Norðmenn sýna ástandinu á Íslandi áhuga

Hvítbókin skýrir frá þessu:

Vaxta- og peningastefnan geri það útilokað fyrir almenning að endurgreiða lán eða húsnæðisskuldir. 70% fjölskyldna á Íslandi séu tæknilega séð gjaldþrota. Börn flytji inn á foreldra sína eða foreldrar inn á börnin sín. Heilu nýbyggingarnar standi tómar þar sem engin hafi efni á að búa í þeim og fyrirtæki séu gjaldþrota. Atvinnuleysi aukist jafnt og þétt og allt þýði þetta minni skatttekjur íslenska ríkisins. Minni skattur þýðir frekari niðurskurð í opinbera geiranum, heilbrigðis- og menntamálum. 50.000 manns vilji flytja úr landi og hér verði mannauðsflótti.

„Íslenska ríkið ætlar að bjarga bönkunum...AGS er mest upptekinn af því að bjarga því sem bjargað verður í fjármálgeiranum þrátt fyrir að reikningurinn fyrir þeim björgunaraðgerðum endi hjá íslenskum skattgreiðendum.“

En norðmenn hafa beint athyglinni að því að AGS réttir útrásarliðinu björgunarvesti en almenningur fái ekki einu sinni leyfi til þess að komast í björgunarbátanna.

Icesave samningurinn er eins vondur og hann hefur verið. Yfirlýsing Jóhönnu um að fyrirvararnir rúmist innan samningsins ber vott um að þeir séu gagnlausir.


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ha ???

70 % fjölskildna á íslandi tæknilega gjaldþrota ? Ef ég man rétt þá voru 30- 40 % í fjárhagskröggum....  

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 07:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svo segir á Hvítbók. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Tæknilega gjaldþrota þýðir að mínu viti að skuldir séu meiri en eignir. Ungir námsmenn eru t.d. flestir tæknilega gjaldþrota.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.8.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband