Meiri hluti borgarstjórnar sýndi ókurteisi

Meiri hluti borgarstjórnar var ekki hrifin af því að borgarbúar beittu lýðræðisrétti og málfrelsi á pöllum borgarstjórnar.

Borgarar vildu fá svör við spurningum og einnig leiðrétta ýmiskonar misskilning meirihluta borgarstjórnar.

Ég gerði frammíkall en veit ekki hvort það getur talist til dónaskapar eða hvað finnst ykkur:

Þekkir þú Finn Ingólfsson?“

mynd
Óskar svaraði mér ekki.

 


mbl.is Heitt og rafmagnað í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Jakobína!

Ertu ekki aðeins að missa þig!

Þú ert með meistaragráðu í stjórsnýslufræðum og gerir þig seka um að þekkja ekki grundvallaratriði í stjórnsýslu sveitarfélga!

Ég heyrði ekki betur en að þið á pöllunum fengjuð nánast óherft að koma skoðunum ykkar og frammíköllum - miskurteysislegum - á framfæri.

En þú veist að borgarstjórnarfundur er fundur stjórnsýslunar - borgarfulltrúa - en ekki málfundur með frústereðum vinstri mönnum.  Sá vettvangur er ananrs staðar.

En fyrst þú ert að tala um miskilning - þá liggur hann hjá þér.

Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt  raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.

Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað er grundvallaratriði stjórnsýslu. Er það að vera leppi fyrir þjófa sem vilja stela auðlindum Íslands?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.9.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Hallur Magnússon

jakobína.

Þótt ég viti að þú eigir dálítið erfitt með að hemja þig út af þessu máli sem er þitt hjartans mál - þá finnst mér þú vera að gengisfella þig sem stjórnsýslufræðing.

Þú þekkir jafn vel og ég stjórnsýslulögin.  Þú þekkir væntanlega eins vel og ég fundarsköp borgarstjórnar. Borgarstjórnarfundur er fundur borgarfulltrúa og fundurinn fer fram samkvæmt fundarsköpum og samþykktum borgarstjórnar.

Það er ekki gert ráð fyrir því að það sé orðræða milli borgarfulltrúa og áheyrenda sem hafa þann lýðræðislega rétt að fylgjast með störfum borgarstjórnar.

Sú orðræða á að fara fram annars staðar.

Hvar í hinum lýðræðislega heimi er stjórnsýslan og fundarsköp á þann veg að almenningur sem ekki er til þess kjörinn taki þátt í umræðu á fundum í borgarstjórnum og þingum?

Getur þú bent mér á eitt dæmi?  Þú ert allavega með menntunina til að vita það.

Síðan væri ágætt að fá athugasemdi við innihald þess sem ég gerði athugasemd um. Er eitthvað þar sem ekki er satt og rétt?  Ef þú treystir þér til að svara því - þá væri gott að það svar væri rökstutt.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Æi Hallur vilt þú ekki frekar spyrja hvar í hinum siðmenntaða heimi fáeinir einstaklingar komist upp með að setja þjóðarbúið á hausinn.....og haldi síðan áfram að stela...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.9.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég var reyndar að spyrja stjórnsýslufræðinginn eftirfarandi:

"Hvar í hinum lýðræðislega heimi er stjórnsýslan og fundarsköp á þann veg að almenningur sem ekki er til þess kjörinn taki þátt í umræðu á fundum í borgarstjórnum og þingum?

Getur þú bent mér á eitt dæmi?  Þú ert allavega með menntunina til að vita það."

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eigum við ekki bara að kalla þátttöku almennings á pöllunum í dag "óhefðbundna stjórnmálaþátttöku".....það eru til mýmörg dæmu um hana.....sérstaklega í löndum þar sem glæpamenn hafa gengið um rænandi og ruplandi í nafni stjórnsýslu...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.9.2009 kl. 23:44

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Jakobína!

Ég er ekki að gera athugasemd við veru mótmælenda á áheyrendapöllum. Ekki heldur að þeir missi sig á köflum og kalli framí - þótt það hafi hingað til ekki tíðkast.

Ég er hins vegar að benda á að borgarstjórnarfundir eru fundir borgarfulltrúa sem fara fram eftir lögum og fundarsköpum. Þar er ekki gert ráð fyrir að almenningur taki þátt í þeirri pólitísku umræðu - og því ekki unnt að ætlast til þess að borgarfulltrúar svari frammíköllum áhorfenda. Sú umræða á að fara fram annars staðar.

Þess vegna er yfirskrift þessa pistils þíns út úr kú og gengisfellir þig verulega semstjórnsýslufræðings.

Enn og aftur væri gott að fá svar við spurningunni:

"Hvar í hinum lýðræðislega heimi er stjórnsýslan og fundarsköp á þann veg að almenningur sem ekki er til þess kjörinn taki þátt í umræðu á fundum í borgarstjórnum og þingum?

Getur þú bent mér á eitt dæmi?  Þú ert allavega með menntunina til að vita það."

Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 00:57

8 identicon

Hallur.

Fólk sem talar frá hjartanu um mál sem allir landsmenn eru sammála (um að selja ekki náttúruauðlindirnar) þá skiptir engu máli hvernig það er orðað.

Þeir sem hinsvegar selja þær eða skrifa undir að lokum eru sekir. Orkuveitan, Borgarstórn og allir aðrir sem komu að málinu mun að eilífu vera glæpamenn þessarar þjóðar.

P.S að leigja auðlindir er álíka fáránlegt og að leigja bílinn sinn í áraraðir. Þú færð ekki að njóta hans og getur ekki notað hann til eignast peninga sjálfur á meðan. Auk þess þegar þú loksins færð hann til baka mörgum árum seinna þá er hann orðinn verðminni á lítið eftir.

65 ár !!! Þvílík eilíf skömm. Ég vorkenni fólkinu sem á eftir að vakna einn daginn upp við að hafa stutt þennann ófögnuð.

Már (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:03

9 identicon

Hallur þú hljómar eins og maður sem leggur sig meira framm við að orða hlutina en að heira sannleikann þó það sé ekki eins "fagmannlega orðað"

Frekar boring að hlusta á þig þú fyrirgefur. Frekar kýs ég alvöru tal frá réttlætiskenndinni eins og hjá Jakobbínu

Orri Freyr (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband