Á ekki orð yfir firrunni

Í heilt á er ég búin að hlusta á bullið sem kemur frá stjórnvöldum.

Nokkur einkafyrirtæki hrundu. Fyrirtæki sem stjórnmálamenn gáfu sjálfum sér.

...og hvert er verkefni ríkisstjórnarinnar....?

....jú reisa við efnahagskerfið

......auka hagvöxt

.......auka verga landsframleiðslu

Nú vil ég biðja þig lesandi góður að segja mér hvernig þú skilur þessi markmið.

Veist þú hvaða þýðingu það hefur fyrir samfélagið verg landsframleiðsla aukist?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir velferðarkerfið?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir skuldara í landinu?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir kostnað einstaklinga sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu?

Hvað þýðir það fyrir gæði skólastarfs?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir verðlag?

Hvaða þýðingu hefur það fyrir öryrkja?

Krefjumst þess að stjórnmálamenn tali mannamál

Krefjum þess að þeir segi berum orðu að þeir gefi skít í öryrkja, skuldara og börn

Stjórnmálamenn seta í orð markmið sem hafa mjög loðna merkingu.

Inni í þessum markmiðum rúmast EKKI velferð almennings heldur er eingöngu verið að verja tiltekið kerfi sem er úr sér gengið og gagnlaust fyrir allan almenning.


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Ég held ég skilji ekki alveg hvað þú ert að segja þó ég sé öll af vilja gerð.

Agla, 26.9.2009 kl. 21:01

2 identicon

Vel orðað en stafsetningin mætti vera betri.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:41

3 identicon

"Krefjumst þess að stjórnmálamenn tali mannamál", segirðu og ég tek undir.

Valdaapparatið (stjórnmálamenn, embættismenn, óheilbrigði parturinn af viðskiptalífinu o.m.fl.) nota tungumálið til að halda völdum yfir lýðnum, til að stjórna lýðnum og til að kúga lýðinn. Allt snýst þetta um að fá völd og halda völdum: orð eru eitt af valdatækjunum ef þeim er beitt sem valdatæki.

Það þarf enginn að efast um það að margur stjórnmálamaðurinn á í erfiðleikum með að skilgreina hugtök og orðasambönd sem hann slengir fram til að hafa andstæðinga sína undir.

"Stjórnmálamenn setja í orð markmið sem hafa mjög loðna merkingu", segirðu líka. Stjórnmálamenn munu ekki láta af þessum ósið ótilneyddir af framgreindi ástæðu, þ.e. að fá völd og beita valdi. Við getum hins vegar gert þá kröfu á fréttamenn að þeir spyrji þar til stjórnmálamenn hafa sagt á "mannamáli" hvað þeir vilja segja.

Helga (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Munum að þetta er "norræn velferðarstjórn!"

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband