Ríkissjóður að tæmast?

Vondir stjórnmálamenn safna um sig já-fólki. Davíð Oddson og Ingibjörg Sólrún eru dæmi um slíka stjórnmálamenn að mínu mati. Það er einkenni á þröngsýnum og valdasjúkum einstaklingum að reyna að þagga niður í þeim sem vilja láta raddir sínar og skoðanir heyrast úr grasrótinni.

Þeir vilja skapa þá ímynd að samstaða sé um ákvarðanir sem þeir taka í einangrun og án samráðs. Til þess að ná árangri flytja þeir þann boðskap að átök um hugmyndir séu svik við forystuna og hugsjónina.

Stjórnmálamenn og málsvarar þeirra hafa flutt þjóðinni vondan boðskap frá því að bankarnir hrundu í haust. Málflutningur þeirra gengur út að að skapa tálsýnir meðal almennings.

Dæmi um svona tálsýnir eru t.d.:

Að bankahrunið hafi bara orðið allt í einu og Björgvin G. Sigurðsson ekki fattað neitt.

Að íslenskur almenningur beri sök á bankahruninu.

Um ofangreint vil ég segja eftirfarandi. Ef Björgvin sem viðskiptaráðherra hefur ekki fattað hvað var á seiði í bönkunum þá er hann of heimskur til þess að sitja á þingi.

Valdhafar í Brussel, Bretlandi og Hollandi bera mikla ábyrgð á þróun starfsemi bankanna og voru óvefengjanlega í mun sterkari stöðu til að hafa áhrif á þessa starfsemi en almenningur á Íslandi.

Steingrímur vill ekki taka mark á heimsfrægum sérfræðingi og hallast ég að því að hann sé að reyna að bjarga sjálfum sér í stöðu fjármálaráðherra (ríkissjóður er að tæmast) og sé tilbúin til þess að fórna framtíð komandi kynslóða til þess að redda skammtímavandamálum.

Það er vondur díll að fórna 3000 milljörðum til þess að redda 200 milljörðum og skömm að leggja það á komandi kynslóðir


mbl.is Stærra en ríkisstjórnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega er þetta allt saman rétt hjá þér.

Árni Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband