Frekar heimskuleg grein í Mogganum

Pétur Blöndal (ekki þingmaðurinn) skrifar grein í Moggann þar sem hann gefur Róberti H Haraldssyni prófessor forræði á skilningnum á hugtakinu uppljóstrun. Útgangspunktur þeirra er að uppljóstrun sé ekki uppljóstrun nema hún komi í veg fyrir skaða.

Athyglinni er ekki beint að því hvers konar skaða né heldur skaða fyrir hvern. Í grein sem á að skýra hugtakanotkun er merkilegt að ruglað er með hugtök og lesandinn skilinn eftir í hálfgerði þoku. T.d. segir: borgaraleg óhlýðni í skilningi siðfræðinga og heimspekinga er einmitt borgaraleg sem þýðir að hún felur ekki í sér ofbeldi. Þessi setning er sett fram til þess að rökstyðja það að málningarandófið sé ekki borgaraleg óhlýðni heldur eignarspjöll. Ég þarf varla að útskýra það að mikill munur er á merkingu hugtakanna eignarspjöll og ofbeldi auk þess sem siðferðileg merking þessara hugtaka er ólík.

Mér er ekki alveg ljóst heldur hvert höfundur greinarinnar vill fara með þessari umfjöllun sinni. Ef leki lánabókar Kaupþings er ekki uppljóstrun hvað er þetta atvik þá?

Ein af megin áhrifaþáttum í þeirri atburðarrás sem leiddi til bankahrunsins er þöggun, forheimskunaráróður og óljós skilyrði fyrir leynd.

Hrunið í haust var ekki eingöngu hrun efnahags. Stjórnskráin var brotin til þess að tryggja eignir stóreignafólks. Stofnanir samfélagsins brugðust sem endurspeglar spellvirki sjálfstæðisflokks og meðreiðarsveina á þessum stoðum samfélagsins. Ljóst var að grunnstoð menningar á Íslandi sem er fjölmiðlun hafði brugðist. Gjörspillt hugmyndarfræði um hvað sé siðferðislega leyfilegt og hverjum sé leyfilegt hefur hreiðrað um sig í menningarkima stjórnmála og stjórnsýslu.

Það er gríðarlega mikilvægur þáttur í uppbyggingu samfélagsins úr þessum rústum siðmenningar að brotið sé á þöggun, leynd og blekkingum. Uppljóstrun, hvort sem menn vilja kalla hana leka eða eitthvað annað er þáttur í uppbyggingunni og nauðsynleg forsenda þess að þöggunin verði rofin.

Skilaboð í formi eignarspjalla sem ekki má kalla borgaralega óhlýðni, vegna formgalla, er hluti af þeim samskiptum sem fer fram á milli almennings og stjórnvalda nú um mundir.

Þeir sem hafa framið glæpi gegn þjóðinni vísa gjarnan til þess að athæfi þeirra hafi ekki verið refsivert. Sá skilningur sem ég legg í þetta er að þeir treysta sér til þess að troða athæfinu í gegn um dómskerfið án þess að það verði dæmt refsivert. Það er ljóst að dómsvaldið er spillt. Dómar sýna að glæpir fyrirtækja eða ríkisvalds fá sjaldan staðfestingu sem refsiverðir. Dómsvaldið endurspeglar ekki siðferðisgildi almennings enda hafa dómar oft á tíðum vakið hörð viðbrögð og hneykslun almennings.

Hugtakið "siðferðislegur skilningur" er nokkuð óljóst. Hvernig verða atvik metin á skala siðferðis? Er hægt að meta siðferðislegt gildi atvika án samhengis við aðstæður? Í hverra þágu eru aðgerðir okkar og hvar liggur ábyrgð okkar. Berum við skildur til barna okkar, fjölskyldu, samfélgasins eða innlendra og erlendra áhættufjárfesta?

Ég hef metið það svo að atburðir liðinna ára beri vott um hnignum siðmenningar í vestrænum ríkjum. Minn skilningur á betri siðmenningu er þá að innifalið sé í menningunni vilji til þess að breyta þannig að aðrir hljóti ekki óhæfilegan skaða af.

Dæmi um óhæfilegan skaða er þegar embættismaður þiggur nokkrar milljónir í mútur fyrir að tryggja sérhagsmuni sem valda þjóðinni milljaraðaskaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir flotta grein!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.8.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Niður eða undir andstæðan eru upp eða yfir: upp-ljóst-ur-un. Það sem undir t.d. að veði er dregið fram eða upp í ljósið þannig að allir sjái. Ef málið varðar einn eða fleiri þriðju aðila frá byrjun er óeðlilegt að sé ekki upplýst. Mér tel miklu meira máli skipta að skapa ekki skilyrði til að koma fótum undir skipulagða glæpastarfsemi.

Það eru sjálfsögð mannréttindi að verkið fái að lofa meistarann. Forgangsraða að það sem  enginn skammast sín fyrir og þolir gagnrýni og lítið eftirlit sé í öndvegi.

Júlíus Björnsson, 30.8.2009 kl. 18:29

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Auðvitað færðu bara heimskulegar greinar og froðusnakk um fræga fólkið í fjölmiðlum. Þeir sem eiga þá VILJA ekki umræðu um sekt sína. Og þeir sem áttu að standa vaktina vilja heldur ekki ræða sitt.

Ævar Rafn Kjartansson, 30.8.2009 kl. 20:40

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hef ekki lesið greinina, en sjálfsagt er 'borgaraleg óhlýðni' léleg þýðing af 'civil disobedience', þar sem 'civil' mætti hugsanlega þýða sem 'siðlega', þannig að ef 'siðlega óhlýðni' er að ræða, þá kemur náttúrulega ofbeldi ekki til greina.

Hrannar Baldursson, 30.8.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já auðvitað fellur ofbeldi ekki undir þá skilgreiningu en hér var verið að tala um eignaspjöll en ekki ofbeldi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 22:36

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eru eignaspjöll ekki eitt af mörgum birtingarformum ofbeldis? Ekki allt ofbeldi er eignaspjöll, en öll eignaspjöll eru ofbeldi.

Hrannar Baldursson, 31.8.2009 kl. 06:05

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hrannar

Ofbeldi verður til í augum þess sem verður fyrir því. Þ.e.a.s. það skilgreina ekki allir ofbeldi á sama hátt fyrir sig. Þannig getur markviss stjórnsemi umbreyst í ofbeldi ef hún gerir það í augum þess sem verður fyrir henni. Það er því mat fórnarlambsins sem skiptir miklu máli og vilji gerandans til þess að taka tillit til vilja annarra.

Það kemur til dæmis fyrir að börn fremji eignarspjöll og er það yfirleitt ekki skilgreint sem ofbeldi heldur í almennari skilningi vandamál sem leita beri skýringa á.

Ég lít ekki á eignarspjöll hjá bankastjóra sem neitar að víkja ekki sem ofbeldi heldur tjáningamáta sem gripið er til vegna þess að viðkomandi virðist ekki skilja almennt tungumál eða þau skilaboð sem hann fær úr umhverfinu.

Vissulega erum við komin á jaðarinn i þessum samskiptum en framferði "fórnarlambanna" kallar á skýr skilaboð.

Íslendingar eru friðsöm þjóð sem hefur borið traust til náungans en náunginn hefur fótum troðið traust þjóðarinnar og rofið friðinn í samfélaginu. Ég tel að viðbrögð fólks sé ekki komin út á það svið að þau geti talist ámælisverð heldur frekar eðlileg miðað við aðstæður.

Það er jú búið að setja þjóðarbúið á hausinn. Fyrirgera frelsi þjóðarinnar. Eyðleggja framtíð barna okkar. Sundra fjölskyldum. Flæma fólk úr landi.

Reyndar mesta furða hvað fólk er rólegt.  

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Merkingar einstakra orð munu ráðast af málgreininni sem þau finnast í, m.ö.o. merking ræðast af samhengi. 

Ofbeldi er jafnað við "Vold" í dönsku. Ofveldi eða sennilega mun baldinn hafa verið beldaður og þá fastar til orða tekið beltaður [barinn] til undirgefni. Er oftast talað um ofbeldi valdsmanna. Ofbeldi gegn almenningi. Meginlands siðferðið er að berja til hlýðni. Í Frakklandi var aðeins eitt barn sem ekki var rassskellt það var prinsinn. Íslendingar mun upp til hópa líkjast Grænlendingum að því eðli að barsmíðar á börnum er síðari tíma innflutt siðferðmenning frá meginlandinu.     

Spjöll í Íslensku heiðnu siðferði eru yfirleitt lítilvægi svo sem maður spjallar [við] meyjar.

Sem betur fer er Stórborgarmenning ekki til á Íslandi og stór varsamt að reyna að heimafæra allar ályktanir erlendra spekinga sem byggja á Menningararfleiðagrunn frá Rómverjum til Persa.

Þeir sem þekkja ekki sinn eigin menningargrunn sökum skorts á orða-forða innrætingu frá blautu barnsbeini eru varla ályktunarhæfir þó þeir telji sig fullnuma í ályktun ólíkra menningarheima.

Íslensku almenningur hefur sætt miklu réttarfars og siðferðilegu ofbeldi svo sem eignupptöku og skuldsetningu af hálfu þeirra eiga að vera fyrir-fólkið en munu vera fyrir fyrirfólkið á meginlandinu.   

Í EU reglugerðarammanum lagast kreppur aldrei þar sem flestir eru leigjendur og vinna í stóriðjuverum eða risagervi einkafyrirtækjum og eru alltaf óhamingju samir í skoðanakönnum.  Valið og sjálfsákvörðunarrétturinn og réttmætar eignir svo sem skuldlaust heimili og áhyggjulaust ævikvöld eru hamingjuvakar sem drífa almenning áfram en ekki þröngsýnir einstefnumörkunar aðilar sem forgangsraða frá sér sjálfum að ofan. 

Júlíus Björnsson, 1.9.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband