Kennarar á skítakaupi, í hvað fara útgjöldin?

Laun kennara á Íslandi með þeirra lægstu í þeim löndum sem eru til samanburðar en útgjöld til menntamála aftur á mótu meðal þeirra hæstu.

Það vantar í þessar skýringar sundurliðun á þessum útgjöldum.


mbl.is Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hluti af skýringunni gæti verið sú að á Íslandi er leikskólastigið hluti af menntakerfinu, en það er það ekki í mörgum löndum. Leikskólinn á Íslandi tekur inn yngri börn og hærra hlutfall en víða annarsstaðar. Það er því ekki verið að bera saman sambærilegar upplýsingar í öllum tilfellum.

Sesselja Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þetta kemur mér ekki á óvart, eftir að hafa reynt íslensku skólana í 2 ár. Flutti svo aftur til Svíþjóðar, aðalega út af menntamálunum.

Ásta Kristín Norrman, 8.9.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sesselja er það ekki svo í sumum löndum að börn hefja grunnskólann mun fyrr en á Íslandi, t.d. í Frakklandi?

Upplýsingar frá mismundandi löndum eru mjög sjaldan sambærilegar en yfirleitt er reynt að leiðrétta fyrir það í samanburði.

En það þarf auðvitað að skýra betur hvað hefur áhrif á þá öfgamynd sem upplýsingarnar taka á sig í samanburði við önnur lönd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.9.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli skýringin geti að einhverju leyti verið fjárfrekar hræringar í námsskrám allra skólastiga? Getur verið að að skýringin liggi að einhverju leyti í ölum áróðursmeisturunum úr Menntamálaráðuneytinu sem voru sendir út um allt land til að sannfæra kennara um aðnýju fræðslulögin væru snilld vegna þess að Kennarasambandið var útilokað frá aðkomu að þeim? Gæti verið að skýringin liggi að einhverju leyti í öllum nefndunum sem voru settar saman til að semja reglugerðir sem er vísað í hægri, vinstri í nýju fræðslulögunum? Ég hef ekki heyrt annað en að þessar nefndir starfi enn...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.9.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband