Forræðishyggja SJÁLFSTÆÐISMANNA

Nú ráða verslanirnar hvað við étum og troða í okkur alls konar óþverra. Samþjöppun í verslunarrekstri og matvælavinnslu á undanförnum áratug undir forræði sjálfstæðismanna veldur því að almenningur hefur lítið val um það hvað hann lætur ofan í sig.

Gróðahyggja aðila sem búa nánast við einokunaraðstöðu gerir þeim kleift að bjóða almenningi upp á alls konar óþverra sem þeir kalla mat.

Samþjöppun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs takmarkar valkosti almennings sem býr þar af leiðandi við skert frelsi.

Hugmynd sjálfstæðismann um frelsi virðist vera frelsi fáeinna aðila til þess að leggja undir sig markaði með óeðlilegum viðskiptaháttum og einkavinavæðingu sem skilur allan þorra almennings eftir með gallaða vöru og verðlagningu sem jaðrar við kúgun.

Þetta er samfélagið sem sjálfstæðismenn vilja móta fyrir komandi kynslóðir.


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Byrjaði ekki hatur Bónusfeðga á Davíð Oddsyni vegna þess að þeim fannst hann flækjast allt of mikið fyrir sér, með alls kyns tilraunum til þess að sporna við útþenslu þeirra, t.d. í bankakaupum, með fjölmiðlalögunum o.fl?

Með hverjum stóð almenningsálitið þá?

Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vandræðn milli Davíðs og Jón Ásgeirs stöfuðu held ég fyrst og fremst af því að örðum hafði verið ætlaður sá biti sem Jón Ásgeir tók.

Ágreiningurinn var ekki hugmyndafræðilegur.

Mennirnir eru báðir óvinir almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Páll Blöndal

Jakobína, mikið er ég sammála þér!

Páll Blöndal, 10.9.2009 kl. 16:33

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst þessi sala á landbúnaðarvörum hjá bóndanum.. minna mig á bókina draumalandið og hvernig Andri Snær sá landbúnað fyrir sér.

Brynjar Jóhannsson, 10.9.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Brynjar ég skil ekki vel fyrir hverju þú ert að færa rök.

Persónulega vil ég geta keypt kjöt í trausti þess að það sé kjöt.

Þegar ég kaupi kartöflumjöl vil ég kaupa það í poka sem á stendur kartöflumjöl enn ekki í kjötdeildinni á sama kílóverði og hreint kjöt.

Þessu er ég ekki tilbúin að fórna svo fámennur hópur geti grætt meira en allir hinir tapi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 19:39

6 identicon

Mögnuð tenging við Sjálfstæðisflokkinn!

Er samt ekki magnað að hann skuli slengja fullyrðingum í allar áttir og gera alla kjötframleiðendur landsins tortryggilega, en á sama tíma veit maður ekkert hvaða flösugöltur er hárnetslaus að slefa ofan í kæfurnar hans og pakka nautakjötinu í notaða poka úr Krónunni?

En það verður nær örugglega Sjálfstæðisflokknum að kenna að hann skuli fá frelsi til að gera þetta, þegar einhver fær skitu af jukkinu.

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:57

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ófeigur

Ert þú að segja að samþjöppun í verslun leiði til aukins hreinlætis.

Ef fólk hefur valkosti þá verslar það ekki nema einu sinni við þann sem selur því vöru sem það fær skitu af.

Ég undanskil þó sjálfstæðismenn sem vilja aftur sjálfstæðisflokkinn til valda eftir þá skitu sem hann olli samfélaginu í haust. Það virðast vera til einstaklingar sem vilja hafa skitu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.9.2009 kl. 21:43

8 identicon

Hvor er líklegri til að hafa hreinlætið í fyrirrúmi... kjötframleiðandi með gæðavottaða framleiðslu eða gaurinn í sveitinni. (Reyndar sá sami og er að draga í land með stóru orðin í yfirlýsingu: "Vísast er hægt að hrekja einhver þau ummæli sem mér féllu af vörum og verður það væntanlega gert..."

Hvað hitt snertir... já, ég vona svo sannarlega að við fáum sjálfstæðisflokkinn aftur, því það alkul sem vinstri stjórnin hefur kallað yfir þjóðfélagið, annars vegar með klikkaðri forgangsröðun verkefna og hins vegar hrópandi fjarveru, er að sliga alla. 

Verra sorp hefur ekki nokkur þjóð kosið yfir sig!

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:28

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ófeigur

Ekki ætla ég að réttlæta vinstri stjórnina sem hefur brugðist illilega og sýnt litla vinstri takta.

Þessari vistri stjórn gæti þó aldrei tekist að valda viðlíka skitu og sjálfstæðisflokkurinn olli landsmönnum í haust með dyggri aðstoð samfylkingar.

Eftir átján ára valdaferil sjálfstæðisflokks er fer fnykurinn víða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.9.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband