Hafna Icesave og grípa til frumlegra lausna

Er þessi ríkisstjórn að starfa fyrir Breta og Hollendinga eða er hún að starfa fyrir þjóðina?

Steingrímur hefur oft vitnað í ónafngreinda álitsgjafa máli sínu til stuðnings þegar hann reynir að sannfæra þjóðina um að hún eigi að fórna framtíð barna sinna.

Nú hefur nafngreindur og viðurkenndur sérfræðingur í skuldaskilum komið fram og ráðlagt Steingrími að hafna Icesave-samningnum í núverandi mynd.

Steingrímur ætlar hins vegar að hunsa ráðgjöf sérfræðingsins og telur nauðsynlegt að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave.

Hvers vegna?

Er Steingrímur svona vondur maður?

Er honum alveg sama þótt hann dæmi íslensku þjóðina til fátæktar?

Ég held að Steingrímur sé haldinn skammsýni andskotans og ég held að Steingrímur sé upptekin af því að lenda ekki í vandræðum ákkúrat núna.

Ríkissjóður er bágstaddur og Steingrímur og Jóhanna halda að þeirra eina ábyrgð sé að fleyta ríkisapparatinu inn í næsta ár.

Þau halda að þau hljóti þakkir fyrir að flytja vandamálin yfir á börnin okkar í stað þess að taka skellinn núna.

Ég myndi ráðleggja þessu annars ágæta fólki að hafna Icesave í núverandi mynd, lýsa yfir neyðarástandi og grípa til frumlegra lausna.

Ef þeim skortir kjark til þess þá eiga þau að segja af sér og afhenda fólki forystuna sem hefur dug og kjark til þess að takast á við ástandið og hlífa börnum okkar við að takast á við viðskilnað sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur er sjálfsagt ágætur t.d. við uppvaskið eða í sveitinni. Ég tel hins vegar að hann valdi ekki hlutverki fjármálaráðherrans. Hann er einfaldlega ekki nægilega skarpur til þess að ráða við þetta dæmi.

Tel mig í fullum rétti til þess að segja þetta vegna þess að hann er að eyðileggja framtíð afkomenda okkar og heldur uppi blekkingum og leynimakki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.8.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Var ekki annars búið að loka á þig á moggablogginu vegna þess hvað þú ert kjaftfor Árni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.8.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband