Samfylkingin er að koma lífsgæðum í landinu niður á fátæktarstig

Fréttin af afhendingu bankanna til erlendra kröfuhafa virðist fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki þótt þessi atburður sé að öllu leyti eins alvarleg og afhending orkuauðlinda til erlendra aðila.

Hinir nýju eigendur (kjölfestufjárfestar) eru að öllu leyti í sömu aðstöðu og Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson til þess að nota bankanna til þess að arðræna þjóðina og senda henni reikninginn. Íslenskir skuldarar verða þeirra gullnáma. Ástæðan fyrir viljaleysi ríkisstjórnarinnar (alþjóðagjaldeyrissjóðsins) til þess að leiðrétta ólögmætar eignatilfærslur frá skuldurum til banka er einmitt sú að það dregur úr verðmæti bankanna. Ef verðtryggingarósóminn er leiðréttur eða farið að lögum um viðmið um dagsgegni þá rýrnar gullæðin og bankarnir verða ekki eins fýsilegir fyrir erlenda lánadrottna.

Þetta hefur ríkisstjórnin aldrei sagt berum orðum og vill halda skilningi á þessu frá almenningi.

Ég vil einnig vekja athygli á frasa ríkisstjórnarinnar "að hún sé að byggja upp efnahagskerfið" 

Þetta segir ríkisstjórnin án frekari skýringa. Þá skulum við skoða þetta hugtak "efnahagskerfi".

Hvað er gott efnahagskerfi. Verg landframleiðsla hefur verið notuð sem mælikvarði á árangur stjórnvalda við efnahagsstjórnun. Hækkun vergrar landsframleiðslu segir þó ekkert um lífsgæði almennings í landinu.

Inni í landsframleiðslunni er arður sem hverfur úr landi en fer ekki í vinnu inni í efnahagskerfinu til þess að bæta kjör almennings. Gott dæmi um þetta er að erlend móðurfélög álveranna hafa fært skuldir yfir á dótturfélögin og færa fjármagn úr landi sem vaxtagreiðslur af þessum skuldum og komast hjá því að greiða tekjuskatt.

Þetta gerist á Íslandi NÚNA.

Það eru lítil tengsl á milli vergrar landsframleiðslu og lífsgæða í samfélaginu.

Samfylkingin

vinnur nú markvisst að því að koma auðlindum landsins í eigu erlendra aðila.

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz hefur vakið athygli á því hvernig stjórnmálamenn slá um sig með mælistikum sem mæla ekki raunverulega velferð og einblínt á atriði sem meta ekki almenn lífsgæði.

Stiglitz hefur bent á að það eru fjöldi atriða sem varða velferð og lífsgæði almennings sem mælist ekki í niðurstöðum um verga landsframleiðslu.


mbl.is Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er dapurlegt að sjá bullið og rökleysurnar sem koma frá konu sem segist vera með þá menntun sem hefði átt að gera hana víðsýnni og rökfastari, ekki leggjast niður á lágt flokkspólitískt plan.

Var það Samfylkingin sem einkavæddi bankana?

Var það Samfylkingin sem gerði þægan flokksgæðing að forstjóra Fjármálaeftirlitsins?

Var það Samfylkingin sem gerði uppgjafastjórnmálamann að formanni bankastjórnar Seðlabankans?

Ætlastu til að núverandi ríkisstjórn geti kippt öllu í lag á svipstundu, öllu því sem fór norður og niður eftir hrunið mikla fyrir ári?

Þú hefur kannski ekki gert þér grein fyrir því að það voru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur sem byggðu upp þá spilaborg sem hrundi?

En ef þú vilt liggja niður á lágu skítkastplani þá  um það!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.9.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður Grétar

Hefur það farið fram hjá þér að samfylkingin:

Þáði mútur af þeim sem fengu bankanna gefins

Var við völd í 18 mánuði áður en bankarnir hrundu

Æddi um allar jarðir og laug að fólki um ástand efnahagsmála og bankanna

Selur nú auðlindirnar úr landi

Stórhættuleg samtök spilltrar forystu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 18:50

3 identicon

Haldið þið nú bara kjafti.

Það þarf ekki að skrifa orð um þetta.Það þarf að gera eitthvað sem virkar fyrir fólkið í landinu .........sé ekki að þið séuð að leysa það á einhverju andsk... bloggi.

Hafið þið lausnir á reiðum höndum,þar sem þið sjálf getið leyst málin  fyrir alla Íslendinga ?????? 

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur það er fjöldi fólks að reyna að andæfa því sem er á seiði hér.

Fyrsta verkefnið er að vekja fólk til vitundar um það hvað er að gerast hér.

Fólk verður að fara að vaka áður en allt fer til fjandans

það er staðreynd og þar hefur þú rétt fyrir þér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.9.2009 kl. 20:32

5 identicon

Ég er sammála þér í því að bæta þarf löggjöfina í landinu þannig að í næsta bankahruni verði það ekki skattgreiðendur sem verða látnir borga brúsann.

Hvað varðar tengsl vergrar landsframleiðslu þá er það bara þannig að stór hluti af landframleiðslunni  fer í að borga til baka þá fjármuni sem við höfum tekið að láni. 

Hvað varðar ábyrgð einstakra stjórnmálaflokka þá er það nú þannig að það er markaðshyggja,  kapítallista  sem setti landið á hausinn.  Ekki stefna samfylkingarinnar .

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:33

6 identicon

Sigurður

Samfylkingin talar mikið um að slá skjaldborg um heimilin í landinu.

Er það skjald borg um heimilin að fjölskyldur eigi að greiða skuldir óreiðumanna eins og sf vildi og varð að bakka með á þnginu.

Fleira mætti nefna en læt þetta duga að sinni.

Arnar Ívar sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:43

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigurður Jónsson Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz bendir á að verg landframleiðsla mælir ekki nema takamarkaða hluti. Það er ekkert sem segir að stærð hennar muni hafa áhrif á getu ríkisins til þess að greiða skuldir.

Inni í landsframleiðslumælikvarðanum eru þættir sem hafa engin áhrif á getu ríkisins til þess að greiða niður skuldir. Ef við aukum erlendar fjárfestingar á kosnað innlendrar uppbyggingar þá hefur það þær afleiðingar að arðsemin færist í auknum mæli í landi.

Það sem skiptir máli eru tekjur ríkissjóðs og gjaldeyrisöflun í landinu. Vöruskiptajöfnuður og þáttajöfnuður.

Sú stefna sem er rituð í stefnuskrá samfylkingarinnar hefði kannski reynst ágætlega en forysta samfylkingarinnar skellti sér beint í sukkið og kapítalismann sem þú kallar svo en er í raun kleptókratískt stjórnarfar sem jaðrar við fasisma

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.9.2009 kl. 01:48

8 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er til lítils að eiga orðastað við fólk, eins og þig, sem er froðufellandi að pólitískri þráhyggju og lætur ekki orð frá sér fara til annars en  að níða niður einn ákveðinn stjórnmálflokk. Það er greinilegt að þú ert með Sjálfstæðisflokkinn í blóðinu, sama hverjar gjörðir þess flokks eru þá er það allt fyrirgefið og umborið. Samfylkingin og Vinstri grænir hafa fengið erfiðasta verkefni sem nokkrir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa fengið frá upphafi vega, að hreinsa flórinn eftir þá Davíð og Halldór sem bera miklu meiri ábyrgð á því hruni sem hér varð með þeirri óheftu kapítalísku frjálshyggju sem þeir innleiddu eftir kokkabókum Friedman. Svo komu í kjölfarið allir ungu upparnir sem héldu að þeir vissu allt  um rekstur banka og fjármálstofnana.

Ég ætla ekki að elta ólar við bull þitt um mútur og annað sem þú berð Samfylkingunni á brýn.

En ein ábending: Þó þú sért nánast froðufellandi af ofstæki og einsýni ættirðu að vanda mál þitt betur. Það er alltaf jafn hörmulegt þegar fólk klæmist á íslenskri tungu.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband