Eru Már Guðmundsson og Steingrímur J mælingatól eða ólíkindatól?

Eru þetta fréttir:

Már Guðmundsson segir á Reuters:

Líkur á hagvexti næsta ár

Þó getur brugðið til beggja vona

Nú virðist frekar líklegt að hagvöxtur muni aukast

Hvernig stendur á því að það sem er líklegt en getur brugðist sé komið í heimsfréttir. Hvað þýðir að eitthvað sé líklegt en getur brugðist? Hvort eru meiri líkur á þvð að það sé líklegt eða geti brugðist?

Steingrímur J segir um fréttaflutning Más:

Þetta rímar mjög vel við það sem ég hef sagt (Hvað sagði hann? Sagði hann að það væri líklegt eða gæti brugðist?)

Ég tel að við eigum að geta sé rofa til eitthvað eftir veturinn (Hvaða þýðingu hefur það hvað Steingrímur telur? Hefur það áhrif á niðurstöðuna?)

Að sumu leiti gengið betur í sumar en menn þorðu að vona (Hvaða menn voru það?)

 


mbl.is Minni samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eina tólið sem mér dettur í hug að líkja þeim félögunum við er bullustrokkur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, eða bulluskalli.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hverju myndir þú sjálf svara ef þú værir stöðugt spurð stórra spurninga sem þú hefðir ekki svör við?

Soffía Valdimarsdóttir, 8.9.2009 kl. 14:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég myndi svara því til að ég hefði ekki svör við þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.9.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hrun krónunnar veldur því að ekkert er að marka tölur um samdrátt eða hagvöxt.

Samkvæmt nýjustu hagtölum stóð útflutningur nokkurn veginn í stað á öðrum ársfjórðungi 2009 miðað við 2008.

Sé hinsvegar 50% hrun krónunnar tekið með í reikninginn þýðir það að útflutningur hafi dregist saman um 50%, ef hann var óbreyttur milli áranna 2008 og 2009 í krónum talið.

Theódór Norðkvist, 8.9.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Theódór

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.9.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Á þetta ekki að vera svona?:

Líkur eru á og frekar líklegt að

landið verði svona

þó ætla ég þessvegna það

því rétt að vona

Bloggkveðjur frá Guðna Karli

Guðni Karl Harðarson, 8.9.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband