AGS nýtur EKKI trausts og sýnir viðstöðulaust vitlausa útreikninga

Center for Economic Policy Research gagnrýnir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn harðlega en þar segir m.a.

Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um verga landsframleiðslu í Argentínu síðan árið 1999 og Venezuela síðan 2003 fela í sér munstur mikilla mistaka sem gefa ástæðu til þess að spyrja alvarlegra spurnina um hlutleysi í mati sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ofmat verga landsframleiðslu í Argentínu fyrir árin 2000, 2001 og 2002 um 2.3, 8.1 og 13.5 prósent fyrir viðkomandi ár.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þrífst helst á áróðri en ekki kenningum sem standast nánari skoðun. Helstu áróðursfrasarnir eru:

Að nærvera AGS skapi traust.Þetta stenst engan veginn því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er alræmdur fyrir slæm meðöl sín og litið á þjóðir sem lent hafa í klóm þeirra í alvarlegri hættu og valdalausar. Það eru helst hrægammar úr fjármálakerfinu sem elta AGS og hirða úr rústum samfélaga það sem verðmætt er sem treysta AGS til þess að þjóna sínum hagsmunum.

Að gríðarstór gjaldeyrisvaraforði sem tekinn er að láni styrki gjaldmiðil. Það hafa aldrei verið færð rök sem styðja í raun þessa kenningu enda undarlegt að gríðarlegar skuldir í gjaldmiðils efli hann.

Að blóðugur niðurskurður í velferðakerfi til þess að styrkja fjármálakerfi efli efnahag þjóðarbúsins. Reynslan annarsstaðar sýnir að þetta stenst ekki, t.d. í Argentínu og Venezuela.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vístölur eða formúlur er byggja á tölulegum mælingum eru hagstjórnarvirkjar. Meðan bólgu vísitala er tengd 80% lána Íslenskra heimila [fasteignavísitölu tenging í EU og USA t.d.]  þá nægir EU að loka lánalínum til þess að gera almenning á Íslandi stórskuldugan og eignalausan.

Þetta veit IMF og Umboðið í EU síðan um 1982 í ljósi einokunarlaga um bólguvísutölutengingu á öll útlán almennings, þótt nóg hefði verið að takmarka þetta við innlánsreikninga. Best væri að gera eins og EU og USA og tengja fasteignveðtryggð lán fasteignverð heimamarkaðar sem fylgir grunnstöðuleika hans. 

Vernda almenning fyrir gengisfellinningu af hálf erlendra ríkja í ljósi þess hvað við flytjum mikið inn vegna almennings.

Við eru ekki Mexico eða Tyrkland og Launavístala fylgir Neyslubólgu sveiflum og spennu milli mánaða, en fasteignaverð á 30 árum sveiflast umtalsvert minna og veldur minni greiðslu erfiðleikum.

Ríkistjórnin er að reyna prútta við EU, stefnu EU má finna í Stjórnskipunarskrá EU og öll Meðlima-Ríki eru skuldbundin að fylgja henni í einu og öllu.

Þetta er náttúrulega þess eðlis að ekki er við hæfi almenningur fái að vita.

Júlíus Björnsson, 8.10.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég hef alltaf verið hrædd  við þessa lántöku frá AGS, einmitt af þeirri ástæðu sem þú nefnir hér Jakobína, það hefur enginn sýnt mér gögn þar sem aðkoma AGS hefur verið til góðs, eingöngu þar sem allt hefur farið á verri veg.

Hulda Haraldsdóttir, 8.10.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lánstraust EU er miðstýrt gangvart Íslandi eins og Lettlandi þökk sé viðskiptatakinu sem þeir hafa á ráðmönnum. Varasjóðurinn  sem er sagður grundvalla forsenda endurreisnar fjármálageirans sem skuldfesti almenning er varasjóður til tryggingar þess að ICesave skuldfesting gengur ekki upp á gerir sjóðurinn það. Þetta er dæmi skipulagðan [efnahags]hernað: að sækja að úr öllum áttum, skapa upplaus og glundroða í markmiðs-Ríkinu til að hald kostnaði við yfirtöku í lágmarki.   

Þetta er auðvelt í Ríkjum sem skilja ekki einföldust alþjóðhugtök í fjármálaheimi hinna meiriháttar. Samanber skilgreiningu á verðtryggingu.

Júlíus Björnsson, 8.10.2009 kl. 17:31

4 identicon

AGS er eyðileggingarvald sem við verðum að losa okkur við.  Og það ætti að gera það að forgangsverkefni.   AGS skipuleggur gereyðingu innviða landa sem þeir komast inn í.  Glæpasamtök auðmanna og banka.

ElleE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einstæð móður fyrir nokkrum mánuðum átt eign  25% í íbúðinni sinn fyrir nokkrum mánuðum með mikilli eljusemi og dugnaði hafði henni á löngum tíma tekist að borga 80% sem voru upphaflegur höfuðstóll niður um 6,25% já vinnan borgaði sig hún var að eignast. Þá komu fram gallar á einokurlögum m.a. Jóhönnu um tengingu við bólguvísitölu á banka útlán. Nú er henni sagt að einokurlögin hafi gert hana skuldlausa og 25% eignin sé nú orðin skuld og lánastofnun eigi nú 106,25% kröfu á hana.  Jóhanna kemur aftur og segir nú átt þú að borga þetta á lengri tíma. Pakk á nefnilega leigja. Vitleysingar og  kapitalístar. Eignarétturinn er allfarið forréttindi lánadrottna. Arfur þinna barna skiptir engu máli í samfélagslegu samhengi þau fá líka minni greiðslubyrði í framtíðinni ef þau geta ekki  staði í skilum vegna tannpínu. Aðalatriðið er greiðslubyrðin. Eignir almennings það er frjálshyggja. Stærri bankar og lengri greiðslubyrgði það er kjölfestan. Ef laun þín hækka þá hækka lánin þín þannig að þú getur gert ráð fyrir stöðugri greiðslubyrði.

Þannig að lánshæfi þitt kemur aldrei aftur.

Til hvers þarf þá að fita fjármálgeira?

Afhverju má almenningur ekki eiga eignir? 

Júlíus Björnsson, 8.10.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú er henni sagt að einokurlögin hafi gert hana eignalausa og 25% eignin sé nú orðin skuld og lánastofnun eigi nú 106,25% kröfu á hana. 

5.000.000 á bið með 5% raunávöxtum kosta 250.000 á ári um 20.000 á mán.

Ef þetta væri sparnaður á vaxta bara fasteignverðtryggar þá eru þetta 7,500.000 milljónir.

Þetta er glæpur gegn eignarrétti í Íslensku samhengi. Vexti á fasteigna lánum á algjörlega að miða við fasteignaverðmætið þá myndast ekki þessi eignatilfærsla,

Ef bólguvextir springur.

Undantekningin með einoknun bólguvísitölu á útlán er algjör forsendu brestur þegar verðbólga fer fyrir 2,5% í meira en 12 mánuði.

Júlíus Björnsson, 8.10.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband