Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
Athugasemdir
Alvöru félagshyggjustjórn stendur vörð um þá sem minna meiga sín. Öryrkjana, ellilífeyrisþegana og þá sem minnst hafa sér til viðurværis. Sitjandi stjórn getur ekki talist vinstri stjórn, vegna forgangsröðunar hennar. Vinstri stjórnir standa ekki sérstakan vörð um fjármagnseigendurna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2009 kl. 01:26
Þú ræðst endalaust á ríkistjórnina !
Hvers vegna aldrei á þá sem bera mestu ábyrgða áþví sem hér hefur gerst ?
Fyrirtækin !
Áttu hagsmuni að gæta ?
JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:31
"Trúir því einhver að núverandi stjórn sé félagshyggjustjórn?"
Er það ekki í tísku, að segjast vera annað en maður er?
Einhvern veginn virðist, sem menn hafi lært helst til mikið af honum Goebbels heitnum.
Nútíma stjórnmál, virðast snúast um, að halda fram tiltekinni sögu - sem ekki hefur endilega nema mjög óbein tengsl við sannleikann - og síðan að beita áróðursmaskínu, og her heilaþveginna stuðningsmanna, til að básúna "línuna frá forystunni".
Hann Blair, var gríðarlega snjall, við það að beita slíkum aðferðum, og Samfó virðist hafa stúderað aðferðir hans, af mikilli nákvæmni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 01:36
"Sjálf hélt ég að ný-frjálshyggjuhegðun samfylkingarinnar mætti skrifa á samstarf þeirra við sjálfstæðisflokkinn í hrunstjórninni. Nú er samfylkingin komin í samvinnu við vinstri græn en lætur í engu af þessari ný-frjálshyggju eða últra-kapitalísku hegðun."
Ég held, að í dag, séum við komin með tvo Sjálfstæðisflokka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 01:38
Auðvitða eru þesir flokkar félagashyggjuflokkar !
Það eru þið sem eru andstæðingar þessara flokka sem eruð ekki félagahyggjufólk !
Þannig er það !
JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:53
Áróðursmaskínan virkar vel.
Það var þ.s. Samfó ákvað, að því er virðist, að hægt væri að bíta í kökuna en eiga hana samt, með því, að beita áróðursmaskínunni fyrir sig, til að maska það fyrir ungliðum, að Samfó væri í dag, orðinn ekkert annað, en annar valdaflokkur klónn af X-D.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 02:07
Er að velta fyrir mér þessum Einari Bjrörnssyni framsóknarmanni , á mynd er það þannig að hann er á þeim aldri að hann ætti að vita allt um óhæfuverk framsóknarmanna síðustu áratugi !
Hvers vegna gengur svona persóna fram ?
Er það með hann eins og svo marga aðra, hann fékk pening !!!!!!!!!!!
JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:24
Sæll Einar.
Skil ég þig rétt að þú ert launaðaur frá framsóknarflokknum ?
Ég er bara venjulegur íslendingur sem hef áhuga á þjóðmálum, en vil ekki gera meira um um mig !
JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 02:45
Hvernig dettur þér í yfirleitt í hug eða ert að pirra þig á því að "fjór-flokkurinn"
geti starfað sem félagshyggjuflokkur ?
Taktu þér blogg-frí yfir helgina til að komast niður á jörðina.
Armurinn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 09:13
Sæll Armurinn.
Ég pirra mig ekki á því að fjórflokkurinn geti ekki starfað sem félagshyggjuflokkur
Ég pirra mig á því að fólk skuli vera dregið á asnaeyrunum til þess að trúa því að hluti af fjórflokknum geti starfað sem félagshyggjuflokkur.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.9.2009 kl. 11:07
Ég trúi allveg á velvilja Steingríms og Jóhönnu, En veit því miður ekki hvað hindrar þeirra velvilja.
Offari, 19.9.2009 kl. 11:13
Laun mín eru þau ofurlaun sem fyrirtækið Íslandspóstur greiðir sínum starfsmönnum.
Mjög öruggt starf, en til þess að þau laun teljist ofurlaun, þarf hið minnsta "annað hrun".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.9.2009 kl. 13:35
Hluti af ?
Geta starfað sem...?
Fólk er dregið á asnaeyrunum og trúir því að það séu 4 flokkar hér, þegar það er einn fjórflokkur.
Ég get ekki séð að það sé hægt að aðgreina þessa stjórnmálaflokka, nema að nafninu til. Þau verkefni sem voru lögð fyrir flokkana hér eftir kosningar - sem í orði kenna sig við jafnaðar- og félagshyggju - hafa leitt hið sanna í ljós um eðli og starfshætti þessa fólks þegar það er komið af kjötkötlunum.
Nú sem aldrey fyrr þegar launamenn og þeir sem minna mega sín þurfa virkilega málssvara ganga þessir siðlausu mútuþegar í Samfylkingunni erinda innlends og erlends auðvalds. Ástæðan er augljós.
VG taka líka þátt í samráðinu - að sjálfsögu - enda hluti af FLOKKNUM. Af hverju stöðvuðu ekki VG menn auðlindasöluna í kringum Magma ? Af hverju svíkja VG menn kosningaloforð sín ?
Og þetta gera flokkarnir í skjóli flokkasamráðsins. Annars kæmust þeir ekki upp með þessa svívirðulegu hegðun til lengdar.
Armurinn (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 16:09
Félagið hefur skroppið saman hygg ég. Hinsvegar legg ég meir upp úr merkingum framkvæmda en ábyrgðalausu hyggjuviti.
Sameiginlegar þarfir í sterku þjóðfélagi sem stendur þarf leiðandi undir sér eru að tryggja sem best kjör þeirra 10% sem verst hafa það. Engi keðja er sterkasti hlekkurinn. Sameiginlegur kostnaður hinna betri settu við 10% er mikið minni en að kostnaður við að bæta haga þeirra 10% best settu.
Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 17:27
Eruð þið búin að gleyma því, að Jón Baldvin færði Alþýðuflokkinn til hægri við Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma. Það eru um og yfir 20 ár síðan. Og Samfylkingin er lítið meira en nýtt nafn á forvera sínum, Alþýðuflokknum.
Nú hafa félagshyggjusjeffarnir verið að spreyta sig við stjórnvölinn í um 230 daga og miðað við skoðanakannanir virðist árangurinn af fagurgalanum sem lofað var lítill.
Verða menn ekki bara lifa í voninni áfram, án hennar er ekki gott að vera. . . þ.e. vonarinnar.
Ágúst Ásgeirsson, 19.9.2009 kl. 18:58
Útlendinga allavega vita að Íslenska ríkisstjórnin er svipt fjáræði að kröfu EU sem sendi IMF hér um árið. Sektar eða ábyrgðar samningurinn hefur algjörlega gert út um að Íslendingar verði nokkurn tíman taldi ábyrgir almennt.
Auðvitað átt strax að taka glæpamennina og stefna EU fyrir að framfylgja ekki sínum lögum, það er að láta efnahagshryðjuverk einstaklinga ekki bitna á almenningi þess lands sem þeir koma frá.
Losun okkur við ofurfjármálgeirann í ljósi þess að Íslendingar eru ekki nógu klárir til reka hann. Útlendingar eru heldur ekkert ódýrari.
Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Fyrir kosningar flykktu kjósendur sér um félagshyggjuöflin sem vilja kalla sig svo. Fólk gekk til kosninga og kaus samfylkingu og vinstri græna í þeirri trú að verið væri að kjósa vinstri stjórn. Stjórn sem myndi láta sig varða velferð fólksins mestu.
Sjálf hélt ég að ný-frjálshyggjuhegðun samfylkingarinnar mætti skrifa á samstarf þeirra við sjálfstæðisflokkinn í hrunstjórninni. Nú er samfylkingin komin í samvinnu við vinstri græn en lætur í engu af þessari ný-frjálshyggju eða últra-kapitalísku hegðun.
Þetta má lesa úr atburðarrás undanfarinna mánuði en úr atburðarrásinni má lesa raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar.
Það nægir að spyrja tveggja einfaldra spurninga:
Hverju er verið að bjarga? Svar: Bönkunum
Hverju er verið að fórna? Svar: Atvinnulífinu og fjölskyldunum
Lesist: Það er verið að bjarga erlendum kröfuhöfum en verið að fórna framtíð almennings í landinu.
Það er að gerast á vakt þessarar ríkisstjórnar og með glæpsamlegri hegðun sjálfstæðismanna og framsóknar að það er verið að selja auðlindirnar.....Auðlindirnar eru það eina sem getur bjargað framtíð þjóðarinnar.
Stjórnarskráin og löggjafarvaldið getur að nokkru snúið ofan af skaðanum sem þjóðin hefur orðið fyrir.
Hvað er verið að gera við löggjafarvaldið? ....jú færa það til Brussel
Það er verið að tortíma þessu þjóðfélagi