Heimskir íslenskir stjórnmálamenn eru gullnáma fyrir Breta

 Ég velti eftirfarandi upp á Smugunni í dag.

Í kjölfar bankahrunsins hefði verið eðlilegt að setja af stað viðamikla rannsókn á ferli þeirra fjármuna sem lagðir voru inn á Icesave-reikningana og gera tilraun til þess að staðsetja áfangastað þeirra.

Þetta skiptir verulegu málið þegar skoðað er hvernig skaðinn af bankahruninu dreifist á aðila.

Bretar greiddu innistæðueigendum út bætur vegna taps þeirra við hrun Landsbankans. Efnahagsleg áhrif þessa bótagreiðslna eru í eðli sínu svipuð fyrir Breta og þegar Íslendingar greiða út bætur á Íslandi. Bæturnar skila sér út í hagkerfið og að hluta aftur í ríkiskassann t.d. sem virðisaukaskattur.

Sé sá grunur minn réttur að þeir fjármunir sem Landsbankinn náði inn með Icesave hafi aldrei yfirgefið Bretland heldur settur í ýmis fyrirtæki þar í eigu Íslendinga og Breta eru þessir fjármunir í vinnu í Bretlandi Bretum til hagsbóta. Fjármunirnir eru þá að auka atvinnustig í Bretlandi, skapa verðmæti og skila sköttum í ríkissjóð Breta.

Það má því með góðu móti halda því fram að skaði Breta takmarkist vegna þess að þeir hafa ekki þurft að greiða bæturnar út fyrir efnahagskerfi Bretlands.

Ef Íslendingar þurfa hins vegar að greiða Bretum að fullu útgjöld ríkissjóðs Breta vegna Icesave reikninganna mun það hafa í för með sér innspýtingu í breskt hagkerfi sem breskt efnahagskerfi hefur ekki þurft að afsala neinu á móti. Efnahagskerfi Breta hefur ekki beðið skaða per sei vegna Icesave en það er innbyggt í nauðungarsamninginn að slíkur skaði sér bættur.

Það má því færa fyrir því góð rök að fyrir utan vaxtamun sem mun færa Bretum hundrað milljarða gróða er samningurinn gullnáma fyrir breskan ríkissjóð vegna efnahagslegs samhengis og afmörkun efnahagssvæða. Innspýting í efnahagskerfi Breta úr Íslensku efnahagskerfi.

Íslenska efnahagskerfi mun ofþorna af þessum sökum. Það þolir ekkert hagkerfi að greiða "lán" af þessari stærðargráðu sem aldrei hefur komið inn í hagkerfi viðkomandi lands.


mbl.is Norska ríkisútvarpið fjallar um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband