Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð í efnahagslífi, menningu og sálarlífi þjóðarinnar.
Forysta stjálfstæðisflokksins vanhelgaði Alþingi Íslendinga og gerði það stimpilsjoppu Viðskiptaráðs Íslands, hún svívirti dómsvaldið með klíkuráðningum og hún stefndi fullveldi og sjálfstæði landsins í voða með því að færa fjármálastofnanir, ríkisfyrirtæki og auðlindir í hendur glæpamanna og krosstengslamafíu.
Sjálfstæðisflokkurinn er martröð þeirra sem láta sér annt um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
Hvert sem litið er blasir sorinn við sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Stoðir samfélagsins eru eins og morkið fúatimbur eftir langa valdatíð flokksins.
Enn halda þeir uppteknum hætti og eru í fararbroddi, með dyggri aðstoð samfylkingar, við að selja auðlindirnar úr landi.
Heimska þeirra og sóðalegt framferði hefur kallað einhverja verstu pest sem hugsast getur yfir þjóðina, en það er hinn alræmdi Alþjóðagjaldeyrissjóður. Þessi ádrepa leysir samfylkinguna og Steingrím J Sigfússon engan veginn undan þeirra ábyrgð en þau halda nú áfram á sömu braut og fyrirrennarar þeirra. Forysta fjórflokksins og forseti Íslands eru hluti af rotnu kerfi sem umlykur sig valdamúrum með skipulagi og stjórnarskrá sem er löngu úr sér gengið og þjónar varla öðru en að viðhalda rányrkju og kúgun.
Dominique Strauss-Kahn skýrir vel tilgang Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar hann segir í nýlegri ræðu:
Ein stærsta ögrun (AGS) er að takast á við málefni sem varða landamæri. Við verðum að halda áfram að þrýsta á (þjösnast áfram) -vegna þess að í fjarveru samþykkta um hvernig eigi að tækla vandamál sem ná yfir landamæri er hætta á að hagsmunir þjóða verði teknar fram yfir hagsmuni alþjóðasamfélagsins.
Skýrara getur það varla verið.
Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að laga mannkynið að þörfum hinna ríku.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er á Íslandi til þess að verja alþjóðasamfélagið (sem er í raun um 5% íbúa jarðar sem á helming alls auðmagns) og sjá til þess að það verði íslenska þjóðin sem verður undir í baráttunni. Íslenska þjóðin sem þarf að taka á sig byrðarnar af glannaskap erlendra áhættufjárfesta til þess að þeir haldi sínu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun engu eira í viðleitni sinni. Samfylkingin og Steingrímur J Sigfússon hafa beygt sig undir þetta vald og það skýrir hvernig allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar miða að því rústa því litla sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.
Ríkisstjórn Íslands heldur uppteknum hætti og svívirðir Alþingi Íslands með ofbeldi gegn réttkjörnum fulltrúum fólksins
Fjölgun fer illa með niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.