Verri en alræmdir einræðisherrar

Ég las ágrip greinar eftir Buchheit o.fl. og tel að inngangur þess sé nokkuð áhugaverður með tilliti til Icesave-stöðunnar.

Þessi grein hefst svona:

Public international law requires that states and governments inherit ("succeed to") the debts incurred by their predecessors, however ill-advised those borrowings may have been. There are situations in which applying this rule of law strictly can lead to a morally reprehensible result. Example: forcing future generations of citizens to repay money borrowed in the state's name by, and then stolen by, a former dictator.

Buchheit og fleiri byrja á að benda á það að alþjóðalög krefjist þess að ríkisstjórnir erfi skuldir forvera sinna hversu illráðnar sem þær hafa verið.

EN..segja þeir...við vissar aðstæður leiði það til siðferðislega ógeðfelldrar niðurstöðu að fylgja þessum lögum.

DÆMI:

Þegar framtíðarkynslóðir borgara eru neyddar til þess að endurgreiða fjármuni sem eru teknir að láni af ríkinu en síðan stolið af einræðisherrum.

Kjarninn í þessum skrifum fræðimannana er að það sé siðferðislega óverjanlegt að kynslóðir greiði skuldir vegna fjármuna sem ekki hafa verið notaðir í þágu ríkisins.

Íslenska dæmið er í raun mun verra heldur en það sem fræðimennirnir taka fyrir í þessari grein.

Ríkisstjórnin ætlar að neyða komandi kynslóðir á Íslandi til þess að greiða skuldir vegna fjármuna sem ekki voru notaðar í þágu ríkisins án þess að skuldbindingin sé til staðar.

Ríkisstjórn vinstri manna hyggst sjálfviljug koma því á almenning að greiða skuldir vegna fjármuna sem var stolið í tíð spilltar ríkisstjórnar án þess að fyrir liggi að ríkið hafi teki á sig þá skuldbindingu á þeim tíma.

Þetta er stærsti glæpur Íslandssögunnar ef þetta viðgengst


mbl.is Enginn hafnaði láni Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Athyglisverð framsetning á þessum máli.

Haukur Nikulásson, 13.8.2009 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband