Hreiðar Már í kastljósinu

Hvernig er að þurfa að svara spurningum um að hafa haft áhrif á efnahagslegt hrun heils samfélags?

Það er merkilegt að enginn telur sig bera ábyrgð á hruninu?

Hverju svo sem Hreiðar Már heldur fram um sakleysi sitt þá er víst að hann tapað ekki eigin fjármunum eins og hann reyndi að sannfæra þjóðina um.

Kannski hefði strákurinn átt að spyrja sig hvort hann hefði það sem til þarf til þess að stjórna banka þ.e.a.s. grandvara og varfærni.

Ég skil ekki vel hvers vegna menn eins og Hreiðar Már og fleiri hafa svona sterka þörf fyrir að koma fram í fjölmiðlum og reyna að ljúga af sér sakir. Er sannleikurinn of stór til þess að þeir geti horfst í augu við hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Vá hvað hann var ósannfærandi. Greinilegt að hann kann ekki að skammast sín.

, 19.8.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann gerði enga tilraun til þess að útskýra hvað hann hefði lært á þessari reynslu. Fór bara í vörn. Það ber vitnin um vanþroska.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.8.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei, Jakobína, sannleikurinn er ekki of stór, þetta er skortur á mennsku.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband