Segir Össur ósatt hjá Sameinuðu Þjóðunum?

Er eitthvað til í þessum fullyrðingum:

True, the crisis destroyed financial assets but Iceland’s real assets remain intact, natural resources, human capital, and social welfare.

This is why I am so confident, that although Iceland was the first to fall victim to the global financial crisis, she will very soon be her feet again.

Í hvaða heimi lifir Össur?

Er það rétt að náttúruauðlindir, mannauður og velferðakerfi hafi ekki orðið fyrir skaða?

10% af mannauði Íslands er nú vannýttur. Náttúruauðlindir eru komnar á brunaútsölu og eru að ganga þjóðinni úr greipum. Velferðarkerfið er á leiðinni í hakkavélina eins og fjárlög munu sýna bráðlega.

Er utanríkisráðherranum ókunnugt um þetta eða er hann vísvitandi að ljúga að Sameinuðu Þjóðunum og vinna þannig gegn hagsmunum Íslendinga?

Ég spyr er ekki komin tími til þess að koma glönnunum í stjórnsýslunni frá völdum? Össur er einn af þeim sem ferðaðist um allar jarðir með útrásarvíkingunum.

Hver eru markmið hans? Ég fæ ekki séð að markmið hans geti á nokkurn hátt verið sprottin af velvilja gagnvart þjóðinni.

Hverjum þjónar það að ljúga að Sameinuðu Þjóðunum að hér sé allt í lukkunar velstandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þingmenn ljúga aldrei.

Offari, 27.9.2009 kl. 16:39

2 identicon

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gera umheiminum grein fyrir skelfilegri stöðu íslensku þjóðarinnar.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig stórveldi hafa kúgað og kúga enn íslensku þjóðina.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja frá því að Íslendingum er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur erinda "fjármagnseigenda" gegn hagsmunum þjóðarinnar sem sjóðurinn gefur sig út fyrir að vera að aðstoða.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja að það blasir við Íslendingum að loka spítölum og skólum, að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og þegar er staðreynd í Lettlandi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að lýsa birtingarmynd efnahagskreppunnar á vestrænt þjóðfélag.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að segja umheiminum frá því hvernig fámennt samfélag er að missa sérfræðinga sína hvern af öðrum úr landi.

Ræðutíma sinn á þingi Sameinuðu þjóðanna átti utanríkisráðherrann að nýta til að gagnrýna hvernig stórþjóðir völdu að leggjast af öllu afli gegn saklausri þjóð til að verja bankakerfi heimsins með sérstakri áherslu á bankakerfi Evrópusambandsins.

Að lokinni þessari ræðu sinni sem er mjög ámælisverð er viðhlítandi að utanríkisráðherrann biðji íslensku þjóðina fyrirgefningar á því að segja stöðu þjóðarinnar betri en hún er og fela þar með sannleikann fyrir umheiminum og gera lítið úr erfiðri stöðu þolenda fjárglæframanna og óhæfra stjórnmálamanna.

Forsætisráðherrann, flokkssystir utanríkisráðherrans, á að skýra þá furðulegu hegðun sína að tala um málefni allrar þjóðarinnar á fundi flokks síns. Þjóðin á ekki að þufa að fylgjast með einkasamkomum Samfylkingarinnar til að vita hvað forsætisráðherrann er að sýsla í málefnum þjóðarinnar allrar.

Helga (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég vildi æla eftir lestur þessara fréttar.  Svo illa brá  mér að það fyndist blaðamaður sem gæti flutt endursögn af þessari lágkúru lýðskrumarans.

Þú bendir réttilega á að Össur sagði mjög ósatt þegar skáldaði lýsingu sína á Íslandi í dag.

En Helga brillerar í sinni réttlátu reiði.  Hvílík snilld.

Og erindi mitt er að spyrja Helgu hvort ég megi endurbirta athugasemd hennar á bloggi mínu.  Og reyna í leiðinni til að fá fleiri að lesa og síðan vonandi hugsa um þann glæp sem Össur framdi í dag.  

Ef Helga les ekki lengur þennan þráð, veistu þá hvernig ég get náð sambandi við hana til að fá leyfið.  Er þetta sama Helga og brillerar á Vaktinni???

Hvað um það.  Þetta verður að fara sem víðast.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 27.9.2009 kl. 19:54

4 identicon

Hvar sem Helga skrifar hittir hún nagalnn á höfuðið, ef það er sama Helga og hafa sést comment frá í nokkrum bloggsíðum, Gunnari SKúla læknis sem dæmi. 

Össur og allur aumi flokkurinn ætti að vera vikið geri þau það ekki af fúsum vilja.  Þau eru að vinna skemmdarverk gegn okkur.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:40

5 identicon

Össuri og öllum auma flokkinum ætti að vera vikið.

ElleE (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband