Tilskipun ESB orðrétt: getur ekki gert aðildarríkin...ábyrg gagnvart innistæðueigendum...

Greinin í heild sinni hljómar svona:

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum, viðurkenndum af stjórnvöldum. sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanir sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálanna í þessari tilskipun.

Þarna segir að yfirvöldum beri skilda til að koma á fót einu eða fleiri kerfum (tryggingasjóði fyrir innistæður) og að þessi/þetta kerfi ábyrgist innlán í samræmi við skilmála tilskipunarinnar.

Islendingar uppfylltu þessi skilyrði. Komu á fót tryggingarsjóði sem þau mega ekki samkvæmt tilskipuninni veita ríkisábyrgð.

Þetta er regluverkið sem var í gildi þegar bankarnir hrundu.

Nú krefjast Bretar og Hollendingar þess að þeir láni tryggingarsjóði og að Íslendingar veiti sjóðnum ríkisábyrgð þótt það sé brot á tilskipun ESB.

Ef gengist verður við þessu hvað er þá að marka aðrar tilskipanir, aðrar reglur og önnur lög.

Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur er verið að þurka út með einu pennastriki marktækni laga. Eftir situr öngþveiti. Nú þegar má merkja upplausn og hún kemur til með að magnast.


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar 48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jakobína, segðu mér alveg hreint út: Ertu að djóka ?

Þetta er í annað sinn (minnir mig) sem þú kemur með þessa fullyrðingu.  En þarna kemur einmitt fram hvað geti forðað ríkjum ábyrgð.  Nefnilega að neytendur fái bætur sem rammalögin (e.directives) kveða á um.   

Það kemur skýrt fram hvaða rettindi neytendum eru tryggð í rammalögunum.  Ísl. tryggingarsjóðurinn feilaði að upfylla þau réttindi.  Það er óumdeilt.

Þar að auki, þar að auki nefnilega, eins og lögfræðingar breta benda á, þá ræðst ábyrgð ríkja ekkert af orðum rammalaganna !  Hún ræðst af öðrum evrópulögum !!

Lestu enska lögfræðiálitið.  Ég skora á þig.  Þeir eru með öll trompin.  Öll.  Hvað þýðir það ?  Jú, þó ísland spili kanski út spaðaás rosa roggnir - þá bara trompa bretar það !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

"the system [en garantifond] must be in existence and have been officially recognized when this Directive is adopted," och "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.8.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Offari

Ég  tók ekki á mig þessa ábyrgð. Innistæðutryggingarsjóðurinn getur ekki greitt meir en hann á. Ef sjóðurinn á ekki upp í kröfur þýðr ekkert að að ætlast til þess að óráðin framtíðin borg þetta.

Offari, 3.8.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, sjáðu til, þetta í sjálfu sér skiptir engu varðandi ábyrgð ríkja ef sjóðurinn bregst í að uppfylla skyldur sínar.  Það er alveg vitað að sjóðurinn átti að vera sjálfbær samkv. rammalögunum.

Svona hljóðar þetta feitletraða í samhengi á ísl:

"Aðildarríki má þó veita lánastofnun undanþágu frá þeirri skyldu að tengjast innlánatryggingakerfi ef stofnunin tengist kerfi sem ver hana sjálfa og tryggir gjaldhæfi hennar og lausafjárstöðu, þannig að innstæðueigendur eigi vísa tryggingu sem er ekki síðri en sú trygging sem innlánatryggingakerfið veitir, og fullnægir að dómi lögbærra yfirvalda eftirfarandi skilyrðum:

— kerfið er til og viðurkennt af stjórnvöldum á þeim tíma sem tilskipun þessi er samþykkt,

— kerfið er rekið með það að markmiði að koma í veg fyrir að innlán í lánastofnunum innan kerfisins verði ótiltæk, og það er nægilega öflugt til að hindra það,

kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"

þessi klausa kemur málinu í sjálfu sér ekki við.

Málið snýst um að isl. sjóðurinn feilaði að uppfylla skyldurnar sem settar eru skýrt fram í rammalögunum.  Settar skýrt fram aftur og aftur.  (En framhjá aðalatriðinum horfa sumir alltaf fram hjá og tala bara um aukaatriði að þóðlegum sið)

Tryggja ákveðið lágmark og að neytandi fái greitt í  samræmi við það sem ramalögin segja.  Rammalögin ganga útá þetta.  Tryggingu á lágmarki !

Það feilaði !  Ísl. sjóðurinn var svo langa, langa leið frá að geta uppfyllt skyldurnar.

Og það sem gerist þá, einsog bretarnir sýna skýrlega framá, að ríkið verður óhjákvæmilega ábyrgt.  Í tilfelli þessa  máls eru meira að segja nokkrar leiðir til að fá fram ábyrgðina.  Þetta fara bretarnir allt yfir í álitinu sem var lagt fyrir gerðardóm.  Þeir fara fram á miklu meira en núverandi samningur kveður á um !

Afhverju heldur fólk að það hafa bara sést í iljarnar á Árna Matt þegar hann frétti af breska álitinu ? Af því lagaleg staða íslands var svo góð kannski ? 

Bretarnir geta bara pikkað út að sem þeir vilja og notað það enda,
eins og áður var sagt,  með öll trompin !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 00:02

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki það var skrifuð frönsk skýrsla þar sem fjallað var um að tilskipunin stæðist ekki ef kerfishrun yrði eins og gerðist á Íslandi.

Yfirvöld hér uppfylltu skilyrði tilskipunarinnar.

Við getum borið þetta saman við tryggingafélag. Ef öll húsin brenna á einum degi   sem tryggð eru hjá félaginu þá bregst tryggingarverndin en varla hægt að segja að tryggingarfélagið hafi gerst brotlegt.

Það er einfaldlega katastropha.

Það var einfaldlega enginn sem braut af sér hvað þetta varðar

Sjóðurinn átti ekki að vera ríkistryggður

Tryggingarsjóðurinn á Íslandi er í nákvæmlega sömu stöðu og tryggingarsjóðir í öðrum löndum hvað þetta varðar. Tryggingasjóðir t.d. í Bretlandi og Hollandi standa ekki undir skuldbindingum ef allir bankar hrinja í þessum löndum.

Síðan skaltu ekki gleima því Ómar Bjarki að ríkisvaldið á Íslandi er ekki að ganga að skuldbindingum upp að 20778 evrum eins og tilskipunin kveður á um að tryggingarsjóðurinn eigi að ábyrgjast.

Nei heldur upp að 100.000 evrum og jafnvel þar yfir.

Það er ekki heil brú í framgöngu ríkisstjórnarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þú ert fyndinn í kvöld.  Átt tvær alveg óborganlegar setningar:

"Þar að auki, þar að auki nefnilega, eins og lögfræðingar breta benda á, þá ræðst ábyrgð ríkja ekkert af orðum rammalaganna !  Hún ræðst af öðrum evrópulögum !!"
Sko, sjáðu til, þetta í sjálfu sér skiptir engu varðandi ábyrgð ríkja ef sjóðurinn bregst í að uppfylla skyldur sínar.  Það er alveg vitað að sjóðurinn átti að vera sjálfbær samkv. rammalögunum.

Sem sagt lögin sem voru sett  um innlánstryggingarnar gilda ekki, heldur einhver önnur, svona óskilgreind leynilög.  Og þú vitnar í eitthvað breskt plagg máli þínu til stuðnings. 

Síðan hvenær urðu bresk plögg að lögum og reglum Evrópusambandsins????

Og þar að auki ferðu rangt með allar staðreyndir málsins.  Það stendur skýrt í íslensku lögunum um tryggingasjóð innlána að hann greiði út lágmarks tryggingu samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar.  Um það er ekki deilt.  Og allt annað í íslensku lögunum, þar á meðal ákvæðið um að tryggingasjóðurinn sé sjálfseignarstofnun, er í samræmi við þessa tilskipun.

Veistu hvernig ég veit það???  Svona fyrir utan það að vera læs.  Í EES samningnum eru skýr ákvæði hvað ESA á að gera ef aðildarríki uppfylla ekki tilskipanir ESB.

Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Samkvæmt EES samningnum er það aðeins EFTA dómstóllinn sem getur dæmt okkar lagaframkvæmd ólöglega samkvæmt rökstuddu áliti ESA.  Í þessari klausu er hvergi minnst á þitt nafn sem dómbærann aðila og hvergi er minnst á bresk lagaálit, aðeins ESA og EFTA dómstólinn.

Getir þú ekki bent mér á dóm eða þá formlega kærumeðferð sem bíður dóms, sem dæmir íslensku lögin ómerk, þá ætla ég enn og aftur að biðja þig um að hætta snúa út úr málstað þjóðar okkar með sífelldum rangfærslum og hálfsannleik.  Direktivið eins og þú kýst að kalla það, fjallar um TRYGGINGARKERFI, fjármagnað af fjármálastofnunum sjálfum.  Slíkt kerfi innleiddi Ísland eftir lögum og reglum Evrópusambandsins eins og Jakobína er sífellt að benda þér á.  Hafi Evrópusambandið ætlað að ríkistryggja innlán þá hefði það sagt það berum orðum og talaðu um "state guarantee", ekki "deposit-guarantee".     Hvað þá að skýrt hefði verið tekið  fram að aðildarríki væru ekki í ábyrgð ef þau hefðu komið á fót tryggingakerfi þessu.

Nafni, málið er ekki flókið.  Það gilda um það lög og reglur réttarríkisins.  Sá sem vill ekki fara eftir lögum og reglum réttarríkisins, hann hefur alltaf rangt fyrir sér.  Því það eru jú dómstólar sem skera úr um réttmæti eða lögmæti.  Ekki ég eða þú, og hvað þá breskir lagasnápar.  Og án undangengins dóms EFTA dómsstólsins, þá eru allir samningar í ICEsave deilunni ólöglegir.

Því lögin eru skýr, og skýr lagatexti er aldrei aukaatriði máls.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2009 kl. 02:06

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Já, það er ein setning hjá mér ekki nógu nákvæm.  Rétt skal vera. Ábyrgð ríkja ræðst ekki af ákvæðum Direktífisins heldur frekar öðrum evrópulögum.  Direktívið snýst um að neytendum skuli tryggð ákv. lágmarksréttindi.   Algjörlega skýr og ófravíkjanleg.  Algjörlega.  Ísl. sjóðurinn feilaði í að tryggja þau réttindi.  Slíkur feill leiðir til ábyrgða ríkja.  Algjörlega kristaltært og skýrt, eins og bretarnir sýndu ljóslega fram á fyrir dómi  (sem ísland dró sig frá á ljóshraða - skiljnlega)

"However, wheter or nt the 24th recital positivily suggest
that Member States should be liable in the event of a
failure properly to implent the Directive, the liability
of the state for a failure properly to implement the Directive
is not a mattaer governed by the terms of the Directive itself,
but is rather a matter governed by the eneral principles of Community
la (as illutrated in cases like Brassarie du Pecheur and Factortame,
above) and, accordingly, the law of the EEA.

There is nothing in the 24th recital or elsewhere in the Directive to
suggest that those general principles are modified or precluded from
application in the present case." (
Enska lögfræðiálitið fyrir dómi)

Og þetta er rétt hjá þeim og allt sem ég hef sagt þessu viðvíkjandi er rétt.

Þeir trompa bara allt sem hugsanlega er hægt að færa fram. Trompa það bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 16:44

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki tilskipunin segir að aðildarlöndin skuli ekki veita ríkisábyrð....Er það neytendavernd....nei það hefur með hlutverk ríkja að gera og hlutverk ríkissjóðs hvers ríkis.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 16:48

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tilskipunin heitir:

Tilskipun um innlánstryggingakerfi

Hún heitir ekki:

Tilskipun um neytendavernd

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 16:52

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, rammalögin segja að sjóðurinn skuli vera óháður í rauninni ríkinu.

Hugmyndin er að ríkið þurfi ekki að vera ábyrgt.  Það segir ekkert um að ríkið geti ekki orðið ábyrgt (heldur reyndar þvert á móti)

En Það kemur icesavemálinu ekkert við.

Icesavemálið snýst um að sjóðurinn feilaði að trygja neytendum (jú, þetta er í rauninni bara neytendavernd) ákveðna lágmarkstryggingu.  Um það snúast rammalögin !  Það og ekkert annað !!

Nú, næst skeður það, að ísl. sjóðurinn feilaði í að framfylgja rammalögunum.  Feilaði að veita þá tryggingu sem lögin fjalla um.

Þá fæst ríkisábyrgðn fram ekki fyrst og femst með ákvæðum Rammalaganna heldur öðrum ákvæðum og prisippum evrópu og EES laga !  Þetta skýra bretarnir afar vel út.

Um þetta er auðvelt að vísa til dómafordæma eins og bretarnir gera.

En hitt er svo sem annað mál að ekkert í rammalögunum afsalar eða afnemur önnur evrópulög og prinsip.  Ekki neitt.  Enda fráleit hugdetta.

Eg er alveg hissa á fólki að lesa ekki bresku og hollensku álitin, sérstaklega það breska því það tekur á öllum hliðunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 17:17

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki þú segir: Hugmyndin er að ríkið þurfi ekki að vera ábyrgt.  Það segir ekkert um að ríkið geti ekki orðið ábyrgt (heldur reyndar þvert á móti)

Það segir einmitt í tilskipunini að "ríkið geti ekki orðið ábyrgt" eða orðrétt:

"The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 17:26

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar Bjarki ég er mjög sjaldan dónaleg við fólk sem heimsækir mig hér á bloggið mitt en nú á ég bágt með mig.

Þú segir: "Eg er alveg hissa á fólki að lesa ekki bresku og hollensku álitin, sérstaklega það breska því það tekur á öllum hliðunum."

Það eru einmitt hálfvitar sem telja að við eigum að fara að ráðum óvinarins og leyfa þeim að skilgreina vandamálið sem eru að draga þessa þjóð inn í það að verða það sem ekki ómerkari kona en Eva Joly kallar "fátækustu þjóð í heimi."

Álit Breta kemur mér ekkert við það er álit nýlenduveldis sem er að sækjast eftir því að ná smáríki undir hæl sín.

Skammastu þín fyrir þessa heimskulegu athugasemd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 17:31

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

1. Nei, jakobína.  Við erum búin að fara í gegnum þetta.  Rammalögin segja að sjóðurinn eigi að vera sjálfstæður.  Standa sjálfur undir að tryggja þessar skuldbindingar.  Enda hugmyndin að ríkið þurfi ekki að verða ábyrgt.  Rammalögin segja ekkert um að ríkið geti ekki orðið ábyrgt.   Reyndar þvert á móti.  ´

2. Tja dónakapur, veit ekki.  Eg er með svo harðann skráp. Hefið fengið það verra en þetta. 

En þú ert þá sem sagt a segja að fólk eigi ekki að kynna sér málið uppá eigin spýtur ! Heldur bara að endurtaka sömu þröngu sýnina og afmörkuðu setningarnar sem ert hefur verið á ísl án allrar heildaryfirsýnar og hvað mótparturinn leggur til málsins.  Nei eg samþyggi það eigi.

En eigum við ekki að segja þetta gott.  Þér verður ekki snúið í þessari afstöðu, býst eg við.  En það breytir því ekki að eg hef rétt fyrir mér.  Lagaleg staða íslands er veik - nánast engin staða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2009 kl. 17:46

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

"The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities"

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 17:52

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Er í tímaþröng.  Má því ekki vera að því að kommenta nema stuttlega á fyrsta andsvar þitt.

Í það fyrsta þá verður rökleysa þín ekkert betri þó þú vitnir í enskan texta.  Lög eins og íslensku lögin eru annað hvort rétt samkvæmt tilskipun ESB eða ekki.  Þú fullyrðir að íslenski tryggingasjóðurinn geti ekki borgað en þú veist ekkert um það frekar en ég.  Þeir gætu unnið í Lottó, fengið lán eða þá að eignir Landsbankans dygðu á móti forgangskröfum.

Það sem skiptir máli er að í lögunum er sagt frá llágmarkstryggingu samkvæmt tilskipun sjóðsins og öll fjármögnun sjóðsins er samkvæmt fyrirmælum tilskipunarinnar.  Enda hefur engin kæra borist ESA. 

Í öðru lagi þá er lög metin eftir innihaldi þeirra þegar þau eru sett.  Ef þú hefðir haldið því fram til dæmis 2002 að íslensku lögin uppfylltu ekki tilskipun ESB um fjármögnun, þá hefðir þú verið settir í spennutreyju sem lúnatík.  Orðréttari þýðing á lagatexta er nefnilega vandfundnari.

Í þriðja lagi þá gerðist eitthvað ófyrirsjáanlegt 2008, eitthvað sem tilskipun ESB sá ekki fyrir.  Og það er þá ESB að leysa þann vanda.  Það eru þeir sem gáfu spilin og settu allar reglur.  Það eina sem Ísland gerði var að fara nákvæmlega eftir öllum lögum og reglum ESB.

Í fjórða lagi þá er þetta álit sem þú vitnar í ómarktækt plagg.  Stenst enga lögfræði, því það er eftiráskýring.  "Eftirá" andi einhverja lögfræðiálita koma ekki í stað gildandi laga.  En slíkar pælingar eru oft nothæfar í nýjum lögum.  En þau lög virka ekki aftur á bak.  

Og í fimmta lagi þá hafa engin slík lög verið sett.  Núverandi tilskipun ESB er í fullu gildi.  Og eftir henni verður dæmt.  Ekki eftirá skýringum embættismanna sem eru að fela sitt klúður.

Og því spyr ég þig aftur.  Hvar er kæran eða dómurinn sem hnekkir íslensku lögunum og þar með núverandi tilskipun ESB.  

Svaraðu minn kæri, annars ert þú málsvari rökleysunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2009 kl. 18:17

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þá er það annað innslag þitt.

Þú segir að fólk eigi að lesa álit óvinanna.  Ég skal viðurkenna að ég nenni því ekki.  Nóg er af Samfylkingarfólki sem gerir það fyrir mig.  Mig langar að koma með smá útdrátt úr tilvitnun þinni:

"but is rather a matter governed by the eneral principles of Community
la (as illutrated in cases like Brassarie du Pecheur and Factortame,
above) and, accordingly, the law of the EEA."

Staðgóð þýðing á þessari klausu væri að Tilskipun 94/19 um innlánstryggingar gildi ekki, heldur "andi" annarra laga ESB.  Bretarnir eru með öðrum orðum að segja að túlkun ESB tilskipananna eigi að fara fram á miðilsfundum, ekki fyrir dómstólum.  Bara að lesa þessa klausu fyllir mig aumingjahrolli yfir málstað ykkar Borgunarsinna.  Skil það vel að bretarnir treysti sér ekki fyrir ESA og EFTA dómstólinn.  Vissulega geta önnur lög tekið yfir núverandi tilskipun, en þá gera þau það.  Og sú tilskipun heitir þá "núverandi tilskipun um innlánstryggingar".  

En sú tilskipun er ekki til.  Þess vegna gildir tilskipun 94/19, og það er dómstóla að túlka lög, ekki breta.

Og þú hamrar enn einu sinni að vegna hugsanlegrar fjárvöntunar íslenska tryggingakerfisins, þá séu við að brjóta tilskipunina.  Hvenær ætlar þú að átta þig á því að það er aðeins ein skýring á því og hún er mjög einföld:

Fjármögnun tryggingakerfisins dugði ekki fyrir stóráföllum

Geti þú ekki sýnt fram á, eða þá bretarnir vinir þínir, að Ísland hafi ekki farið eftir þeim fjármögnunarleiðum, sem kveðið er á um í tilskipuninni.  Aðeins ef svo er þá er Ísland brotlegt og þar með skaðabótaskylt.  

En í guðanna bænum hættu að gera þig að fífli með því að vitna í ótakmarkaða ríkisábyrgð.  Regluverk ESB getur ekki sett slík lög.  

Veistu af hverju?????   Ótakmörkuðu ríkisábyrgð er bönnuð samkvæmt stjórnarskrám allra ríkja EES.  Og þó fjármálakerfið gæti mútað spilltum stjórnmálamönnum (eins og til dæmis Jóni Baldvin), þá er undirskrift þeirra einskis virði því ótakmörkuð ríkisábyrgð sem eyðileggur lífskjör í þjóðríkjum, er brot á öllum alþjóðsáttmálum, þar með talið mannréttindasáttmála Evrópu.

Örfáir menn geta ekki lagt líf og lífskjör almennings í rúst.  Nútíma þrælahald er bannað.  Sama hve slíkt er stór draumur íslensku félagshyggjuflokkanna, þá er það bannað.

Ótakmörkuð ríkisábyrgð er hvergi leyfileg.  Jafnvel þó allir þingmenn Alþingis samþykki hana, þá er hún samt ólögleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.8.2009 kl. 23:38

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Og blessaður aftur nafni.

Lokaleiðrétting á röngum fullyrðingum.  Bretar vísa ekki í nein dómsfordæmi sem eiga sér hliðstæðu við þann veruleik sem við glímum við.

Ísland fór í einu og öllu eftir tilskipun ESB, bæði í lagasetningu og framkvæmd þeirra.

Um þetta er ekki hægt að deila.  Engin athugasemd hefur komið frá ESB, ESA eða EFTA dómstólnum þar um.

Þau dómsfordæmi sem þú vitnar í og lélegir íslenskir lögfræðingar vitna í eru öll viðkomandi dæmum þar sem aðildarríki hafa annaðhvort ekki sett fullnægjandi lög eða þau hafa ekki framfylgt þeim á réttan hátt.

Aðeins þannig myndast skaðabótaábyrgð eins og hún Jakobína hefur margoft bent á með beinni tilvitnun í lög ESB, en ekki miðilsfundi á vegum ESB.

Í því liggur diffinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.8.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband