Bónusar, arðgreiðslur, kúlulán, innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun

Maður veltir því fyrir sér hvort Jónas Friðrik Jónsson hafi nokkurn tíma fattað hvað hann átti að vera að gera í vinnunni svona rétt eins og hans nánasti yfirmaður Björgvin G Sigurðsson.

Þeir sem áttu hlutabréf í Kaupþing áttu kröfu á að fyrirtækinu væri stjórnað með velferð þeirra í huga og að bankinn lánaði eingöngu út á örugg veð.

Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir færir kúlulánin sín af persónulegri kennitölu og yfir í hlutafélag er hún að koma undan eignum en stjórnendur Kaupþings eru að svíkja hluthafanna með því að færa lánið yfir á verri veð.

Stjórnendur bankanna höguðu sér glæpsamlega. Léku sér með fjármuni almennings og þeirra lánastofnanna sem lánuðu bankanum fjármuni. Lánstofnanir sem lánuðu bankanum fjármuni voru fagaðilar en það voru minni hluthafar ekki og í svipaðri stöðu og innlánseigendur hvað það varðar. Það er því merkilegt hvernig skilanefndirnar og ríkisstjórnin hamast við að bæta þessum lánadrottna skaðann með því að gefa þeim bankanna sem þeir láta íslenskan almenning fjármagna.

Á DV segir: Ingvar Vilhjálmsson, einn af aðalmönnum gamla Kaupþings, er að leggja lokahönd áIngvar_Vilhjlmsson_jpg_280x600_q95 tæplega 450 fermetra glæsivillu við Skildinganes 44. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Séð og heyrt.... Ingvar fékk nærri því 1,7 milljarð að láni frá Kaupþing til að kaupa í bankanum árið 2006, og fékk gríðarháar upphæðir í arð. Í Séð og heyrt kemur fram að engu að síður hafi hann ekki borgað af láninu og stofnaði hann félag í kringum skuldirnar sem stefnir hraðbyri í þrot.

Maður hlýtur að spyrja sig hvaða sérúrræða Ingvar nýtur í skuldastöðu sinni svona t.d. í samanburði við þá sem áttu smáræðishlut í Kaupþingi sem hann bar svo mikla ábyrgð á.


mbl.is Mörg dæmi um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ætli hann fái ekki niðurfellingu skuldarinnar af því hann er ekki borgunarmaður fyrir henni? Ætli verði nokkur greinarmunur gerður á honum og Jóni Jóns sem tók 20 milljón króna lán til að kaupa sér 4 herbergja íbúð þegar hann missti vinnuna og hætti að geta borgað af láninu sínu? Þeirra staða verður örugglega metin jöfn

, 7.9.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband