Hvað þýðir "Dirty laundry" fyrir uppbygginguna?

Eða hvað þýðir uppbygging ríkisstjórnarinnar ef því er að fletta?

Atburðarrásin í kjölfar bankahrunsins einkenndist af endalausu klúðri, töf á rannsóknum og menn lugu hvor upp í annan. Þetta liggur fyrir.

Aulaháttur stjórnmálamanna var slíkur að það hlýtur að vekja tortryggni. Það bara getur ekki verið að menn hafi verið svona vanhæfir. Fólk þusti úr á torg og rak arfalélega ríkisstjórn frá völdum. Ný stjórn tók við en ekki tók þó betra við.

Blekkingarnar og leynimakkið hélt áfram. Sama spillta liðið situr í bönkum og jafnvel stjórnsýslu. Þingmenn sem gerst hafa sekir um óeðlileg viðskipti við bankageirann buðu sig aftur fram á þing og svo kjaftar þetta fólk hvað upp í annað eins og það hafi aldrei komi nálægt nokkrum sköpuðum hlut.

Á Íslandi hrundi bankakerfið en auðlindirnar og mannauðurinn hrundu ekki. Hvert er þá vandamálið? Hvað var verið að verja með vanhæfninni.

Í dag er mannauðurinn stórlega vannýttur. Lausn ríkisstjórnarinnar er meiri skuldasöfnun jafnvel þótt sýnt sé að það gangi ekki upp. Þess vegna spyr ég hverjum er verið að bjarga?

Hverjir eiga eignir erlendis sem þeir eru hræddir um að verði hirtar ef stjórnvöld hlýða ekki erlendum kröfuhöfum?

Það er ár frá hruni og fullkomlega eðlilegt að landsmenn fari að fá svör við þessum spurningum?


mbl.is Krafa um auknar arðgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það jákvæða í þessu öllu saman er að hann Gunnar sá ástæðu til að tala við þig.  Og þú varst góð.  Mjög góð.

En það er sorglegt að fæstir eru í núinu..

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við þurfum aðra byltingu.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband