Arðránið heldur áfram: er stjórnmála- og embættismönnum enn mútað?

Spillingarklíkan í forystu fjórflokksins virðist vera einbeitt í vilja sínum að koma þjóðinni á vonarvöl.

Fingraför Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er á öllum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og sjálfstæðisflokkurinn heldur uppteknum hætti við að ræna auðlindirnar.

Leynisamningar eru enn í fullu gildi og spurningar vakna um mútuþægni þegar að framferði þeirra sem koma að máli er skoðað.

Magma Energy er að fá auðlindirnar á Suðurnesjum nánast gefnar. Ferlið ber sterkan keim af þeirri spillingu sem hefur verið viðvarandi frá því að álver tóku sér bólsetu á Íslandi.

Sú kenning hefur verið sett fram að Magma Energy sé leppur Río Tinto en Magma Energy keypti hlutinn í orkuveitunni í gegn um skúffufyrirtæki í Svíþjóð.

Álverin hafa af óskammfeilni rænt arðinum af orkuauðlindum landsins. Þau hafa skuldsett dótturfyrirtækin á Íslandi gagnvart móðurfyrirtækjum erlendis til þess að losna við að greiða skatta hér. Leynisamningar og grunur um að múta íslenskum embættismönnum er staðreynd. Verðið til stóriðjunnar er mun lægra hér heldur en t.d. í Kanada og Bandaríkjunum og skýrir hvers vegna skattgreiðendur greiða með stóriðjunni.

Í skjóli nætur hafa aðilar verið að koma auðlindunum í eigu erlendra aðila undanfarin ár.

Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum glæpum heldur hefur hún af einurð gerst málsvari spillingaraflanna.


mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég á nú bágt með að trúa því að stjórnmálamönnum sé mútað. Ég held að vandamálið sé að stjórnvöld ráða ekki við vandan og það hefði verið nákvæmlega sama hvað stjórn tæki við. 

Offari, 1.9.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Offar mútur koma í ýmsu formi. Ég á ekki von á að menn standi undir húsvegg og skiptist á seðlum. En það er þekkt að erlendir aðilar hafa verið vingjarnlegir við þá sem komið hafa að samningum.

Ég held reyndar að það megi segja um marga að þeir séu of miklir sveitamenn til þess að sjá við þessu.

Aðrir hlýta valdinu til þess að öðlast sess hjá valdinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég tek undir með Offara hér að ofan - hér eru pólitíkusar úr öllum flokkum búnir að koma sér svo vel fyrir að ekki nokkur vinnandi maður né flokkur nær að gera nokkurn skapaðan hlut að viti þe af viti fyrir hinn venjulega borgara þessa lands - það þarf að núlla allt þetta opinbera og birja upp á nýtt, sama á við um alla lífeyrissjóðina sem "við" ríkið erum ábyrg fyrir.

Sjáið "munnhörpuna" sem nú rembist við að stýra landinu - ekki nokkur munur á þessu liði frekar en öðrum - spillingin og misnotkunin er slík

Kanski er eina vitið að ganga í þetta ansk ESB þe við virðumst ekki ráða við OKKUR sjálf

Jón Snæbjörnsson, 1.9.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Jón

Valdaklíkan í fjórflokknum hefur svo sannarlegt rústað samfélagi okkar.

Auðvitað finnur maður oft til ráðaleysis en ég tel að okkur beri skylda til þess að berjast gegn þessum óþverra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband