Eva Joly og The Daily Telegraph -athugasemdir við greinina

Ég var að renna yfir athugasemdir við grein Evu Joly í the Daily Telegraph.

Birti hér nokkar sem dæmi.

Jim

Hvenær er árangurs að vænta frá hinum sérstaka saksóknara (lágmarkskrafa allra þeirra sem tapa á glæpastarseminni að menn verði dregnir til saka)

Matt

I ask WHY OH WHY is Iceland now looking at Euro-membership when their economy is mending faster?

Einn sem kallar sig common sense

Þið missið af aðalatriðinu...

Bretland kemur til með að eiga Ísland... Þið eru vitni að meistaraverki....Listinni að nýlenduvæða... vissulega þekkið þig söguna ...en í henni hefur Bretland deilt út trompum sínum um aldir á meistaralegan hátt... og Íslendingarnir hafa ekki grænan grun... eða jafnvel verra...RÁNSFENGURINN... jarðvarminn á Íslandi ....vatnsréttindi ...fiskimiðin ...ogsíðast en ekki síst konurnar þeirra...því þær þurfa að þjóna Bretum um ókomnar aldir.....til að greiða skuldina...Já þetta segir..sá sem kallar sig common sense.

Chosanbendir á þennan link: http://www.icelandtalks.net/

Gunnar S skrifar

Stjórnmálamenn og bankamenn sem stóðu að því að skapa þetta reglulausa kerfi sem verðlaunar græðgi og siðblinda hegðun á kostað almennara borgara eru þeir sem á að refsa. Það eru þeir sem bera hina raunverulegu ábyrgð og þeir ættu hvorki að fá að senda reikninginn til fólks sem tók ekki þátt í þessu brjálæði né heldur hagnaðist af því á nokkurn hátt.

Árni

Ég er frá Íslandi og mér finnst að ég eigi ekki að borga

Hvers vegna?

Fjármagninu sem rann í gegnum Icesave reikninganna var beint aftur til Bretlands, lániðir til breskra fyrirtækja og til að kaupa bresk fyrirtæki. En vegna galla í regluverki eru íslenskir skattgreiðendur gerðir ábyrgir fyrir þessu. Íslendingar innleiddu reglur ESB og fóru eftir þeim. Ef þú vilt ásaka einhvern þá skaltu ásaka ESB.

Frank

Þegar gefið er  í skyn að AGS og ESB séu með tangarhald á Íslandi þá er litið fram hjá stærri mynd.

Ísland vill ekki (með réttu) verða hlut af ESB. ASG getur sagt að þeir muni þvinga endurgreiðslur sem skilyrði fyrir stuðningi en hverjir eru aðrir valkostir Íslendinga? Rússland -sem sleikja út um til tilhugsunina um að fjárfesta í landi sem hefur gríðarlega óaftappaðar jarðvarmaauðlindir og hitt sem er mikilvægara -enga hernaðarlega nærveru skapaða af þeim sjálfum -á fyrsta flokks staðsetningu til að vega upp á móti valdagrunni NATOs í Evrópu. Jafnvel í aðeins fátækara ríkinu Rússlandi, fáeinir milljarðar sem það skilar af sér að koma í veg fyrir að valkostur við olíuforðann verði þróaðar ásamt því að það bjóðist herseta í hernaðralega mikilvægri staðsetningu er algjört kostaboð.

AGS, Bandaríkin, UN, NATO og jafnvel ESB (fat throughers) munu koma auga á þetta og brjóta hvaða framfylgnireglur til að tryggja það að þetta gerist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Athugasemd Ómars Geirssonar við færslu þína frá í gær segir allt sem stjórnvöld þurfa að hafa í huga áður en lengra er haldið.

Árni Gunnarsson, 4.8.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband