Ég á nýjan pennavin

Ég á marga pennavini. Margir þeirra verða glaðir þegar þeir fá póst frá mér en sumum finnst það ekkert gaman. Nokkrir hafa grátbeðið mig um að hætta að senda sér tölvupóst en ég held að það sé af því að þeir séu dálítið vanþroskaðir. Það er jú ekki öllum gefið að skilja flókin hugtök eins og heilindi, gagnsæi, frelsi, sannleikur og ég held meira að segja að sumir eigi erfitt með að skilja merkingu orðsins almenningur.

Nýjasti pennavinur minn heitir Franek Rozwadowski. Hann er nýlega fluttur hingað til landsins og skilur ekki ennþá íslenska menningu. Hann virðist ekki skilja sum hugtök eins og t.d.  sekt og sakleysi.

Mér líkar vel við útlendinga og finnst að við eigum að taka vel á móti þeim. Ég hef því ákveðið að skýra út fyrir Rozwadowski hvers vegna Íslendingar eiga ekki að borga Icesave.

Ég sendi honum eftirfarandi skilaboð:

Those who took risks where those who where tangled in the dealings and had choice. For some reason it is seen as natural that those who took risks should not carry the loss but others that where milking cows and taking care of babies should take the loss.

Ég hvet alla Íslendinga sem hafa fjarvistarsönnun frá Icesave að senda Rozwadowski póst og láta hann vita hvað þið voruð að gera áður en bankarnir hrundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband