Tekjulindir betri en þjóðarskuldir

Íslendingum er margt til lista lagt. Þúsundir þeirra sitja nú heima iðjulausir á kostanað skattborgara. Fólk sem fremur myndi kjósa að leggja eitthvað til.

Væri ekki ágætt að ríkisstjórnin liti aðeins upp frá því að safna skuldum og einbeitti sér þess í stað að finna leiðir til þess að afla þjóðartekna.


mbl.is Met kornuppskera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vilja allir fara í álversframkvæmdir til að skulda bara meira !

Hver er þín tillaga til atvinnusköpunar, hef ekkert séð nema bölmóð !

JR (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Láttu ekki svona JR. Ég er alls ekki með neinn bölmóð þótt ég líti raunhæft á málin.

Ég held að þeir sem trúa því að hér á landi sé hægt að endurreisa einhverja alheimsfjármálamiðstöð ættu að fara að taka hausinn upp úr sandinum.

Við þurfum auðvitað að hugsa út frá auðlindunum. Hvað erum við t.d. að leyfa að örfáir einstaklingar flytji vatn úr landi og græði jafnvel einir á því. Það er ekki allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Vatnslítirinn í sumum Arabaríkjum kostar álíka mikið og olíulíterinn hér á landi.

það vantar ekki auðlindirnar hér á landi en valdaelítan er að hirða allan arðinn af þeim og vill nú skapa stétt fátækra hér á landi til þess að hún geti haldið uppteknum hætti.

Hverjir heldur þú að séu hræddir um sitt erlendis?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.10.2009 kl. 00:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Mæltu manna heilust.

Aðeins fólk sem kennt er við sjálfspíningar skilur ekki hvað þú segir.

En það dugar fyrir framtíðina að einhver sagði það sem skiptir máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 10:53

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jákvæðar fréttir - gott mál. En okkur veitir ekki af að fara líta í kringum okkur eftir tækifærum. Ekki munu íslenskir stjórnmálamenn gera það.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband