Vandamál bankanna taka á sig nýja mynd

Niðurstaða þessa máls hefur gríðalega þýðingu fyrir framtíð Íslands.

Niðurstaðan hefur einnig mikla þýðingu fyrir þróun menningar á Íslandi og sjálfsmynd þjóðarinnar.

Spurningin er: Er það lögmætt afferli að beita fyrir sig stofnunum til þess að hafa fé af fólki? Aðstöðumunur stofnanna sem höfðu á sínu valdi upplýsingar og áhrif á gengisþróun til þess að gera tap óumflýjanlegt fyrir viðskiptavinina sem uggðu ekki að sér. Upplýsingaskortur og áhrifaleysi viðskiptavinanna varð þeim að falli.

Bankarnir gerðu þennan aðstöðumun að tekjulind sem nú hefur haft í för með sér eignatilfærslur í áður óþekkri mynd.

Ef Björn Þorri vinnur þetta mál hefur það mikla þýðingu fyrir framtíð fjármálakerfis á Íslandi.

Skuldugir Íslendingar sem í raun hafa ekki fengið í hendur nema hluta þeirra fjármuna í hendurnar sem þeir skulda eru gullnáma fyrir erlenda fjárfesta sem vilja eignast bankanna.

Snillingarnir í bönkunum og ríkisstjórnin sem innleiddi möglunarlaus lög sem hönnuð voru af viðskiptaráði sköpuðu kjöraðstæður fyrir eignatilfærslur í þágu fjármálakerfisins


mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaupþing er ekki eini bankinn með þessa svikamyllu og Björn Þorri vinnur engin mál gegn þessum banka, frekar en öðrum. Spillingin á Íslandi er algjör og er ekkert síðri í dóskerfinu en  annars staðar, en það er gott að þetta komi upp á yfirborðið.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er eitt versta myrkraverk sem sjálfstæðisflokkurinn vann gagnvart þjóðinni að eyðileggja dómsvaldið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband