Skammastu þín forsætisráðherra

Ég var að lesa fjárlögin. Samkvæmt þeim á ríkissjóður að greiða 100 milljarða í vexti á næsta ári. Þetta þýðir að ríkissjóður skuldar yfir 2.000 milljarða.

Vilt þú forsætisráðherra gera svo vel að sýna þessari þjóð þá virðingu að segja henni hvaðan þessir 2.000 milljarðar eru komnir og í hvað þeir hafa farið.

Ríkissjóður var sagður skuldlaus á síðasta ári.

Almenningur á rétt á að fá að vita hvaða skuldbindingar ríkissjóður hefur tekið á sig síðan þá og fyrir hverja.

Leynimakkið og blekkingarnar eru orðnar gjörsamlega óþolandi.

Leggið spilin á borðið...NÚNA

Ríkisstjórnin hagar sér eins og hún sé geðsjúk. Það á að skera niður 25 milljarða í heilbrigðiskerfinu og þar af 9 milljaraða á landsspítalanum.

Samhliða þessu er fjármálaráðherrann að makka um að henda lífeyrissparnaði landsmanna í að byggja við Landsspítalann.

Þetta fólk er ekki með öllum mjalla og það er vægt til orða tekið.

Þessi sama ríkisstjórn hefur ekki sótt formlega um lán frá Norðmönnum en fjármálaráðherrann ætlar kannski að spjalla við fjármálaráðherra Noregs sem hefur auðvitað ekki umboð til þess að taka endanlega afstöðu í málinu. Hvað er í gangi?

Hvað er verið að verja? Hvers vegna er enginn látinn sæta ábyrgð og síðast en ekki sýst "hverjum er verið að bjarga"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála.

Í nóvember skuldaði ríkissjóður minna en gullforðinn sem geymdur er í Bretlandi ásamt eign í gjaldeyri, sem kallast að ríkissjóður er tæknilega skuldlaus.

Þá er spurningin, er heilög Jóhanna búin að eyða forðanum ? Hvar er sjóðurinn upp á einhverja 70-80.000.000.000 IKR sem var inni á reikningi í Seðlabankanum og fékkst fyrir Símann ? Þann aur átti að nota til að byggja hátæknisjúkrahúsið og Sundabraut. Nú ætlar hennar heilagleiki að ´láta lífeyrissjóðina borga sjúkrahúsið upp á kr. 44.000.000.000. í þessu tilliti er umhugsunar vert að bara á þessu ári verðum við að greiða Bretlandi og Hollandi vexti vegna Icesave samningsins kr. 39.000.000.000 og greiða það í gjaldeyri þess utan ! Nærri því sama upphæð og niðurskorið sjúkrahúsið á að kosta !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband