Landið okkar er ríkt af auðlindum. Fólkið okkar er vel menntað.
Samt sem áður er allt hér á heljarþröm og við stefnum í að verða fátækasta þjóð í heimi,
Fréttir úr stjórnarráðinu bera með sér að ríkisstjórnin vinnur með nýlenduveldum að því að brjóta niður sjálfbærni og sjálfstæði þjóðarinnar.
Engin fordæmi eru fyrir því að nokkur þjóð hafi verið dæmd til þess að taka á sig skaða sem einkafyrirtæki hafa valdið á erlendum vettvangi. Bretar hafa ekki þvingað Bandaríska þjóð til þess að taka á sig skaðann sem Bandarísk fyrirtæki hafa valdið í breskri lögsögu. Sama má segja um Lúxemborg en glæpabanki á þeirra vegum stundaði svindl í London.
Bretar hafa sjálfir neitað að bæta þegnum Isle of Mön þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Bretar eru ekki tilbúnir til að kyngja meðölum sem þeir beita.
Bretar og Hollendingar eru fátækir af náttúrauðlindum. Þeir hafa í gegnum tíðina bjargað sér með því að gerast afætur á öðrum samfélögum, nýlendum sínum. Nú beina þeir spjótum sínum að Íslandi.
Innistæðueigendur í Bretlandi greiddu skatta í Bretlandi og eiga því kröfu á breskan ríkissjóð. Breskur ríkissjóður bætti Icesave eigendum innistæður upp að 100.000 evrum og gerir nú endurkröfu til Íslenskra skattgreiðenda að þeir standi undir þessum kostnaði hins breska ríkisjóðs.
Ríkissjóður Íslendinga sem er fjármagnaður af íslenskum skattgreiðendum ætti ekki að þurfa að fjármagna breskan ríkissjóð vegna ákvarðanna sem teknar eru af breskum yfirvöldum og varða breska skattgreiðendur.
Íslenskir ráðamenn sem ættu að standa vörð um íslenskan ríkissjóð og virða þá hefð að hann þjóni íslenskum skattgreiðendum gera það ekki.
Sagt er að Gordon Brown og hollensk yfirvöld séu að afla sér vinsælda heima fyrir með sinni hörðu afstöðu. Hvað eru íslensk yfirvöld að gera? Hvar eru þeir að reyna að afla sér vinsælda. Ekki meðal íslensku þjóðarinnar svo mikið er víst.
Þeir hafa svikið íslensku þjóðina
Ég ætla að setja hér fram athugasemd sem ég fékk frá einum af uppáhaldsbloggvini mínum þar sem hann er að svara nafna sínum Ómari Bjarka:
Þú ert fyndinn í kvöld. Átt tvær alveg óborganlegar setningar:
"Þar að auki, þar að auki nefnilega, eins og lögfræðingar Breta benda á, þá ræðst ábyrgð ríkja ekkert af orðum rammalaganna ! Hún ræðst af öðrum Evrópulögum !!"
Sko, sjáðu til, þetta í sjálfu sér skiptir engu varðandi ábyrgð ríkja ef sjóðurinn bregst í að uppfylla skyldur sínar. Það er alveg vitað að sjóðurinn átti að vera sjálfbær samkv. rammalögunum.
Sem sagt lögin sem voru sett um innlánstryggingarnar gilda ekki, heldur einhver önnur, svona óskilgreind leynilög. Og þú vitnar í eitthvað breskt plagg máli þínu til stuðnings.
Síðan hvenær urðu bresk plögg að lögum og reglum Evrópusambandsins????
Og þar að auki ferðu rangt með allar staðreyndir málsins. Það stendur skýrt í íslensku lögunum um tryggingasjóð innlána að hann greiði út lágmarks tryggingu samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar. Um það er ekki deilt. Og allt annað í íslensku lögunum, þar á meðal ákvæðið um að tryggingasjóðurinn sé sjálfseignarstofnun, er í samræmi við þessa tilskipun.
Veistu hvernig ég veit það??? Svona fyrir utan það að vera læs. Í EES samningnum eru skýr ákvæði hvað ESA á að gera ef aðildarríki uppfylla ekki tilskipanir ESB.
Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.
Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Samkvæmt EES samningnum er það aðeins EFTA dómstóllinn sem getur dæmt okkar lagaframkvæmd ólöglega samkvæmt rökstuddu áliti ESA. Í þessari klausu er hvergi minnst á þitt nafn sem dómbærann aðila og hvergi er minnst á bresk lagaálit, aðeins ESA og EFTA dómstólinn.
Getir þú ekki bent mér á dóm eða þá formlega kærumeðferð sem bíður dóms, sem dæmir íslensku lögin ómerk, þá ætla ég enn og aftur að biðja þig um að hætta snúa út úr málstað þjóðar okkar með sífelldum rangfærslum og hálfsannleik. Direktivið eins og þú kýst að kalla það, fjallar um TRYGGINGARKERFI, fjármagnað af fjármálastofnunum sjálfum. Slíkt kerfi innleiddi Ísland eftir lögum og reglum Evrópusambandsins eins og Jakobína er sífellt að benda þér á. Hafi Evrópusambandið ætlað að ríkistryggja innlán þá hefði það sagt það berum orðum og talaðu um "state guarantee", ekki "deposit-guarantee". Hvað þá að skýrt hefði verið tekið fram að aðildarríki væru ekki í ábyrgð ef þau hefðu komið á fót tryggingakerfi þessu.
Nafni, málið er ekki flókið. Það gilda um það lög og reglur réttarríkisins. Sá sem vill ekki fara eftir lögum og reglum réttarríkisins, hann hefur alltaf rangt fyrir sér. Því það eru jú dómstólar sem skera úr um réttmæti eða lögmæti. Ekki ég eða þú, og hvað þá breskir lagasnápar. Og án undangengins dóms EFTA dómsstólsins, þá eru allir samningar í ICEsave deilunni ólöglegir.
Því lögin eru skýr, og skýr lagatexti er aldrei aukaatriði máls.
Og þá vil ég einnig koma á framfæri ágætri athugasemd frá nýjum bloggvini honum Jóni Lárussyni:
Að samþykkja Icesave og fara svo fram á endurskoðun er einhver sú vitlausasta tilraun til rökfærslu sem ég veit. Ef ég sem við þig um að borga þér eitthvað sem spurning er um hvort ég eigi að borga þér, ella hafir þú rétt á að hirða allar eigur mínar, hverjar eru þá líkurnar á því að þú sért tilbúinn til að endurskoða þennan samning með það fyrir augum að þú fáir minna. Sá sem gerir góðan samning endurskoðar hann ekki neitt, hann bara brosir. Ef við erum ekki sátt við þennan Icesave samning þá eigum við ekki að samþykkja hann, heldur halda viðræðum áfram og leita nýrra lausna.
Og svo er hér svar Jóns L við annarri athugasemd sem vert er að vekja athygli á:
Að halda fram að við verðu öll skuldlaus og munum byggja upp öflugt hafkerfi án erlendrar hjálpar á fáeinum árum ef við höfnu Icesave er óskhyggja og lýðskrum
Af hverju er þetta lýðskrum, er það vegna þess að þú hefur ekki skoðað aðrar leiðir en ríkisleiðina og því allt annað bara lýðskrum? Ég hef leitað annarra leiða og tel mig hafa fundið þær. Í hverju er erlenda hjálpin okkar fólgin? Er það ekki í formi erlendra lána? Hvernig dettur þér í hug að það geti hjálpað okkur að verða skuldlaus að taka meiri lán, sérstaklega þegar við ætlum ekkert að gera með þau. Eru ekki erlend lán meðal annars ástæðan fyrir þessu rugli hérna hjá okkur? Heimurinn býr í dag við kerfi sem leitast við að skuldsetja einstaklinga og ríki þannig að með aukinni hagsæld aukast skuldirnar. Þetta kerfi býður ekki upp á eignarmyndun, nema hjá fáum einstaklingum. Með því að taka upp alveg nýtt kerfi þá getum við farið úr því að búa við kerfi sem leitast við að skuldsetja okkur upp úr öllu valdi, í kerfi sem leiðir til aukinnar eignarmyndunar í kjölfar aukinnar hagsældar. Ef við lufsumst og tökum því sem að okkur er hent, munum við aldrei ná okkur út úr þessu, enda tilgangurinn með "hjálpinni" ekki sá að okkur takist það.
***
Það verður að mínu mati að koma þessari ríkisstjórn frá. Það þarf að koma fólki til valda sem hefur hvergi komið nálægt forystu fjórflokkanna. Fólk úr þeim röðum hefur annað hvort þegið mútur, er trúgjarnt og bláeygt og of heimskt til að fara með framtíð þjóðarinnar eða vinnur að sérhagsmunum sem ekki hefur neitt með þjóðarheill að gera.
Hér er tengill á ágætan netmiðil sem fjallar um spillinguna og hér á wikileaks og hér á hvítbók
Hvers vegna ganga glæpamennirnir lausir og eru jafnvel í góðum embættum?
Ríkisstjórnin þarf að svara því
Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Athugasemdir
Þessi erlendu lán eru að öllum líkindum til þess ætluð að fjármagna flótta jökla- og krónubréfana frægu. Gerist það þá fyrst fellur krónan og lífskjörin fara á áður óþekkt stig.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 15:02
Sammála þessu
Það er alls konar leynimakk í gangi
T.d. vilja erlendir lánadrottnar komast yfir reyturnar sem eftir eru í lífeyrissjóðunum.
Þetta er allt svartara en manni hefði órað fyrir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 15:15
Þessi ríkisstjórn er því miður jafn vanhæf og sú fyrri.
, 4.8.2009 kl. 15:27
Okkur er sagt að með því að, ganga í ESB, taka öll þessi lán og samþykkja kröfur Breta og Hollendinga, þá muni gengið batna, lánalínur opnast og hingað streyma gífurlegt erlent fjármagn í formi fjárfestinga.
En ég spyr mig, hvernig getur það bætt traustið á okkur sem þjóð ef við skuldum miklu meira en við getum borgað, sérstaklega með tilliti til þess að skuldirnar eru ekki tilkomnar vegna verðmætaaukningar, heldur var þessu bara sullað burt. Lánalínur opnast ekki þeim sem ekki geta greitt lánin sín og fjárfestar eru ekki tilbúnir að fjárfesta í svæðum sem fyrirsjáanlegt er að munu ekki búa við hagvöxt eða þolanleg lífsgæði næstu áratugina. Það er verið að ljúga að okkur vegna þess að ríkistjórnin er að gæta hagsmuna allra annarra en okkar landsmanna. Toppurinn á þessu öllu er að með inngögnu í ESB verður okkur fyrirmunað að bregðast við þeim erfiðleikum sem við sannanlega munum verða fyrir (fari svo að við höldum þessari leið áfram), við þurfum ekkert frekar en að spyrja Íra og Spánverja hvernig ESB aðildin er að gagnast þeim núna.
Jón Lárusson, 5.8.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.