Shit happens...ef þú ert ekki fagfjárfestir

Margir fjárfestu í hlutabréfum í Landsbanka, Kaupþingi og Glitni en svo hrundu bankarnir og peningarnir hurfu. Hluthafarnir gátu lítið annað gert en að segja "shit happens" og sofa úr sér vonbrigðin. Þeir höfðu jú valkosti. Hefðu getað gert eitthvað annað við peninginn sinn. Kynnt sér betur stöður bankanna og tekið minni áhættu.

Það sama gildir um fagfjárfestanna sem lögðu peninga í Icesave. Þeir voru á kaupi við að kynna sér áhættuna. Það blasti við þeim að bankarnir voru orðnir tíu sinni stærri en landframleiðsla á Íslandi. Þeir gátu skoðað tryggingar og tilskipanir ESB. Þeir eru jú sérfræðingar. Annað en almenningur sem kaupir hlutabréf.

Svipað gildir um þá sem fjárfestu í Jökla- og Krónubréfum. Ólíklegt er að þar hafi átt í hlut aðrir en fagfjárfestar. Þeir sem fjárfestu í þessum bréfum veðjuðu á íslensku krónuna og höfðu alla burði til þess að kynna sér peningamálastefnu seðlabankans og hagtölur. Þeir höfðu valkosti rétt eins og Icesavefjárfestar og hluthafar í bankanum og ættu því að hafa sagt líka "shit happens" við tókum áhættu og nú verðum við að taka afleiðingunum.

Nei ekki aldeilis. Gjaldeyrisforðinn á Íslandi er um 430 milljarðar. Þar af er 110 milljarðar skuld. Stefán Már Baldursson sem kostaður hefur verið af Kaupþingi í prófessorsstöðu heldur því fram að allur gjaldeyrisforðinn sé tekinn að láni. Helsta skýring þess að allur gjaldeyrisforðinn sé talinn vera skuldaður er fyrirætlun ríkisvaldsins (AGS) um að bjarga eigendum Jöklabréfa og telja þess vegna Jöklabréf sem skuld á móti gjaldeyrisforðanum.

Það er sem sagt ekki "shit happens" fyrir Jöklabréfaeigendur. Til þess að hífa upp krónuna hyggst ríkisstjórnin taka risalán og losa síðan um gjaldeyrishöftin. Í kjölfarið mun gjaldeyrir streyma úr landi en kostnaðurinn af því færður á komandi kynslóðir. Börn hluthafanna í bönkunum sem hafa þurft að sætta sig við tap sitt.

Það þarf jú að viðhalda trausti "alþjóðasamfélagsins". Trausti Jöklabréfaeigenda, trausti Breta og Hollendinga en hvað með traust hluthafa bankanna? Hvað með traust skuldara og þeirra sem sjá á eftir húseignum sínum? Hvað með traust kjósenda og félagshyggjufólks?


mbl.is 166 fasteignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Hefðu getað gert eitthvað annað við peninginn sinn. Kynnt sér betur stöður bankanna og tekið minni áhættu."

 Þú alvitur, með allar hásklóagráðurnar,  hvar áttu almennir hluthafar að fá upplýsingar ?

Ef þú veist það ekki þá var þetta allt saman ein stór ,,mafía"  sem stjórnaði og gerir að vísu enn !

Eins og þú hafir ekki gert þér grein fyrir því að við lifum ekki í neinu venjulegu þjóðfélagi, eins og tíðkast í öðrum löndum !

Þetta er ekki og hefur ekki verið einu sinni banannalíðveldi !

Það finnst ekkert land sem hægt er að bera okkur við !

En samt, þú með allar háskólagráðurnar, veist þetta allt !

JR (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll JR þú virðist ekki hafa nennt að lesa alla greinina. Ég er að benda á að hluthafar í bönkunum hafa þurft að bera tap sitt á meðan allt er gert til þess að bjarga fagfjárfestum sem áttu þó að hafa vit á því hvað þeir voru að gera.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband