Segið nei við Icesave

Þennan samning verður að fella.

Vanburðir ríkisstjórnarinnar og lamaðrar sendinefndar færði íslendingum samning sem mun hafa í för með sér átakanlegar afleyðingar fyrir þjóðina.

Verði fólksflóttinn á Íslandi svipaður og í Færeyjum munu þeir sem núna halda uppi velferðakerfinu, þ.e. þeir sem greiða nettó skatt í ríkissjóð og eru burðarvirki atvinnulífsins flýja land.

Ég ber alveg gríðarlegt vantraust til ríkisstjórnarinnar.

Málflutningur í ofsastíl sem dregin er úr samhengi við eðlilega skynsemi er ekki til þess fallinn að vekja traust.

Steingrímur J leitaði á náðir kirkjunnar og fékk að halda þar ræðu.

Í ræðunni segir hann eftirfarandi:

..."þess vegna verð ég að segja það, góðir áheyrendur, að það særir mig og mér finnst það óviðeigandi, þegar að staða okkar nú, þó við höfum orðið fyrir þessu áfalli, er borin saman við ógæfusöm, bláfátæk þróunarlönd sem eiga ekkert af því sem við eigum, þau eiga ekki einu sinni vatn til að drekka, varla nokkra gróðurmold eftir til að yrkja, litlar eða engar orkuauðlindir; eiga fátt nema blásna sanda og brennandi sól, erfiða sögu átaka og kúgunar og iðulega í klóm gerspilltra valdhafa eða harðstjóra nema hvorutveggja sé. Ólæs almenningur og börn sem deyja umvörpum vegna skorts á mat, lyfjum mannsæmandi húsnæði og heilnæmu umhverfi þetta er okkur fjarlægur veruleiki. Fólk á vergangi eða í flóttamannabúðum milljónum saman, jafnvel kynslóð fram af kynslóð þar sem engin framtíð bíður, þar sem reiðin og hatrið, ofstæki og örþrifaráðin finna frjóan jarðveg. Það er ennþá og óháð öllu krepputali gæfa að fæðast Íslendingur. Hér er og skal áfram verða gott að lifa og starfa, eldast og deyja."

Ekki kannast ég við að staðan á Íslandi hafi verið borin saman við fátæk þróunarlönd nema þá helst í hræðsluáróðri yfirvalda.

Staða Íslendinga hefur hins vegar verið borin saman við stöðu annarra og nálægari landa. Sjálfur hefur Steingrímur borið sig saman við fyrrum fjármálaráðherra Finna sem hlaut þar miklar óvinsældir vegna þess hvaða leið hann valdi út úr kreppunni.

Finnska kreppan leiddi af sér fólksflótta, ótímabæran dauða og innleiða varð skólamáltíðir í skólum fyrir börn sem ekki fengu mat heima hjá sér. Sködduð kynslóð óx upp í Finnlandi en Finnar eru enn að takast á við það vandamál sem það skapar.

Steingrímur hefur sagt "við ráðum við skuldbindingarnar vegna Icesave" en ég spyr hverju er Steingrímur tilbúin til að fórna.

Samningurinn við Breta og Hollendinga mun draga allt að 1000 milljarða út úr íslensku hagkerfi og af því skapast margfeldisáhrif. Fjármunir sem hverfa úr landi munu ekki fara í að byggja upp íslenskt atvinnulíf né afla tekna fyrir þjóðarbúið. Tugþúsundir Íslendinga munu flýja land og framtíðin mun festast í vítahring sem hinn ógæfusami fjármálaráðherra neitar að horfast í augu við.

Þegar talað er um hvort við ráðum við skuldbindingar verðum við einnig að spyrja okkur hvaða fórnir þarf að færa til þess að ráða við skuldbindingarnar.

Erum við tilbúinn til þess að fórna menningu okkar, fallegri náttúru og sjálfstæði til þess að hlíta blekkingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Krafa Breta er fleiri milljarðar umfram það sem færa má rök fyrir að sé skaði Breska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er verkfæri Breta í viðleitni þeirra til þess að þvinga landið af afkomendum okkar.

Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki velferð íslenskrar þjóðar. Markimið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gróði og vöxtur alþjóðafyrirtækja sem nærast á minni þjóðríkjum. Það er hagur alþjóðafyrirtækja að skapa á Íslandi láglaunasvæði og nægilega neyð til þess að þau geti komist yfir auðlindir og fært arð úr landinu. Meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur landshöfðingjann staðsettan hér virðast ráðamenn ætla að hlýða fölskum ráðum hans.


mbl.is Munum tala eins lengi og þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einu sinni var Steingrímur J. algerlega andvígur ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og ræddi mikið og skrifaði lærðar greinar því til stuðnings.

Nú berst hann fyrir málstað Breta og Hollendinga með kjafti og klóm og þótt hann hafi áður sagt að fyrirvarar breyttu engu um samninginn, þá hefur hann snúist heilhring í því, þótt hann viti vel að þeir hafi ekkert gildi gagnvart Bretum og Hollendingum.

Fyrr í dag var fjallað um þetta á þessu bloggi hérna

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband