Ég var að lesa bloggfærslu hjá konu sem leyfir ekki athugasemdir við bloggið hjá sér. Engin hefur sagt mér að þessi kona sé í samfylkingunni en ég hef samt myndað mér þá skoðun út frá hegðun hennar að hún hljóti að vera í samfylkingunni.
Það er ekki vinsælt að hafa sjálfstæðar skoðanir í samfylkingunni og nánast bannað að viðra þær. Víst skapast ró með því að banna sjálfstæða hugsun og skoðanaskipti en á hinn bóginn leiðir það líka til stöðnunar og kúgunar.
Í skrifum konunnar sem heitir Þórdís Bára Hannesdóttir endurspeglast vel forræðishyggja og virðingarleysi gagnvart venjulegu fólki en titill færslu hennar er "er Steingrímur J. búin að missa tökin á eigin flokki"? Minn skilningur á lýðræðislegum stjórnmálum er að menn séu skipaðir í forystu til þess að koma fram vilja flokksfélaga og kjósenda. Þórdís virðist hins vegar líta á flokkinn sem eign forystunnar og félagsmenn sem eitthvað sem forystan eigi að hafa tök á.
Sérlega virðist Þórdísi vera í nöp við að að dómgreind, sjálfstæð hugsun og heiðarleiki eigi sér bólfestu í hugum nokkurra þingmanna Vinstri grænna.
Skrif Þórdísar eru dæmigert sýnishorn af hegðun þeirra sem líta svo á að öllu skuli fórna fyrir völd en hún segir:
Nú er því miður að koma í ljós að mjög erfitt eða ómögulegt er að vinna með VG í ríkisstjórn.
Að ób[r]eyttu neyðist Jóhanna Sigurðardóttir til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga því svona uppákomur geta ekki staðið nema í mög stuttan tíma.
Orð Þórdísar bera með sér að ekkert sé ásættanlegt í samvinnu við samfylkinguna annað en algjört einræði samfylkingarinnar.
Þórdís segir að lokum:
Þannig virðast reynslulitlir þingmenn VG hafa látið stjórnarandstöðuna plata sig til þess að fella ríkistjórn félagshyggjuaflanna sem átti að standa um langa framtíð samkvæmt óskhyggju Steingríms.
Við þessu vil ég segja við Þórdísi:
Samfylkingin starfar alls ekki sem félagshyggjuflokkur þó hún kjósi að kalla sig það. Samfylkingin og Steingrímur J. hafa starfað í einu og öllu á forsendum fjármálakerfisins og hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem þau lúta.
Þingmenn sem hún kýs að kalla reynslulitla (sennilega er Ögmundur í þeim hópi) eru þingmenn sem hafa látið dómgreindina ráða fremur en valdagræðgi og þýlindi við fjármálavaldið.
Framganga samfylkingarinnar kemur ekki á óvart þegar tekið er tillit til að ekkert var gert til þess að hreinsa til í flokknum eftir að flokkurinn keyrið þjóðarbúið í þrot. Krosstengdir stjórnmálamenn sem hafa þegið mútur eru þar enn við völd.
Skoðanir enn skiptar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála öllu sem hér stendur...
Birgitta Jónsdóttir, 9.8.2009 kl. 23:01
Ekki hef ég grunsemd hvar þú eða Þórdís Bára eru staddar í stjórnmálum. Það á í sjálfu sér ekki að skipta máli ef menn kjósa slíkt. Það geri ég reyndar ekki. En pistill þinn er aldeilis makalaus. Mig langar að biðja doktorsnemann aðeins um eina leiðréttingu: Samfylkingin, líkt og heiti annarra stjórnmálaflokka er skrifað með stórum staf.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:24
Samfylkingin sækir sína frjálshyggjustefnu í smiðju breska verkamannaflokksins þar sem Gordon Brown og Alistair Darling ráða ríkjum.
Svo merkilega vill til að Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra og þingflokksformaður Samfylkingar, eru einnig skráðir félagar í breska verkamannaflokkinn og hælir Björgvin sér sérstaklega af störfum sínum fyrir flokkinn.
Ég hef velt því fyrir mér hvernig það samræmist þátttöku í viðkvæmum samningaviðræðum og atkvæðagreiðslu fyrir Íslands hönd t.d. um IceSave skuldbindingarnar að vera virkur í báðum fylkingum.
TH (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:28
Sæll Gísli Baldvinsson ég ákvað að hætta að skrifa samfylking með stórum staf eftir að hún keyrði þjóðarbúið í þrot ásamt sjálfstæðisflokknum í haust.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.8.2009 kl. 23:41
Ég er svo sammála því sem hér kemur fram. Samfylking verður ekki kosin aftur eftir þessar gífurlegu eineltis og kúgunaraðferðir. Enginn sækist eftir viðurkenndum kúgurum. það yrði Kúba norðurssins!
Slíti hún samstarfinu mun samvinna með svona einræðisherrum aldrei freista nokkurstaðar. Fólk úr smfylkingu mun ekki einu sinni fá vinnu neinststaðar eftir svona aðferðir: (föðurlandssvik, samstarfsflokka kúgun með andlegu ofbeldi í ábót!).
Enginn vill ráða fólk í vinnu sem opinberlega er vitað að eru annaðhvort kúgarar eða beita andlegu ofbeldi eða er svo skoðanalaust að hefur harðandisk-stefnu samfylkingar. þannig að slíti þeir samstarfinu af frekju og einræðis-frekju-stefnu sinni verður það þessa flokks bani.
þau meiga þakka fyrir að hinir flokkarnir slíti ekki samstarfi við samfylkinguna.
það er kominn tími til að samfylkingin fari að taka við gagnrýni fyrir sín svik. Hún hefur sloppið allt of vel hingað til. Ekki bara í þessari stjórn heldur síðustu líka. Svik og andlegt ofbeldi er ekki farsæl til endurkjörs.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:17
Gísli. er ekki sammála þér og finnst mér frekar ómálefnanlegt að koma með svona menntaofmetnað út af stafsetningarvillum þegar brýnni mál eru á dagskrá.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:21
Þessi þórdís Bára hefur farið offari í athugasemdum ýmissa bloggara, en leyfir ekki athugasemdir hjá sjálfri sér. Sem er dæmigert fyrir áróðurinn sem lesa má á síðunni hennar. Svona bloggara skoða ég bara einu sinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2009 kl. 01:28
Já Jóna Kolbrún ég hef ekki verið reglulegur gestur á bloggi hennar. Þessi skrif gengu eiginlega fram af mér. Veit ekki hvort hún skrifar í eigin nafni eða samfylkingarinnar. Ef hún skrifar í nafni samfylkingarinnar ættu þeir að reka hana hið snarasta. Það er ekki hægt að lesa annað en hroka og forræðishyggju úr þessum skrifum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.8.2009 kl. 02:36
Ekki mér að kenna að Anna Sigríður er húmorslaus.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 14:02
Þegar mér varð ljós spilling sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar þá hætti ég að skrifa nafn þeirra með stórum staf, hef megna skömm á þeim flokkum og mörgum þar innanborðs. Ennþá skrifa ég nafn VG með stórum stöfum sem og Borgarahreyfingarinnar.
Fólk sem leyfir ekki athugasemdir eða umræður í bloggi sínu ætti ekki að tjá sig á öðrum bloggum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.