Atlaga að læknastéttinni

Skortur á framtíðarsýn gerir það oft að verkum að alvarlega er vegið að hagsmunum ýmissa hópa án þess að þeir geri sér grein fyrir því fyrr en að skaðinn er skeður.

Fyrirætlanir auðmanna um að stofna einkasjúkrahús gætu reynst sjálfstætt starfandi sérfræðingum dýrkeypt.

Starfseminni fylgir innflutningur á sérfræðigum. Ófyrirséð er hvernig framlag einstaklinga og hins opinbera riðlast í breyttu fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu.

Ögmundur Jónasson vekur athygli á því hvernig áður óþekktur einkarekstur á Íslandi getur breytt því jafnvægi sem ríkt hefur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Ögmundur segir m.a.

Mikilvægt er að taka þessa umræðu strax. Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnhissa og rugluð og margir aðrir. Hvers vegna að ráðast í að byggja nýtt hátæknisjúkrahús núna? Það átti að vera búið að því; áður en viðbyggingakofamenningin tók völdin við Hringbraut. Er verið að bjarga byggingaverktökum frá verkefnaskorti? Nú er eina heygarðshornið eftir fyrir þá og það er að seilast í vasa lífeyrisþega.

Mín skoðun er sú að nú ætti að reyna að viðhalda þeirri þjónustu sem vel menntað fólk heilbrigðisstétta hefur byggt upp í þessu landi. Eru þeirra störf minna virði en þeirra óðu sem farið hafa hamförum í að byggja hús sem nú standa auð?

Látum áætlanir um Sjúkrhúsið á Keflavíkurvelli duga í bráð.

Regína Stefnisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband