Hollendingar átta sig á auðsveipni Íslendinga

Nú eru Hollendingar búnir að átta sig á því að hægt er að gabba Íslendinga til þess að borga fyrir þá reikningin. Íslendingar eru tilbúnir til þess að fórna framtíð barna sinna fyrir hagsmuni hollenskra fjárfesta.

AMX segir frá því að hollenskt svikakvendi reyni nú að plata meiru út úr Íslendingum.

Í aðvörun frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir að upp á síðkastið hafi borið á því að íslenskum aðilum hafi borist sendibréf frá konu að nafni Marie de Fortune, P.O. Box 40388, NL3504 AD Utrecht, The Netherlands, þar sem hún býður fram fjárhagslega aðstoð.

„Bréfin eru stíluð persónulega á fólk, með nafni og heimilisfangi. Í þeim er mynd af tékka að fjárhæð US$ 23.750.00. Marie segist munu senda viðtakanda þessa fjárhæð en fyrst þurfi hún að fá beiðni þar um. Er viðtakandi beðinn um að fylla út eyðublað sem fylgir sendibréfinu og senda til baka ásamt greiðslu að upphæð US$ 45 fyrir kostnaði. Eftir það verði tékki að upphæð US$ 23.750.00 sendur til viðtakanda, til að framselja og skipta í banka.

Tilboð sem þessi tengjast oftast fjársvikastarfsemi og er full ástæða til að vara fólk við að svara þeim,“ segir í aðvörun efnahagsbrotadeildarinnar.


mbl.is Bretar skoða fyrirvarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, og samkvæmt röksemdarfærslu hollensku ríkisstjórnarinnar eiga þeir sem láta platast af þessu svikakvendi endurgreiðslukröfu á hollenska skattgreiðendur.

Theódór Norðkvist, 29.8.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband