Virðum rétt barnanna

Ég fyllist vanþóknun þegar að eldra fólk sem hefur komið sér vel fyrir, á skuldlaus hús og marga einkabíla stígur fram og segir að börnin okkar verði að taka á sig byrðar gallaðrar hugmyndafræði og formgerðar Evrópusambandsins.

Í mínum huga er það alveg skýrt að umhverfi fjármálakerfisins í Evrópu er mótað með löggjöf og stefnu Evrópusambandsins. Bankahrun og kreppa er sköpunarverk auðmanna og valdhafa.

Ég fyllist vandlætingu þegar stjórnmála- og fræðimenn koma fram í fjölmiðlum og halda lestur um sekt Íslendinga. Ég vil ekki að þessir menn segi við börnin mín að það sé þeim að kenna að Björgólfur Thor opnaði útibú í Bretlandi.

Mér verður flökurt þegar ég hugsa til þess að Björgólfur Thor lúrir á sínum hundruðum milljarða í borg Gordons Brown á sama tíma og íslensk börn eru hundelt fyrir hryðjuverkin.

Það er einkar ógeðfellt að horfa upp á íslenska stjórnmálamenn róa að því lífróðri að spyrða börnin við regluverk á þann hátt að það geri þau sek vegna hryðjuverka sem framin eru handan Atlandshafsins í boði þeirrar hugmyndafræði sem mótuð er af valdhöfum í Brussel.

Buchheit er sérfræðingur í alþjóðalögum og hefur í samstarfi við aðra fræðimenn fjallað töluvert um þjóðarskuldir og sérstaklega um ábyrgð ríkisstjórna á “skammarlegum” skuldum fyrri valdhafa (odious debt), einræðisstjórna eða spillingarstjórna.

Bucheit hefur ráðið ríkisstjórn/frjálaganefnd frá því að samþykkja ríkisábyrgð við Icesave samninginn óbreyttan.


mbl.is Fundi fjárlaganefndar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta lítur ekki vel út.

Hrannar Baldursson, 13.8.2009 kl. 04:55

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.8.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband