Þá eru 5.483 eftir sem þurfa að segja af sér

Jón Daníelsson segir:

Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það eru stjórnmálamennirnir og embættismenn þeirra sem hafa keyrt landið í þrot


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru þung orð hjá Jóni D. Því miður lítur allt út fyrir að þau séu sönn. Það er eins og stjórnvöld leiti réttu leiðanna til þess að geta gert allt þveröfugt við það sem þau eiga að gera. Það er herfilegt að horfa upp á þetta.

Það er prentvilla í fyrirsögninni hjá þér. Það stendur 5.4834. Á þetta að vera 5.483 eða 54.834? Trúi nú varla að svo margir séu þeir embættismennirnir, en miðað við ruglið í opinbera geiranum er það þó möguleiki.

Theódór Norðkvist, 13.9.2009 kl. 14:35

2 Smámynd:

STjórnmálamenn hafa ekki endilega meira vit á hagkerfum/peningum heldur en Pétur og Páll úti í bæ. Til að sjá um þannig hluti þarf sérmenntað fólk sem tryggt er að hafi engra sérhagsmuna að gæta.

, 13.9.2009 kl. 18:02

3 identicon

Stjórnmálamenn hafa alls ekkert frekar vit á hagkerfum/peningum en fólk úti í bæ.  Enda vaða þeir villu vegar og eru núna komnir langleiðina með kúgunina og landssöluna í AGS stíl:  Dæla skatt-peningum (milljörðum) okkar í bankana, selja ríkissfyrirtækin (banka, orkuveitur) ódýrt,  hækka skatta, hækka skatta,  ICE-SLAVE kúgunar-samningur, hækka skatta, skera niður velferðarkerfið.   Þarna vinna þeir á fullu við að gefa landið og selja fólkið í ánauð,  eftir höfði AGS.   Og þó hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph E. Stiglits hafi sagt okkur fyrir nokkrum dögum að halda orkunni í ríkiseigu og láta ÞJÓÐINA EINA NJÓTA HAGNAÐARINS.  EKKI einka-aðilia, EKKI útlendinga.   Og þó hagræði-sérfræðingurinn Michael Hudson og fjöldi lögmanna hafi skrifað og talað gegn Icesave.   Er fólki mútað?  Hefur fólki verið hótað lífláti?  Hvað á fólk að halda?  AGS og ísl. ríkisstjórnin eru stórhættuleg landi okkar og þjóð.  

ElleE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:48

4 identicon

Joseph E. Stiglitz.

ElleE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband