Bjargar "jarðasamband" þjóðarbúinu?

Það er sérstakt rannsóknarefni að skoða hvernig stjórnmálamenn blaðra án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.

Í frétt MBL segir að fjármálaráðherrann sé talsmaður ákveðins jarðsambands í sambandi við hvað sé hægt að gera.

Það er svo sem gott að fjármálaráðherrann skuli hugsa í lausnum og spurning hvort hann sem að taka fram úr utanríkisráðherranum í skapandi hugsun.

"Við skulum segja að menn séu að skoða aðgerðir á almennari grunni en þeim sem þegar hefur litið dagsins ljós," Þetta er svar fjármálaráðherrans við spurningu um hvort róttækari aðgerðir séu í vændum. Ég velti því fyrir mér hvort að aðgerðir á almennum grunni heyri því undir jarðasambönd.

Nú svo má alltaf spyrja hvernig þessi hugmyndafræði fjármálaráðherrans skilar sér á diska landsmanna.

Það er einnig athyglisvert að yfirskrift fréttarinnar er "róttækari aðgerðir til handa heimilum" og nafni Gylfa Arnbjörnssonar sem hefur tengst Tortolaskúffufyrirtækjabraski lyft fram en síðan virðist niðurstaða fréttarinnar vera að ekki séu róttækari aðgerðir í bígerð.

Hinn raunverulegi málssvari heimilanna sem ekki tengist neinu Tortólaskúffufyrirtækjabraski, þ.e. Hagsmunasamtök heimilanna virðast hinsvegar hunsuð í þessum fréttaflutningi.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband