Er hægt að finna skoðanalaust fólk í embætti?

Eða má fólk ekki viðra skoðanir sínar á bloggi í krafti þess að slíkt geti reynst þeim Þrándur í götu ef það sækist eftir embætti?

Ég hefði ætlað að allir Íslendingar hafi skoðanir á bankahruninu og spurningin er að ýta slíku til hliðar við faglega vinnu.

Ég á mjög erfitt með að sjá fyrir mér að vanhæfi geti myndast vegna skoðana á samfélagsmálum.

Jón Magnússon er auðvitað vanhæfur í starfið vegna þess að hann er faðir fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Frásögn Jóns af ástæðu ríkisvaldsins til að meta hann vanhæfan speglar vel menningu fáránleikans sem þróast hefur í stjórnarráðinu í áratugi.

Svo virðist vera sem ríkisvaldið gefi sér forræði um það hverra skoðana fólk má vera sem ráðið er í embætti. Þetta vekur auðvitað spurningar um það hvort ekki þurfi að setja lög sem meini embættismönnum að skipta um skoðun.

Er Jón Magnússon sömu skoðana í dag og þegar hann ritaði umrædd blogg? Bloggfærsla er ævarandi vitnisburður á skoðunum manns tiltekin dag sem viðkomandi byggir gjarnan á upplýsingum sem hann hefur aðgang að við það tækifæri.

En ríkisvaldið skyrrist ekki fremur en endranær við að tukta fólk til fyrir að vera ekki í "réttu" fari.


mbl.is Jón dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég útskrifast sennilega úr námi eftir rúm tvö ár, sennilega er best fyrir mig að vera ekkert að tjá skoðanir mínar hér á blogginu ef ég ætla mér að fá vinnu að námi loknu????  Ég get ekki með nokkru móti séð það fyrir mér að ég fái nokkra vinnu eftir þennan tíma sem ég hef verið að tjá skoðanir mínar hér á þessum vettvangi.

Jóhann Elíasson, 14.9.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 það er vandlifað.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:54

3 identicon

Þetta er ótrúlegt.

Vinnubrögðin, halló.

Var einhver að tala um grímulausa þöggun ?

Hugtakið "þöggun" fer að fá á sig nýja og áður óþekkta dýpt.

Armurinn (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 16:07

4 identicon

Það var náttúrulega í upphafi siðleysi að sækja um starfið.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:17

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Leiðin til andskotans og ömmu hans er vörðuð góðum áformum - eða kannski hið séríslenska: skoðunum og flokkshollustu eða þannig!

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 14.9.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband