VARÚÐ

icesave09.jpgSvo kann að fara að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við fyrirvarana við Icesave-frumvarpið vegna þess að þeir telja sig vita að breskir dómstólar taki fyrirvarana ekki gilda. Þetta kemur fram í bráðabirgðaáliti bresks þjóðréttarsérfræðings. Þess vegna séu fyrirvararnir í núverandi mynd þeim galla búnir að í þeim felist töluverð áhætta.

Frá þessu segir á Eyjunni.

 

Það virðist vera helsta áhyggjuefni þingmanna að koma frumvarpinu um ríkisábyrgð í gegn um þingið með hraði. Gríðarleg áhætta fylgir þessu máli og er varúð betri kostur en asi við þessar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki einn af þessum blessuðu fyrirvörum á þá leið að lögin taka ekki gildi fyrir en erlend stjórnvöld sem að málinu koma hafa samþykkt þá? Er þá ekki tekinn af allur vafi um gildi þeirra fyrir dómstólum?

sr (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessi erlendi þjóðréttarfræðingur sem mér skilst að sér prófessor í fræðunum telur að fyrirvararnir standist ekki.

Mér dettur helst í hug að það verði litið svo á að það sem stendur í Icesave-samningnum hafi forgang fyrir það sem stendur í fyrirvörunum.

Ég tek ekki afstöðu til þessa enda ekki sérfróð en ég tel að taka þurfi af allan vafa áður en þessu er kýlt í gegn

Ég er reyndar hissa á því hvað menn eru að stressa sig á þessu (nema ef vera skyldi að þá sé farið að sjást í botninn á ríkissjóði). Það má þó ekki láta skammtímavandamála rugla þessu máli. Þetta er alltof alvarleg til þess.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband