Seðlabankastjóri hræðir Jóhönnu

Nú virðist vera gripin um sig ofsahræðsa í forsætisráðuneytinu. Það lítur út fyrir að eingöngu sé í boði dauði og djöfull ef við samþykkjum ekki að valdaelítan fái að selja börnin okkar í skuldaþrældóm til þess að bjarga fjármagnseigendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2009 kl. 19:33

2 identicon

Það eru margar spurningar sem vakna hjá manni við að hugleiða hvernig mismununin heldur áfram.  Venjulegu fólki er fullkomlega misboðið að horfa uppá þá silkihanskameðhöndlun sem óreiðmenn Íslands fá.

Hvað er það sem raunverulega veldur því að þeir sleppa svo billega sem raun ber vitni ?

Þú nefnir elítu.

Hví er Icesave óráðsíuklyfjunum varpað yfir á venjulega borgara sem ekki komu nálægt þessum óreiðurekstri Björgólfs, Sigurjóns og félaga.

Og grunnspurningin er auðvitað:

Hverjum er í raun verið að hlífa með því að setja þetta ekki í úrlausn undir þar tilbærum dómsstól  ?

Hvaða einstaklingar hér (viðskiptamenn og stjórnmálamenn) fengju líklega alvarlegan refsidóm ef þeir þyrftu að mæta í erlenda réttarsali vegna innlánssöfnunar á Icesave reikninganna og annarra bankaóreiðugjörninga ?

Og loks:  Hví er Brusselelítan hrædd við að láta reyna á þetta fyrir dómsstólum en kjósa fremur að njóta aflsmunar gegn eyjaskeggjum hér norður á hjara veraldar ? Gæti verið að einhverjir þar þyrftu að axla ábyrgð sína ? Möguleiki ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Mig langar að vekja athygli á einum punkt, en nenni ekki að blogga um hann sjálfur.

Gengi evru á aflandsmarkaði var 190 krónur fyrir mánuði síðan, hafði farið hraðlækkandi frá því í vor.

Af hverju????  Það var ekki búið að samþykkja ICEsave, og IFM dregisti í mjög marga mánuði.

Átti þá ekki að vera hrun á genginu????  

Í þessu síðasta örvæntingar hræðsluherferð Samfylkingarinnar vantar einn stóran punkt.  

Af hverju ætti gengið að hrynja????

Koma meiri vextir og afborganir til greiðslu????

Meiri innflutningur????

Hvað er það sem veldur þessu gengishruni??

Ég veit ekki hvort einhver sé búinn að blogga um þetta, en þessara spurninga þarf að spyrja.

Og ekki gera fréttamenn okkar það og Davíð er í teiknimyndasögunum. 

En þetta er kjarni málsins;  Af hverju????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2009 kl. 20:12

4 identicon

Hvað ætlar flokks-skrípið að ganga langt til að koma börnunum okkar inn í þrælahald?  Vefst fyrir manni hví þau eru ekki löngu flutt úr landinu og farin að láta okkur í fríði.  Vildi geta svarað Ómari um gengið, en veit ekki svarið og grunar þó helst að fölsk loforð um "skuldbindingar" okkar tengist þessu.

ElleE (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, ég held að vangaveltur þínar séu réttmætar. Við núverandi fyrirkomulag gengismála þarf auðvitað ekki meira af lánum til að halda upp gengi Krónunnar. Einhvers staðar sá ég að gjaldeyrissjóður Seðlabankans væri núna jafnvirði 450 milljarða Króna. Þetta ætti að vera meira en nægilegt til að jafna út sveiflur á framboði og eftirspurn á Krónum. Ef gjaldeyrishöftin eru afnumin er hugsanlegt að ný staða komi upp, en hver hún verður veit líklega engin.

 

Á síðustu 10 mánuðum notaði Seðlabankinn jafnvirði 13 milljarða Króna til að stýra genginu á 180 IKR/EUR. Mánaðarleg inngrip hafa farið minnkandi og hverfa líklega fyrir áramót. Þá getur Seðlabankinn farið að kaupa gjaleyri fyrir Krónur !

 

Með Myntráð og alvöru gjaldmiðil værum við í öðrum og betri málum. Þá þyrftum við ekki eina Evru til að halda uppi gengi Krónunnar. Þá gæti Jóhanna ekki heldur haldið okkur í heljargreipum óttans. Þessi pöntun hennar á skýrslum frá Seðlabankanum og Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, er auðvitað örvæntingarfull tilraun til að hræða VG til undirgefni. Það mun ekki gagnast henni, vertu viss.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.10.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband