2009-09-10
Hverra verður hið nýja Ísland?
Þegar stjórnmálamenn fara að tala um eftirfarandi hugtök og gefa í skyn að merking þeirra sé marktæk fyrir velferð þjóðarinnar skulu þið vera á varðbergi:
Endurreisn efnahagskerfis
Hagvöxtur
Aukin verg landsframleiðsla
Aðkoma erlendra fjárfesta
Þessi hugtök sem ég nefni hér að ofan eru gefa í raun engar upplýsingar um afdrif almennings í landinu.
Þeir sem andæfa mest yfirvöldum eru oft þeir sem sjá í gegnum orðaskrúð þeirra sem ætlað er að villa um fyrir almenningi.
Við skulum athuga hvað er að gerast á vakt núverandi ríkisstjórnar og fyrir tilstilli sjálfstæðis- og framsóknarmanna sem enn fara með mikil völd í bæjarfélögum landsins.
Það sem einkennir atburði undanfarna mánuði er sú hætta sem þeir eru að setja komandi kynslóðir í.
Sala auðlinda: Flytur arðinn af auðlindunum úr landi og skapar hættu á að komandi kynslóðir þurfi að greiða okurverð fyrir rafmagn, húshitun eða vatn.
Afhending bankanna til erlendra fjárfesta: Gerir íslenska skuldara að gullnámu þeirra sem eiga bankanna og gefur jafnframt erlendum fjárfestum ítök í íslensku atvinnulífi.
Skuldsetning þjóðarbúsins með veði í Íslandi: Alvarlegustu mistök þessarar ríkisstjórnar sem er að stefna sjálfstæði landsins í mikla hættu með mikilli og illa ígrundaðri skuldsetningu og fórnar velferð komandi kynslóða fyrir skammtímareddingar.
Þau atriði sem ég tel upp hér að ofan koma í kjölfar gríðarlegra mistaka og spillingar sjálfstæðisflokks sem höfðu meðkokka úr framsóknarflokki og samfylkingu.
Kvótaframsal
Einkavinavæðing ríkisstofnana
Einkavinavæðing bankanna
Spilling og leynimakk í orkusölu
Sala á auðlindum til útlendinga (Snæfellsnes og Hafnafjörður)
Ofangrein hegðun stjórnmála-, embættismanna og viðskiptalífs er að gera komandi kynslóðir að leiguliðum og vinnuþýi "erlendra fjárfesta."
Samfélagið stefnir á hraðbyr inn í það að verða kjörlendi fyrir "erlenda fjárfesta".
Hvað vilja "erlendir fjárfestar"?
Láglaunasvæði
Ítök í fjármálakerfi
Þegnar sem vegna skuldaánauðar eru í veikri samningsstöðu
Þæga stjórnmálamenn
Ódýra orku
Lélegt velferðarkerfi sem dregur úr orku almennings til þess að standa upp í hárinu á "erlendum fjárfestum"
Fátækan almenning sem hefur lítil áhrif á mótun samfélagsins
Þegar áhrif Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi eru skoðuð má sjá að hann stuðlar að því að koma á ofangreindu ástandi á Íslandi. Hann hefur þæga stjórnmálamenn sem lúta vilja hans og vinna að markmiðum hans.
"Erlendir fjárfestar" hafa setið um Ísland um langa hríð og kerfi á Íslandi hafa þegar verið löguð að vilja þeirra að nokkru leyti, t.d. skattkerfi og mútukerfi af hálfu orkuiðjunnar.
Hegðun valdamikilla stjórnmálamanna í dag getur aðeins þýtt tvennt:
Þeir hafa tekið sér stöðu með "erlendum fjárfestum" til að tryggja eigin hag....
....eða þeir skilja ekki samhengið í "eigin" aðgerðum og áhrif þeirra á komandi kynslóðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Jakobína.
Ég sé að það er eins með þennan pistil og marga aðra hjá þér um grundvallarmál, að þeir hljóta litla umræðu, en ég vona að margur maðurinn lesi. Í raun snertir þessi ógn sem þú ert að lýsa alla Íslendinga, hvort sem þeir eru til vinstri eða hægri.
En þó fólki kjósi sandinn sem hvílustað fyrir sitt höfuð, þá mun fólk rumska þegar þursinn byrjar að japla á óæðri endanum.
Þetta er ekki það Ísland sem við viljum að börnin okkar erfi. Og þetta draumaland Leppana og Skreppana er hvorki hægrimennska, vinstrimennska eða neins konar mennska.
Þetta er ómennska.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2009 kl. 13:56
Komið þið sæl; Jakobína Ingunn og Ómar - sem og, önnur hér, á síðu !
Les; oftsinnis, hugvekjur Jakobínu, Ómar, en ég er ekkert svo viss um, að hún kæri sig um athugasemdir mínar, hvar ég er jú; svarinn andstæðingur Samfylkingarinnar, hvar Jakobína virðist telja sig til meðlima enn, þrátt fyrir aðild SF; að því ástandi, hvert upp er komið, hér á Fróni.
Fari ég rangt með; eða hafi lesið rangt um, á dögunum, um aðild þína, að SF, bið ég þig velvirðingar á þeim hnökra mínum - sé svo; Jakobína Ingunn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:18
Sæll Óskar vissulega hefur þú rétt fyrir þér eins og oft á tíðum en í þessu tilviki er sannleikurinn ekki eins tær og ætla mætti. Ég er félagi í fimm stjórnmálaflokkum og lít þá misjöfnum augum.
Samfylkingin er alls ekki í náðinni hjá mér nú um mundir vegna þess helst að í hennar forystu eru spilltir og vanhæfir einstaklinga.
Ég var þó í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum og kaus sjálfan mig og tel því atkvæði hafa verið vel varið. Kaus sjálfa mig vegna þess að ég gat ekki séð að fjórflokknum væri treystandi og hef reynst þar sannspá.
Ég get altjennt ekki sakað sjálfa mig fyrir að hafa stuðlað að þeirri óstjórn og rugli sem er í gangi í stjórnmálum í dag.
Ég er einlægur stuðningsmaður lýðræðis, almennings og komandi kynslóða. Hef fundið lítinn hljómgrunn fyrir hagsmunum sem styðja þetta hjá flokkunum.
Meira að segja Borgarahreyfingin er í rústum vegna þess að þar hafa ruðst inn eiginhagsmunaseggir með sitt eigið agenda sem hleypa öllu upp í loft. Þeir munu halda því áfram þangað til búið að berja allt almennilegt fólk í burtu sem vill þjóðinni vel og virðir lýðræði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 14:39
Komið þið sæl; á ný !
Þakka þér; einarðleg svör, við mínum athugasemdum, Jakobína Ingunn.
Þó; ég sé fjandmaður svokallaðs lýðræðis - hvert birtist okkur, í hinum ömurlgu vestrænu stjórnarháttum, hér á Fróni meðal annars.
Það eru; hin eiginlegu Alþýðu þing, sem máli skipta, svo sem Áshildarmýrar samþyktir 15. aldarinnar - svo og; að Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu, færi með daglega stjórnun, í landinu.
Það; er keppikefli mitt, að minnsta kosti, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:51
Óskar Helgi ég var ekki að vísa til hins "svokallaða lýðræðis" heldur lýðræðis í þeirri merkingu að almenningur hafi raunveruleg áhrif.
Það ríkir ekki lýðræði á Íslandi allt tala um slíkt er skrum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 15:03
Heil og sæl; á ný !
Þá; er öllum misskilningi eytt - okkar í millum, Jakobína Ingunn.
Þakka þér; sem fyrr.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.