Sjónarspil fjórflokkanna

Björn Bjarnason sat í spillingarliðinu sem setti þjóðina á hausinn.

Valdaklíkan í samfélaginu stendur alls ekki með þjóðinni en sinnir annarlegum sérhagsmunum og vill þræða leið sem gerir út af við menningu þessarar þjóðar. Efnahagslegar forsendur fyrir búsetu á þessu landi munu bresta ef menn sjá ekki að sér.

 Hvers vegna vill stjórnarráðið ekki að talað sé máli Íslendinga erlendis?

Ég mæli með þessum pistli.

Sérstaklega finnst mér þessi setning glögg:

Fjármagnseigendur, sem létu fjárglæframenn í okkar röðum ,,svíkja" út úr sér stjarnfræðilegar upphæðir, hafa sett landið í herkví alþjóðasamfélagsins og heimta að fjármuni sína til baka með góðu eða illu.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað það ömurlegasta sem ég hef séð á prennti eru skrif tíkarspena Jóhönnu Sigurðardóttir Hrannars B. Arnarsonar þar sem hann reynir fyrir hönd Jóhönnu Sigurðardóttir að gera lítið úr Evu Jolly fyrir að reyna að koma Íslenskri þjóð til hjálpar.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:30

2 identicon

Góður pistill, þeir sem þekkja söguna vita hvað gengið hefur hár á síðan um 1900 eða í yfir 100 ár. Fjórfokkurinn er í sömu málum nú, fólkið er ekki í fyrsta sæti og hefur aldrei verið það. Það vita þeir sem hafa td. lesið Varnarræðuna.

sr (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það verða ALLIR svona þegar þeir komast í mjúku stólanna, sama hvaða flokki þeir eru í. Nema þetta hefði orðið en verra með xD. Og svo fáum við aldrei að vita hvað er og hvers vegna,hvaða skilmálar eru það liggur við að ég segi Hitler þetta er allt svo leyndó og bara sett lögbann.

ÞOLI EKKI SVONA LEYNDÓ. Við erum ekki öll hálvitar? eða hvað????

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 4.8.2009 kl. 00:37

4 identicon

Hvað meinar þú nákvæmlega með sjónarspili fjórflokkanna? Er sjónarspilið samræmt?

Leifur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sumir mundu segja að betra væri að vera í herkví erlendra aðila en í spennitreyju innlendra misendismanna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 08:06

6 identicon

Hér sérðu vitleysinginn Þór Jóhannesson skrifa en eina delluna.

Eitt er að hata sjálfstæðisflokkinn en að vera bindur vitleysingur er annað. 

Hvað sem Björn hefur gert þá er þetta hárrétt hjá honum og afhverju þarf að snúa því upp í eitthvað annað?

Ef silfurskeiðaramlóðinn Björn Bjarnason og gerspilltir auðvaldsvinir hans og flokksins sem hann er svo montinn að tilheyra hefðu ekki rústað Íslandi þá væri ekki þörf á Evu Joly eða nokkurri skattpíningu eða lánahækkunum á almúgann sem raun ber vitni um í dag.

Þessi misheppnaði flokksdindill og versti Dómsmálaráðherra (og líklega versti ráðherra fyrir utan Davíð Oddsson) sögunnar ætti að læra að halda kjafti og hætta að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem eru þó að reyna að draga hið sokkna skip aftur á flot.

Þegar ég sé Sjálfstæðismenn í dagsbirtunni þá fýkur svo í mig að mig langar bókstaflega að gefa þeim einn á kjaftinn (sem ég geri þó ekki þar sem ég svo siðprúður einstaklingur) en þegar maður neyðist til að lesa bullið frá þessari mannfýlu að þá er reiði ekki nógu öflugt hugtak til að lýsa því hvernig mér líður því ég verð foxillur og eins gott að það er ekki mynda af fíflinu með fréttinni því þá væri ég líklega búinn að tapa tölvunni í gólfi og stappa á henni í þokkabót.

Helvítis fokking fokker og föðurlandssvikari þessi auðvaldsdindill.

oskar (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband