Kunna hagfræðiprófessorar að reikna?

Viðtal var tekið við prófessorinn Friðrik Má Baldursson á RUV í dag.

Þar segir m.a.: Í dag nemur gjaldeyrisforði Íslendinga um 400 milljörðum króna sem eru að mestu lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lán frá Norðurlöndunum.

Nei Nei Nei.....

Seðlabankinn segir (nýjar upplýsingar en ég hringdi í hann í dag) að gjaldeyrisvaraforðinn sé 432 milljarðar en skuldir við AGS 110 milljarðar og skuldir við Norðurlöndin engar. Enda kemur fram á annarri frétt á RUV að gjaldeyrisvaraforðinn sé með betra móti.

Kaupþing kostaði prófessorstöðu Friðriks Má við Háskóla Íslands en Friðrik Már er meðhöfundur á skýrslu Porters en þeir fullyrtu að bankarnir væru í fínu lagi rétt fyrir bankahrun.

Ég bendi á það í pistlinum hér fyrir neðan að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist ekki kunna að reikna en það virðist eiga við um fleiri.

Seðlabankastjóri sem situr við endann á borðinnu á myndinni með fréttinni hannaði peningamálastefnu seðlabankans í seðlabankastjóratíð Finns Ingólfssonar en sú stefna er ein af forsendum hrunsins.


mbl.is Tveir vildu lækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaktin

Mikið rosalega er Friðrik Már heppin að þú skulir ekki  hafa jafn góðan aðgang að fjölmiðlum og hann.

Merkilegt að hann skuli kynntur sem sérfræðingur. Sérfræðingur í hverju? Bulli? Hann er allavega alltaf kallaður til þegar þarf að fá hagfræðing til að stimpla eitthvað bull sem gott og gilt.. 

Hefur þessi maður einhvern tíma sagt eitthvað af viti?

Vaktin, 8.10.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

ég var óvart loggaður inn á vaktina en ég á víst kommentið að ofan

kveðja

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 8.10.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hagfræðiprófessorar hafa nú ekki sýnt mikinn trúverðugleika undangengin missiri. Þar hefur varla nokkrum tveim borið saman í veigamestu atriðum ríkisfjármála.

Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hag-stjórnar-fræðingar fer betur en þessi sér íslenska stytting á nafninu. 

Grunnur hjá þeim er ekki heimilin í landinu. Afleiðingar gerða þeirra ættu fyrir löngu að vera búnar að sanna fyrir almenningi hvað hagsmuni þeir eru að verja.

Þetta snýst allt um þeirra eigin persónulegu hagsmuni það er varanlegt atvinnuöryggi og laun langt yfir meðatal. Hvað eru margir starfandi hagfræðingar í Færeyjum á  kostnað skattgreiðenda? Frakka? Slóvena? Möltu?

Útflutnings atvinnuvegir Færeyinga er ekki mikið einhæfari en á Íslandi.

Alþjóðafjárfestar borga ekki laun hagstjórnarfræðinga annarra þjóða þegar þeir þurfa þess ekki.

Ofstjórn iðjuleysinga með fræðatitla er að drepa þjóðina.

Peningar eru ávísun á val það gefur valdið. Þess vegna eru þeir dýrasti kostnaður sem almenningur getur veitt sér utan vinnu. Taka lán fyrir sig og láta aðra borga er löðurmannlegt.

Júlíus Björnsson, 9.10.2009 kl. 00:03

5 Smámynd:

Ég er ekki viss um að reikningur/stærðfræði sé sterkasta hlið hagfræðinga. Það væri nær að fá verkfræðing í málið - hann kann þó alltént að reikna út burðarþol og halla og ætti því að geta reiknað út hvað bjóða má þjóðinni að bera áður en hún hallast á hliðina.

, 9.10.2009 kl. 02:48

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar ég var í Menntó 78-82 þá munu þeir sem ekki töldu eðlifræði og stærði sín sterku hlið hafa farið yfir í Hagfræði á 3 ári um 10 stk. 2X 20 fóru svo áfram eðlisfræði braut. Ásamt mér voru ekki meiri 6 nemendur það sem kallaðist ágætir. Ágætiseinkunn þótti mælikvarði á að hafa vald á og ályktunarhæfni í viðkomandi fagi.  Sagan um Hans klaufa ágætt dæmi um að utanbókarlærdómur þarf ekki að skila ályktunarhæfni.

Gæði heilanna skipta meira máli en magnið.

Þegar ég fór í H.Í. fannst mér hagfræði ekki nógu krefjandi og innritað mig í efniseðlisverkfræði. Mig grunar að topp stúdentar geti tekið Hagfræði námið rólega og sumir velja það einmitt hér áður samfara áhuga á stjórnmálastarfi sem er krefjandi. 

Maður byrjar að treysta grunninn á öllu sem á gefa varanlegan arð. Þetta er náttúrulögmál.

Fjármálageirinn og stjórnsýslan eru hinsvegar toppurinn nema í undirmáls samfélögum. Þar sem velferð er í lágmarki.

Bara forgangsatriði ráðamanna segja manni, hverju við eigum von á.

Júlíus Björnsson, 9.10.2009 kl. 04:11

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er algjörlega sammála þér Jakobína, að Seðlabankinn í boði “torgreindu peninga-stefnunnar” (discretionary monetary policy) er einn heldsti orsakavaldur efnahagshrunsins. Núverandi Seðlabankastjóri er Kommúnisti frá gamalli tíð og því sjálfkjörinn í það starf að stýra Kommúnistiskri ríkisstofnun, eins og Seðlabankanum. Er ekki dæmigert, að Ólafur Ragnar Grímsson boðar það á heimsvísu að færa þurfi meiri völd til seðlabanka um heim allan ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband