Þúsund milljarða klúður ríkisstjórnarinnar

Ferli Icesave-málsins er talandi dæmi um það hvað stjórnmálamönnum stendur gjörsamlega á sama um velferð landsmanna og komandi kynslóða.

Sjálfstæðismenn, framsókn og samfylking sköpuðu vandamálið

Samfylking og vinstri græn klúðruðu því.

Hvers vegna í ósköpunum sendi Steingrímur Joð Svavar Gests til Bretlands og lét hann skrifa undir ólögmæta skuldbindingu upp á 1.000.000.000.000.

Þessi skuldbinding getur hæglega gert Ísland efnahagslega óbyggilegt.

Michael Hudson ítrekar hér það sem ég benti á strax í haust en það er aðyfirvöld áttu að

standa á því að samkvæmt lögum Evrópusambandsins, hafi Gordon Brown og Hollendingar verið of djarfir þegar þeir greiddu innlánshöfum IceSave strax út. Lög ESB eru mjög skýr. Samkvæmt þeim hafa yfirboðarar innlánstryggingasjóðs níu mánuði til þess að rannsaka bankahrun, reyna að hafa upp á glötuðu fé og ganga að samningum við innlánshafa.

Hudson segir einnig: 

Í stað þess að fara að þessum lögum, ákváðu breskir og hollenskir stjórnmálamenn að fara á atkvæðaveiðar - eða réttara sagt beindu þeir athyglinni frá eigin mistökum. Sem dæmi þá þurftu breskir bankar á borð við Royal Bank of Scotland, Northern Rock að fá neyðaraðstoð frá stjórnvöldum,“ segir Hudson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband