Spilling í Sjálfstæðisflokki og Framsókn, skúffufyrirtæki í Svíþjóð

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í stjórn Orkuveitunnar ætla að selja skúffufyrirtæki í Svíþjóð auðlindirnar á Suðurnesjum.

Þessi atburðarrás sýnir að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa EKKERT lært á hruninu.

Þeir hafa gert leynisamning við skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Þeir vilja selja Hitaveitu Suðurnesja á undirverði og taka við greiðslu í formi kúluláns með veði í sjálfu sér og skúffunni í Svíþjóð.

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skapað hættulegt umhverfi á Íslandi vegna þess að þeir eru búnir koma því orði á Íslendinga að þeir séu eindæma lélegir samningamenn, mútuþægir og alltaf til í leynimakk.

Í viðkvæmri stöðu Íslands sameina hrægammarnir nú krafta sína og bjóða Íslendingum upp á fáránlega samninga sem þeim myndi aldrei detta í hug að bjóða nokkurri siðmenntaðri þjóð.


mbl.is Skora á borgarstjórn að hafna samningi við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakobína, það verður að stöðva þessa sölu.  Hvaða leyfi hafa þeir til að selja hluta af landinu okkar?   Maður er að verða dofinn og bara illt af óþolandi óstjórninni.   Það er vart búandi í landinu.

ElleE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er óhuggulegt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.9.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tær snilld, það er það sem það er. Það myndi sigurjón digri segja.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband