Árni Þór í herferð gegn Ögmundi og Guðfríði Lilju

Í miðli útrásarvíkingana tjáir Árni Þór sig um fund Vinstri grænna í kraganum í gærkveldi. Hann segir: "ríkan stuðning hafa komið fram við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, á átakafundi kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi."

Ég var á þessum fundi og mér datt fyrst í hug þegar ég las þessi ummæli Árna Þórs að hann hefði kannski blundað á fundinum og dreymt þetta. Vissulega hefði Árni Þór viljað sjá "ríkan stuðning" við fjármálaráðherrann því Árni Þór er ákafur talsmaður þess að Icesave-samningurinn verði samþykktur rétt eins og Steingrímur Sigfússon.

Vinstri græn eru mjög skemmtilegur stjórnmálaflokkur og hef ég ávallt ánægju af því að vera viðstödd fundi þeirra einfaldlega vegna þess að mikill fjöldi flokksmanna og sumir þingmanna flokksins beita dómgreind og skynsemi umfram það sem ég sé í sumum öðrum flokkum. Kúgun og þöggun eru heldur ekki stórt vandamál í þessum flokki.

Árni Þór og Steingrímur tilheyra því sem ég vil kalla leynimakks- og áróðursarmur Vinstri grænna og að því leiti ættu þeir betur heima í samfylkingunni. Vandamál Árna Þórs og Steingríms felst meðal annars í því að fólk í Vinstri grænum beitir eigin dómgreind í stað þess að láta kúga sig til fylgis við vondar hugmyndir.

Björgvin G Sigurðsson kallar það sundurlyndisfjanda þegar fólk styðst við eigin dómgreind við skoðanamyndun. Þetta kemur ekki á óvart úr herbúðum samfylkingarinnar sem hefur tekið sér sjálfstæðisflokkinn til fyrirmyndar í skoðanakúgun og hótunum.

Bestu hugmyndir og niðurstöður verða oftast til í kjölfar átaka. Óþol gagnvart sjálfstæðri hugsun og blint traust á forystu leiðir til stöðnunar og oft vondra ákvarðanna.

Á fundi Vinstri grænna í gær var ekki ríkur stuðningur við afstöðu formannsins til Icesave heldur þvert á móti var almennur stuðningur við afstöðu Ögmundar og Guðfríðar Lilju.


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Þú hefur greinilega verið á sama fundi og ég.

Ég hélt mig hafa séð Árna Þór á fundinum í gær, en þegar ég sá haft eftir honum að fundurinn hafi lýst yfir stuðningi við Steingrím...

þá varð mér ljóst að þetta hlýtur að hafa verið tvífari Árna Þórs...

Inni á fundinum og úti í kvöldkyrrðinni spurði fólk hvert annað af hverju Steingrímur lékur þann leik sem hann er að leika? Fátt var um svör!

Helga (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 18:08

2 identicon

Heyr, heyr!  Hjartanlega sammála þessari umfjöllun þinni.  Þegar Björgvin Sig., tjáir sig þá brosi ég..... ávalt, enda maðurinn "ótrúlega fyndinn karakter".  Í síðustu kosningabaráttu sagði þessi kjáni: "Ég mun ekki skorast undan ráðherraábyrgð verði ég beðinn um slíkt....lol.....!"  Lýðskrum og heimska Samspillingarinnar var í byrjun fyndin, en nú er bara að koma betur & betur í ljós það sem ég hef ávalt sagt um flokkinn, þ.e.a.s. "stórhætturlegur & vita gagnlaus flokkur fyrir land & þjóð" - því miður.  Allir þeir flokkar sem fara í "sambúð með XS" verða fyrir "heimilis ofbeldi & andlegu ofbeldi". 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Ég verð að játa það Jakobína að mér hefur fundist Árni Þór hafa komið oft furðulega fram bæði í ESB málinu og Icesave og sama má reyndar segja um Steingrím J, hvað veldur þessum útspilum þeirra er mér á huldu en ég held þó að langþráð aðkoma þeirra að stjórn landsins eigi þar hlut að máli og blindi dómgreind þeirra.

VG kemur mér ekki fyrir sjónir sem sami flokkur og ég gekk til fylgis við á sínum tíma og hreint furðulegt hvernig sumir þingmenn og frammámenn hans hafa gjörbreyst í allri framkomu og afstöðu til mála sem voru félagsmönnum VG ljós fyrir kosningar en er komin allt önnur túlkun á eftir kosningar svo sem ESB aðildin. Ef fram fer sem horfir þá verður VG sér líkt semstjórnmálaafl innan skams.

Rafn Gíslason, 12.8.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rafn það hafa margir furðað sig á framgöngu Steingríms og margar kenningar verið á lofti.

Ég er farin að hallast að því að hann hugsi bara tvo mánuði fram í tímann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.8.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir eru margir tvífararnir þessa dagana.

Sigurður Þórðarson, 13.8.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband