Samfylking á fylleríi

Það er sjálfsögð krafa að samfylkingin haldi sér edrú við meðhöndlun málsins

Það sem einn gerir í samfylkingunni það gera allir í samfylkingunni.

Það er þeirra mottó

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta eru ódrengileg ummæli með afbrigðum. Það vita allir sem nasasjón hafa af umgengni manna við Bakkus að hann fer ekki í manngreinignarálit. Þetta hefði getað komið fyrir þingmenn hvaða stjórnmálaflokks sem er.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 17:21

2 identicon

Við þurfum að sjá gestalista MP banka. Voru fleiri þingmenn - að frátöldum Sigmundi Erni - í boði MP banka?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Sigurður Þór.

Það er mottó samfylkingarinnar að á þeim bæ séu allir sem einn.

Það hefur ekki farið á milli mála og er ekki sérstaklega mitt álit.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 18:46

4 identicon

Sorry var ekki Halldór Blöndal fyrrum samgönguráðherra Sjálstæðismanna löglegur þegar hann var fullur á þingi

OOO MY GOD það þarf að fara skoða lögin frá þeim tíma þá líka fyrst að hann var meira að segja í ríkisstjórnarstól. 

Þá sjáum við það að það þarf að fara skoða stjórnarskránna og breita því til baka fyrst að þetta á að fara skipta máli 

Tek það samt fram að það er auðvitað skandall að vera undir áhrifum áfengis og mæta svo í vinnuna. En mér heyrist bara á sumum að þegar aðrir en samfylking eða vingstri grænir eiga í hlut þá er allt leyfilegt. 

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Lilja

Stjórnarskráin var skrifuð árið 1862 og hefur ekki tekið miklum breytingum. Stjórnmálamenn hafa staðið vörð um að inn í hana komist sem minnst af ákvæðum sem veita sjórnvöldum aðhald.

Afleiðingarnar eru ljósar. Samfélagið er að hrynja.

Kannski skýrir fyllerí þingmanna afleita löggjöf á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:31

6 identicon

Sæl aftur

Ég veit alveg hvenær Stjórnarskráin var skrifuð þetta var bara dæmi en hvað  um það:

Það er löngu vitað að samfélagið væri að hrynja og þú sem ert að læra doktorinn í félgasvísindum og hagrfæði innan þessa sviðs ættir að vera löngu búin að sjá það. Við fólkið sem erum með 170 þús í mán. og kallast það næstum hátt miðað við margt, við erum þau sem erum að vinna fyrir þessu verkafólki sem vann upp samfélagið með fiskvinnslu og erfiðisvinnu ekki bara eitthvað skrifstofu fólk sem horfir út um gluggan og segir nú bíddu já þessi er á götuinn hversvegna skildi það vera og byrja að reikna það hagfræðilega út og kemst að þeirri nðurstöðu 16 árum of seint. 

Það er nefnilegast þannig að við sem erum að vinna og viljum vinna erum með lægstu launin það erum við sem þurfum að líða fyrir fillerí stjórnmála manna hinir eru allir bara meðhjálparar hjá bankastjórum eða fyrrum forsætisráðherrum. Lífið er ekki eins auðvelt og Davíð Oddsson vildi að það væri hann bara sér ekki að við sem eru lítil og smá fáum rétt ofan í okkur að éta en þeir sem hafa mikið á mill handana gleima sér í éta upp okkur bara eins og kóngarnir gerðu hér á miðöldum.

Þegar Ég var alast upp þá spáði ég ekki í því hvort að fólk væri undir áhrifum áfengis eða ekki í pontu heldur sá ég eingöngu þann galla jarðar að foreldrar mínir væru að vinna non stop fyrir salt í grautinn. 

Ef að þessi ríkistjórn getur komið á fót eitthverskonar kerfi til að koma í veg fyrir spillingu sem var með XD og XB þá verð ég sátt. Þetta tekur ekki bara eina dag að vinna svona verkefni heldur nokkuð anni langann tíma.

Löggjöf hefur verið í hassi öll þessi ár sem framsókn var við völd sem hefur alltaf verið þangað til að Halldór Ásgrímsson hætti í stjórnmálum eftir mjög stórt mál með Íraksstríðið hér forðum, Kárahnúkavirkjun og margt annað.

Hefurðu eitthvertíman spáð í því hvort að Kárahnjúkavirkjun sé kannski bara eitt af okkar vestu ákvörðum sem hafa verið tekið bæði á pólitískann- og hagfræðilegann hátt.

Fyllerí eða ekki fillerí það er mjög mikið ókurteisi að koma í vinnuna undir áhrifum áfengis og ég vona að einginn geri það í hvaða vinnu sem hann er í.

kv Lilja

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Lilja ég tek ekki undir það að þú sért lítil eða smá. Þannig líta stjórnvöld gjarnan á almenning á milli þess sem þau þurfa að snýkja af honum atkvæði á fjögurra ára fresti.

Gallinn við þá ríkisstjórn sem er að störfum núna er að hún hefur týnt sér í "big politics" en gleymt sem þau hafa umboð til þess að starfa fyrir (á milli þess sem þau eru á fylleríi í boði bankavaldsins).

Það er ekkert lítið við þig og það er ekkert stórt við ríkisstjórnina sem er að svíkja láglaunafólk og skuldara auk þess sem hún safnar bara meiri erlendum skuldum og er að gera landið efnahagslega óbyggilegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.8.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband