er harðorð í garð lögbannsins. Mynd/ Stefán.

Helga Arnardóttir skrifar:

Lögbann Kaupþings á fréttaflutning Ríkisútvarpsins um lánamál stærstu viðskiptavina bankans er forkastanlegt og heimskulegt segir formaður viðskiptanefndar Alþlingis. Hún segir að ef breyta þurfi lögunum um bankaleynd til að koma í veg fyrir svona vitleysisgang þá sé það brýnt.

Lögbannið sem sett var á fréttaflutning Ríkisútvarpsins síðastliðinn laugardag að beiðni Kaupþings hefur vakið hörð viðbrögð bæði í netheimum og víðar. Lögbannið á eingöngu við fréttaflutning Ríkisútvarpsins upp úr lánayfirliti Kaupþings sem lekið var á netið fyrir skömmu. Álfheiður Ingadóttir formaður viðskiptanefndar Alþingis segir lögbannið forkastanlegt.

Stofnaður var hópur á facebook sem ber yfirskriftina hættum viðskiptum við Kaupþing og hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig. Þá lýsti Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra því yfir á heimasíðu sinni í dag að bankaleynd sé siðleysi af hæstu gráðu og henni eigi að aflétta af öllum fjármálastofnunum ekki eingöngu Kaupþingi heldur líka Landsbankanum og Sparisjóðunum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en dómur kemur í staðfestingarmáli um lögbannið en Kaupþingsmenn hafa viku frá því að lögbann er lagt á til að höfða málið.

Þá náði Fréttastofa í Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings í dag en hann sagðist ekki hafa áhuga á að tjá sig um málið að svo stöddu. ''



 

B.N. (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband